Vikan


Vikan - 12.10.1939, Page 9

Vikan - 12.10.1939, Page 9
Nr. 41, 1939 VIKAN 9 Anton Tchekov: Skólastjórinn. Fyodor Lukitch Sysow, skólastjóri verksmiðjuskólans, sem rekinn var á kostnað Kulikin-firmans, var að búa sig undir veizluna, sem skólanefndin hélt á hverju ári eftir prófið. Þangað var boðið eftirlitsmanni gagnfræðaskólanna, öllum, sem starfað höfðu við prófið og öllum deildarstjórum og verkstjórum við verksmiðjuna. Þetta voru alltaf góðar og skemmtilegar veizlur, og gestirnir sátu þær lengi. Þeir gleymdu allri stéttaskiptingu, og minntust aðeins lofsverðra starfa sinna, átu fylh sína, drukku glaðlega, og mösuðu saman, þangað til þeir voru orðnir hásir. Síðan skildu þeir seint um kvöldið, og ætl- uðu að æra allt verksmiðjuhverfið með söng sínum og rembingskossum. Sysow hafði tekið þátt í þrettán slíkum veizlum, því svo mörg ár hafði hann veitt verk- smiðjuskólanum forstöðu. Nú, er hann var að búa sig undir hina fjórtándu, reyndi hann að líta eins hátíð- lega og snyrtilega út og mögulegt var. Hann hafði verið heila klukkustund að bursta nýju, svörtu fötin sín, og næstum því eins lengi fyrir framan spegihnn að klæða sig í nýtízku skyrtu. Skyrtuhnapp- arnir vildu ekki ganga inn í hnappagötin, og það varð til þess, að hann hellti sann- kölluðu flóði af umkvörtunum, ógnunum og ásökunum yfir konu sína. Veslings konan hringsólaði í kringum hann og var orðin alveg uppgefin. Að lok- um var hann reyndar einnig orðinn dauð- þreyttur. Þegar gljáfægðir skórnir hans voru færðir honum utan úr eldhúsinu, hafði hann ekki krafta til að setja þá á sig. Hann varð að leggjast niður og fá sér glas af vatni. — En hvað þú ert orðinn máttfarinn! andvarpaði kona hans. — Þú ættir alls ekki að fara í þessa veizlu. — Engar ráðleggingar! Skólastjórinn greip reiðilega fram í fyrir henni. Hann var í mjög slæmu skapi, því hann hafði verið afar óánægður með síðustu prófin. Prófin höfðu gengið ágætlega. Alhr drengirnir í efra bekknum höfðu fengið skírteini og verðlaun, og bæði verksmiðju- stjórarnir og embættismenn stjórnarinnar voru ánægðir með árangurinn; en það var skólastjóranum ekki nóg. Honum gramd- ist, að Babkin, drengur, sem aldrei gerði villur í réttritun, hafði gert þrjár villur, er hann skrifaði eftir upþlestri. Annar dreng- ur, Sergeyev, hafði verið svo æstur, að hann mundi ekki, hve sautján sinnum þrettán var mikið. Eftirlitsmaðurinn, sem var ungur og óreyndur, hafði valið erfiða grein til upplesturs, og Lyapunov, skóla- stjóri við nágrannaskóla, sem eftirlitsmað- urinn hafði fengið til að lesa upp, hafði ekki breytt eins og góður félagi, heldur hafði hann blátt áfram gleypt orðin, og ekki borið þau fram eins og þau voru skrifuð. Þegar hann hafði sett á sig skóna, með hjálp konu sinnar, og skoðað sig einu sinni í speghnum, tók hann kvistótta stafinn sinn, og hélt af stað til veizlunnar. Rétt fyrir framan hús verksmiðjustjórans, kom dálítið óhapp fyrir hann. Hann fékk ákafa hóstakviðu. — — Húfan fauk af höfði hans, og hann missti stafinn úr hendinni, og þegar eftirlitsmaðurinn og kennararnir heyrðu hóstann og hlupu út, sat hann í neðsta stigaþrepinu, í einu' svitabaði. — Fyodor Lukitch, eruð það þér? sagði eftirlitsmaðurinn, undrandi. — Þér------- eruð kominn? — Hvers vegna ekki? — Þér ættuð að vera heima, kæri vinur. Þér eruð alls ekki frískur í dag. — Ég er alveg eins í dag og ég var í gær. En ef þér óskið ekki eftir návist minni, þá get ég farið aftur. — Ó, Fyodor Lukitch, svona megið þér ekki tala! Gjörið þér svo vel að koma inn. Samsætið er líka eiginlega yður til heið- urs, ekki okkur. Og við erum himinlifandi yfir að sjá yður. Auðvitað erum við það! Inni var allt tilbúið fyrir veizluna. I stóra borðsalnum, sem var skreyttur þýzkum olíumálverkum, og