Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 22

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 6, 1938 Siiiiittni i Pyecnn. Eftir H. Q. Wells. HANN situr aðeins í fárra metra fjarlægð. Ég sé hann, ef ég lít um öxl. Ef ég mæti augnaráði hans, og það geri ég því nær alltaf, tala augu hans þýðingarmikið mál. Aðallega eru þetta bænaraugu, en þó skín úr þeim einhver tortryggni. Fari hún bölvuð, þessi tortryggni í Pyecraft! Ef ég vildi koma upp um hann, myndi ég hafa gert það fyrir löngu síðan. Ég steinþegi, ég segi ekki nokkurn skap- aðan hlut. Hann ætti því að geta verið í essinu sínu, ef slíkir ístrubelgir eiu nokk- urntíma í essinu sínu. En hver myndi trúa mér, ef ég segði frá öllu saman? Vesalings gamli Pyecraft! Ógæfusami píslarvottur ístrunnar. Feitasti klúbbfélagi í allri London! Hann situr við eitt litla borðið hjá arn- inum og úðar upp í sig. Hann hámar eitt- hvað í sig, en hvað er það? Ég lít við. Jú, þama hverfur upp í hann heit, smurð tröllakaka. Og augu hans stara á mig. Þetta ræður úrslitum, Pyecraft! IJr því þú hagar þér svona fyrirlitlega, úr því þú glápir stöðugt á mig, eins og ég væri ekki heiðarlegur maður, þá geri ég mér hægt um vik og skrifa þetta allt saman niður hérna rétt fyrir augunum á þér, — allan sannleikann um þig, mann- inn, sem ég hjálpaði og verndaði, en endur- geldur það með því að gera mér ólíft í klúbbnum, algjörlega ólíft, með þessu stöð- uga augnaráði, með þessum vatnsbláu, átakanlegu bænaraugum um að koma ekki upp um þig, segja ekki neitt. Og auk þess. Hví er hann líka alltaf étandi? Jæja, hérna kemur sannleikurinn, allur sannleikurinn, ekkert nema sannleik- urinn. Ég kynntist Pyecraft einmitt í þessum reyksal. Ég var nýr félagi, feiminn og upp- burðarlítill, og hann tók eftir því. Ég sat aleinn við borð og var að óska þess, að ég vissi meira um meðlimina, þegar hann tók stefnuna til mín allt í einu, heil skriða af kjöti og beinum, og hlammaði sér stynj- andi niður á stól við hliðina á mér. Hann blés þar um stund, burðaðist við að kveikja sér í vindli og ávarpaði mig síðan. Ég man ekki, hvað hann sagði, en eitthvað var hann að tala um, að það kviknaði illa á eldspýtunum, og hann stöðvaði þjónana einn af öðrum, á meðan hann lét dæluna ganga, til þess að segja þeim þetta um eldspýtumar með sinni mjóu, skræku rödd. Það var einhvernveginn á þennan hátt, sem fyrsta viðræða okkar var. Hann talaði um ýmsa hluti og fór svo að minnast á íþróttir. Því næst kom hann að líkamsbyggingu minni og vexti. — Þér ættuð að hafa öll skilyrði til þess að vera leikinn í „cricket, sagði hann. Ég býst við að ég sé grannur, sumir myndu kalla mig mjóvaxinn, og ég er frek- ar dökkur yfirlitum, en ég blygðast mín ekkert fyrir það, að langalang-amma mín var Hindúi. Þrátt fyrir það kæri ég mig ekkert um, að því nær ókunnugir menn sjái það eða séu að hnýsast í það. Mér var því ekkert um Pyecraft frá því fyrsta. En hann hafði aðeins talað um mig til þess að geta leitt talið að sjálfum sér. — Ég býst við, að þér hreyfið yður meira en ég, og ef til vill étið þér engu minna, sagði hann. Eins og allir ístrubelgir, gerði hann sér í hugarlund, að hann æti svo að segja ekk- ert. — En samt sem áður, hélt hann áfram og brosti með sjálfum sér, þá erum við nú talsvert ólíkir. Og því næst fór hann að tala um ístr- una, hann ræddi fram og aftur um ístruna á sér, um allt, sem hann gerði til þess að eyða henni, um allt, sem hann hefði í hyggju að gera til þess að verða grennri, hvað aðrir hefðu ráðlagt honum við ístr- unni, og hvað aðrir ístrubelgir hefðu gert við sinni ístru. — Maður skildi halda, sagði hann, að það sé hægt að