Vikan - 07.09.1939, Qupperneq 7
Nr. 36, 1939
V IK A N
7
Mynd eins og þessi er emmg synd á heimssýningunni. Þetta er mynd af glasi úr opinberu veitingahúsi. Glasið er skolað og þvegið, en ekki soðið.
skjálfa um stund, stökkva síðan skyndi-
lega fram og taka að skjálfa á ný.
Hér sést einnig hjarta dafníunnar slá og
Klukkudýr eru eins og jurtir. Þau skjóta frá sér
stórum frymisþráðum, er festast við aðrar verur.
Nefdýrum er gefin önnur dýr í gegnum þunna
glerpípu. Þau ráðast strax á bráðina og gleypa.
Dr. George Roemmert, sem fann upp smálífsjána, sem stækkar tvö þúsund sinnum.
ófædda afkvæmið. Annað smádýr með
svanaháls sést synda á milli lítilla plantna.
Flagellatar, sem hreyfast í sífellu með
löngum svifhárum. Hjóldýrin melta fæð-
una fyrir augunum á manni. En skemmti-
legast af öllu er samt að sjá skolpdýrin,
sem taka skyndilega að skipta sér í tvo
hluta, og lifa báðir, nákvæmlega eins og
ekkert hafi í skorizt.
Allar þessar verur lifa venjulega í kyrru
vatni, en þangað sækir dr. Roemmert þær
og skiptir þeim. Hann verður að sjá um,
að hitinn sé tempraður og fæðan sé góð.
Agnarlítið plöntuefni er venjulega máltíð-
in. Gegnsæju dýrunum er oft gefið litar-
efni, svo að hægt sé að fylgjast með starf-
semi þeirra.
Á sýningunni er sýnt, hvernig litlu ver-
urnar borða. Síðan koma stærri verur, sem
háma þær litlu í sig. En samt er stórkost-
legast, þegar dr. Roemmert kemur með
lampann, sem sendir útfjólubláu geislana
frá sér, og drepa allar bakteríur, sem þeir
skína á.