angaði af blómum og fernis, voru tvö borð. Annað stærra fyrir borðhaldið, og hitt minna fyrir auka- bitana. Heitt dagsljósið skein dauft í gegn um gluggatjöldin, sem dregin voru niður. Hálfrökkrið í salnum, svissnesku lands- lagsmyndirnar á gluggatjöldunum, blómin, þunnar pylsusneiðar á diskunum, aht hafði einfaldlega hátíðlegan svip, og átti vel við húsbóndann, sem var glaðlyndur, lítill Þjóðverji, með kúlumaga, og vingjarnleg, lítil augu. Adolf Andreyitch Bruni var nafn hans. Hann hringsólaði í kringum borðið með aukabitunum, eins og það væri logandi hús, fyllti vínglösin, hlóð á disk- ana, og reyndi á allan hátt að gera sig þægilegan, skemmta og sýna vinarhug sinn. Hann sló á axlirnar á mönnum, rýndi í augu þeirra, hló, neri saman höndunum, og var yfirleitt eins fleðulegur og vin- gjarnlegur hundur. — Hvern sé ég? Fyodor Lukitch! sagði hann með rykkjóttri rödd, er hann sá Sy- sow. — Fyrirtak! Þér hafið komið, þrátt fyrir veikindi yðar. Herrar mínir, má ég óska ykkur til hamingju, Fyodor Lukitch er kominn! Skólakennararnir voru farnir að þyrp- ast í kringum borðið og fá sér aukabita. Sysow hleypti brúnum; honum sárnaði, að stéttarbræður hans skyldu hafa byrjað að borða og drekka án þess að bíða eftir hon- um. Á meðal þeirra sá hann Lyapunov, þann, sem lesið hafði upp við prófið. Hann gekk til hans og byrjaði: — Þetta var ekki að breyta eins og góð- ur félagi! Nei, alls ekki! Enginn heiðvirð- ur maður les þannig upp. — Guð minn góður, þér eruð enn þá að nöldra um það! sagði Lyapunov og ygldi sig. — Eruð þér ekki orðinn þreyttur á því ? — Já, enn þá að nöldra um það! Hann Babkin minn hefir aldrei gert villur. Ég veit, hvers vegna þér lásuð svona upp. Þér ætluðuð bara að láta nemendur mína falla, svo að yðar skóli virtist betri en minn. Ég veit allt um það--------! — Hvers vegna eruð þér að reyna að koma illindum af stað? hvæsti Lyapunov. — Hvem djöfulinn eruð þér að ásækja mig. — Hlustið á mig, herrar mínir, greip eftirlitsmaðurinn fram í og gretti sig vand- ræðalega. — Borgar það sig að verða svo æstur út af smámunum ? Þrjár villur .. . engin villa .. . skiptir það nokkru máli ? — Já, það skiptir máli. Babkin hefir aldrei gert villur. — Hann vill ekki hætta, hélt Lyapunov áfram, og fussaði ergilega. — Hann notar aðstöðu sína sem sjúklingur, og gerir okk- ur öllum lífið óbærilegt. En, herra minn, ég ætla ekkert tillit að taka til þess, að þér eruð veikur. — Látið veikindi mín eiga sig! hrópaði Sysow, reiðilega. — Hvað koma þau yður við? Þið gerið ekki annað en að endur- taka þetta við mig: veikindi! veikindi! veikindi! ... Eins og ég þarfnist meðaumk- unar ykkar! En hvar hafið þið annars fengið þá hugmynd, að ég sé veikur? Ég var veikur fyrir prófið, það er satt, en nú er ég alveg búinn að ná mér, það er ekkert eftir af því nema slappleiki. — Hafið þér fengið heilsuna aftur, ætt- uð þér að þakka guði, sagði kristindóms- kennarinn, Faðir Nikolay, ungur prestur í spjátrungslegum, brúnum kufli, og með skálmarnar utan yfir stígvélunum. — Þér ættuð að gleðjast, en í stað þess eruð þér skapvondur og þar fram eftir götunum. — Þér eruð líka laglegur peyi, greip Sysow fram í fyrir honum. — Spurningar eiga að vera blátt áfram og auðskildar, en þér töluðuð alltaf í gáturii. Það mega menn ekki gera. I sameiningu tókst þeim að sefa hann og fá hann til að setjast til borðs. Hann var lengi að ákveða, hváð hann ætti að drekka, og gretti sig, þegar hann drakk eitt glas af einhverjum, grænum líkjör. Síðan fékk hann sér bita af skorpusteik, og tók innan úr henni egg með lauki, ön- ugur á svip. Við fyrsta munnbitann fannst honum ekkert salt vera í því. Hann stráði salti á það og ýtti því samstundis frá sér

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.