Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 25

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 25
Nr. 6, 1938 VIKAN 25 Séð gegnum skráargatid. Barnasaga eftir Caja Boesen. EIGINLEGA hófust jólin 1. desember. Börnin vissu það og voru alveg eirð- arlaus, þangað til mamma þeirra kom inn í barnaherbergið með jólabjöll- una og bókina. — Mamma, hvernig á bandið í bjöllunni að vera á litin núna? — Mamma, má ég hengja hana upp? Ég næ vel, bara ef ég tylli mér á tá. — Mamma, er það alveg satt, að jólin séu að koma? Móðir þeirra brosti góðlátlega. Síðan sótti hún öskjuna með bandhnyklunum. Á hverju ári var sett nýtt band í bjölluna. — Nú koma jólin bráðum, sagði litla stúlkan hlæjandi. — Eftir tuttugu og f jóra daga. Ó, mamma, heldur þú að ég fái sleðann ? — Lólate, sagði litli snáðinn. Hann var að byrja að tala og mundi ekkert eftir jólunum í fyrra, en hermdi aðeins eftir eldri stystkinunum. Mamma þeirra var setzt og búin að opna bókina. Það var sagan um „Jólin hans Péturs litla“. Hún var lesin í rökkrinu á hverjum einasta degi frá því að jólabjallan var hengd upp í barnaherberginu og þang- að til á aðfangadagskvöld. Og þó börnin kynnu hvert einasta orð utan að, þá vildu þau um fram allt heyra hana aftur og aftur. — Nú finnst mér gaman .... las móðir þeirra. Rödd hennar var svo hlý og lifandi, að börn- unum fannst reglu- lega gaman. Enginn gat lesið eins og mamma. Og þegar hún kom þar að, er Anders fór að kaupa jólagjafirnar, höll- uðu börnin ljósu kollunum að henni. — 0, ég má fara með þér, mamma? — Mamma, nú má ég fara fyrst. — Mig, æpti litli snáðinn, sem hafði þó enga hugmynd um, hvað verið var að tala. Stúlkan fékk að fara fyrst, og dreng- urinn varð að sætta sig við að bíða til Vísarnir þokast ekkert áfram, sagði litla stúlkan. 0 TTSO Þarna stóð jólatréo í allri sinni dýrð og beið þess, að börnin dönsuðu í kring um sig. til morguns. — Mamma kyssti litla snáðann, og þá var hann ánægður . . . Það var alveg eins og loftið í barnherberginu hefði breytzt. — Börnunum kom aldrei illa saman, og á hverjum degi gerðust ný æfintýri. — Jóla- trésskrautið, sem var í stórum, ryk- ugum öskjum uppi á háalofti, var lagfært og hengt upp á band, svo að börnin gætu dáðst al- mennilega að því. Svo voru pabbi og mamma líka farin að tala skringilega við borðið. Þetta var allt svo gaman. Börnin hlustuðu og reyndu að geta, en pabbi og mamma hlóu að ákafa þeirra. Síðustu kvöldin varð litla stúlkan að sitja og snúa bakinu í borðið í barnaher- berginu, meðan hún var að ljúka við vasa- klútinn, sem hún ætlaði að gefa mömmu sinni. Snéri hún bakinu í borðið, gat móðir hennar alls ekki séð, hvað hún var að gera. En það bezta við mömmu var, hvað hún gleymdi öllu fljótt. Drengurinn átti svo bágt með að þegja. Hann gat varla þagað yfir leyndarmáli. Hann var búinn að sýna mömmu öskjuna, sem hann ætlaði að gefa henni. Mamma hafði dáðst að henni, en svo iðraðist hann eftir að hafa sýnt henni öskjuna, og lýsti því yfir klökkur, að hann hefði ekki hugmynd um, hvernig hann ætti að komast yfir nýja jólagjöf handa henni. Þá sagðist mamma hafa steingleymt, hvað væri í öskjunni. Hún hefði svo mikið að gera, og — jú annars, var það ekki eitt- hvað stórt, kringlótt og mjúkt, sem sagði ,,rab-rab“. Drengurinn fór að hlæja, og daginn eft- ir var mamma búin að steingleyma því, að hann hefði sýnt henni nokkuð . . . 0, ætluðu jólin aldrei að koma . . . Fyrst þurfti að baka, síðan kom hangi- kjötið frá Ölafi frænda, og síðast fengu þau jólafríið í skólanum . . . Sjálfur aðfangadagurinn var hræðilega lengi að líða . . . — Vísamir þokast ekkert áfram, sagði litla stúlkan. Systkinin sátu í neðsta

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.