Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 1

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 1
Nr. 46, 13. nóvember 1941 ^VIKAN íu ¦ IIIIIKIIIIIIIIIIIIlllllllll....... Illlllllllllllllllllllllllll.........Illlllllllll l<.......IIIIIKII......I.....MllliillllllllllllllllllllllUK.....Illllll......IIIIIIIMIIIIIlll)IMIIIIII>lltllllllllllllllllllltllllllllltllllLIIII>l»ll)IIIIHMIIIIIIIIIIU)IU0 Orustan um Atlantshafið $«M^^ *... mmm %imm$i ¦ MltllllMIMM.....IMIMIMllMI IH'I"............. .......Mll........I.....Illlllllllllllllllllilllllll Athyglisvert við styrjöld þá, sem nú geisar, eru hin glöggu þáttoskipti hennar. Orustan um'Frakkland — orustan um Miðjarðarhafið — orustan um Bngland — orustan um Bússland — orustan um Atlantshafið. Þetta eru skilgreiningar, sem hljóma aftur og aftur í styrjaldarfregnum striðs- þjóðanna. Orustur þessar hafa tekið við hver af annari, náð hámarki sinu með ósigri eða f jarað út í bili. Orustan um Atlantshafið hefir þó í þessu efni nokkra sérstöðu. Hun fyllir að jafnaði ekki forsíður heimsblaðanna, nema þegar forraðamönu- um stórþjóðanna þykir tilhlýðilegt að gefa út yfirlýsingar um mikilvægi hennar. Þegar Churchill lýsir því yfir, að orustan um Atlantshafið ráði úrslitum styrjaldarinnar, þegar Bandarikin hernema Island og Boosevelt ¦egir, að Island sé þýðingarmesti útvörður Bandaríkjanna í Atlantshafi og þegar Churchill og Boosevelt mæla sér mót „einhvers staðar á Atlants- hafi", beinast aUra hugir að þessum viðáttumikla orustuvelli, og mönnunf verður ljóst, hvaða örlög úrslitin þar bera í skauti sínu. En von braðar kafnár þetta aftur í fyrirferðarmiklum fregnum af orustuvöllunum í austri og suðri — orustan um Atlantshafið gleymist. En baráttan heldur þó sleitulaust áfram. Fra þvi styrjöldin hófst hefir hún haldið afram þrot- Iaust og fært út svið sitt stig af stigi. Hún hefst með kafbátahernaðinum i kringum strendur Englands og færir út svið sitt við hernám Noregs og siðar Færeyjar og Islands. Þegar Þjóðverjar víkkuðu hafnbannssvæði sitt út fyrir strendur fslands, allt til Grænlands og Bandarikin settu hér her á land, hefst nýr þáttur í orustunni um Atlantshafið. Fra þeim tima eru Bandarikjamenn raunverulegir þátt- takendur í þessari orustu, þó að af þeirrl ^^^^^^^^^^^^^^^^^^M þátttöku berist ekki fréttir.nema þegar ^^«" ^^H svo ">er *" að lloti Bandaríkjanna verð- ur fyrir tjóni. Bergmal þessarar orustu berst að jafnaði ekkl til okkar, djúp hafsins geymir oftast sögu þeirra einvigja, sem þar eru háð. Þó fá öll slik einvígi ekki jafn sorglegan endi. Hér birtast myndir af tveim sbkum. Efri myndin er af kaf- bát, sem orðið hefir að lúta í lægra haldi fyrir flugvél og neyðst til að koma upp á yfirborðið. Flugvélin hélt vörð yfir kaf- bátnum þangað tU skip komu á vett- vang. Einvígi sem þetta er eins dæmi f hernaðarsögunni. Hin myndin er af þýzkri flugvél, sem skotin var niður yfir Atlantshafi, í sömu svifum og hún bjóst til að gera árás á brezka skipalest. Örin sýnir flugfmennina vera að synda að björgunarflekanum. Það var brezk flugvél, sem skaut hana niður. Ekkert mannfall varð í þessum euivigjum. 'lllllHllllllllllllllllllllllllllltlllMllllllllllllMlllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllll^llllllllllllltlllllll^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.