koma í veg fyrir þetta með matarskömmtun og lyfjum. Þetta var andlaust tal, leiðindaþvaður. Ég fékk klígju af að hlusta á hann. Það er hægt að þola slíkt í klúbb um stundarsakir. En er fram í sótti fann ég, að það fór að verða nokkuð mikið af því góða. Hann var hvarvetna á hælunum á mér. Kæmi ég inn í reyksalinn, brást það ekki, að hann kom vaggandi á móti mér, og stundum sveimaði hann í kring um mig, á meðan ég var að borða. Stundum virt- ist hann hvergi geta verið nema þar, sem ég var. Hann var óþolandi, og það bitnaði mest á mér. Og frá því fyrsta var eitt- hvað í látbragði hans, rétt eins og hann vissi eitthvað, alveg eins og hann væri að leita að þeim möguleika hjá mér, sem hvergi væri annarsstaðar. — Ég myndi allt til vinna, sagði hann stundum. Ég myndi ganga út í eld og vatn, ef ég gæti létt af mér einhverju af þessu spiki. Svo starði hann á mig yfir slapandi kinnaflykkin og svelgdist á andrúmsloft- inu. Vesalings gamli Pyecraft! Nú hringir hann, vafalaust til þess að biðja um aðra tröllaköku. Dag nokkurn komst hann loksins að efn- inu. — Lyfjavísindin okkar, sagði hann, lyf jafræðin hérna á Vesturlöndum er langt frá því að vera fullkomnasta lyfjafræðin. Mér hefir verið sagt, að í Austurlöndum -----. Hann þagnaði allt í einu og starði á mig. Það var rétt eins og hann væri að virða fyrir sér skepnu í dýragarði. Skyndilega varð ég reiður við hann. — Nei, heyrið þér mig nú, sagði ég. Hver hefir sagt yður frá uppskriftum hennar langalangömmu minnar? Hann muldraði eitthvað, en færðist und- an að svara. — I sérhvert skipti og við höfum hitzt í meira en viku, sagði ég, og það hefir nú verið býsna oft, þá hafið þér verið að narta utan í og ympra á þessu leyndarmáli mínu. — Jæja þá, sagði hann. Fyrst svona er, þá er bezt að ég viðurkenni það, já, ég komst að því------------ — Hjá Pattison? — Já, óbeinlínis hjá honum, sagði hann, en ég held, að hann hafi ekki sagt satt. — Pattison, sagði ég, tók inn meðalið upp á sína eigin ábyrgð. Pyecraft herpti saman varirnar og hneigði sig. — Uppskriftir langalangömmu minnar þurfa einkennilegrar meðferðar með. Faðir minn hafði nærri því tekið af mér loforð um að----------- — En hann gerði það ekki? — Nei, en hann aðvaraði mig. Einu sinni notaði hann sjálfur eina þeirra. — Einmitt það, já, — — — En þér haldið þó ekki?-----------En segjum nú svo, að til sé maður, sem----------- — Þessar uppskriftir eru alveg sérstæð og einkennileg gögn. Jafnvel lyktin af þeim! sagði ég. En eftir að Pyecraft hafði komizt þetta á rekspöl með mig, var hann ákveðinn að láta mig ekki sleppa við svo búið. Ég var stöðugt smeykur um, að ef ég reyndi um of á þolinmæði hans, myndi hann einn góð- an veðurdag hlamma sér niður á mig og fletja mig út. Ég get hreinlega kannast við, að ég var ístöðulítill. En ég var einnig orðinn dauðleiður á honum. Ég var farinn að bera þann hug til hans, að mér lá næst að segja við hann: — Jæja, látið þá skeika að sköpuðu! Þetta með Pattison, sem ég hefi laus- lega drepið á, var með allt öðrum hætti. Hvað það var, skiptir engu máli nú. En hvað sem öðru líður, þá vissi ég að upp- skriftin, sem ég notaði þá, var óyggjandi. Hvað á eftir fór, er mér lítt kunnugt. Yfir- leitt lá mér næst að halda að þetta væri ekki með öllu hættulaust. En ef ég byrlaði nú Pyecraft eitur! Ég varð að játa, að mér fannst býsna mikið í fang færst að bana Pyecraft á eitri. Um kvöldið tók ég fram úr peninga- skápnum hið einkennilega ilmviðarskrín og fletti þessu skrjáfandi skinnhandriti. Sá, sem hefir ritað þessar uppskriftir fyrir langalangömmu mína, hefir auðsjáanlega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.