Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 46, 1941
VIKAN, nr. 46, 1941
Pósturinn i Ung kvikmyndastJarna- Undralandið Kína.
__.____________________I ^l ^:-:^:^::::-:::::::::::::;::*"*:::^
NÝ FBAMHALÐSSAGA.
„Cocktail"-stúlkunni er lokið í
þessu blaði. 1 næsta blaði hefst ný
framhaldssaga, mjög viðburðarík og
skemmtileg. Hún grípur mann f östum
tökum strax í fyrstu málsgreininfii,
sumar höfuðpersónurnar eru mjög
leyndardómsfullar, óvæntir atburðir
gerast hver á fætur öðrum, en ástin
skipar veglegan sess í allri frásögn-
inni og því betur sem meir líður á
söguna. Saga þessi heitir „Bréf
drottningarinnar" og mun
mörgum lesendum blaðsins þykja hún ¦
bezta sagan, sem í því hefir birzt.
FYLGIBLAB VIKLNNAB.
Með þessu blaði fá Iesendurnir auk-
reitis sérstakt fylgiblað. Er það úr
myndaflokkinum „Maggi og Baggi",
sem lesendum er að nokkru kunnur
úr blaðinu. Mun verða reynt að láta
fylgiritið koma við og við með Vik-
unni og er ekki að efa, að þessi ný-
breytni mun þykja hin ágætasta
sending.
Kæra Vika!
Ég get aldrei haft lag, en heyri,
hvort rétt er farið með lögin eða
ekki. Get ég lært að syngja og spila
á gitar? Getur þú ráðlagt vinstúlku
minni nokkuð við hárroti?
S. H. 12 ára.
Svar: Þú getur eflaust lært að
spiia á gítar og reynandi væri að vita,
hvort þú gætir ekki náð lagi, ef ein-
hver lagviss syngur með þér. Við-
víkjandi hárrotinu er gott að nudda
bómoliu inn í hársvörðinn að kvöldi,
láta hana liggja i yfir nóttina og þvo
hárið síðan. Það er einnig gott að
bursta hárið með stífum bursta.
1
Patricia Marie Barker brosir ánægð
eftir að hafa skrifað undir samning
við kvikmyndafélag I Hollywood. Hún
á að fara frá Chicago til Hollywood
og leika lítinn dreng í kvikmynd þar.
Kæra vika.
Getur þú sagt mér, hvað ég á að
gera til að fá ljóst hár ? Kolbrún.
Svar: Reynið að þvo hárið upp úr
„kamillutei".
Kæra Vika.
Gætir þú sagt mér, hvað ég ætti
að vega; ég er 167 cm. á hæð og
sterkbyggð? Og hvaða ráð gefur þú
við þunnu hári? Ég er með brúnt
hár og ljósan hörundslit. Hvaða litir
klæða mig? Stína.
Svar: Þér ættuð að vega um 55—
60 kg. Gott er að bursta hárið með
stífum bursta og bera bómolíu i það
og láta það liggja eina nótt. Bláir,
brúnir og grænir litir klæða yður
sjálfsagt vel.
ísafoldarprentsmiðja lætur
hendur standa fram úr ermum,
eins og fyrri daginn, hvað út-
gáfu valdra bóka snertir. Og frá
henni kemur ekki ein í einu
heldur 4—6 bækur, f jölbreyttar
'að efni. Verður þeirra flestra
getið hér í blaðinu. Að þessu
sinni skal aðeins minnst á eina
þeirra: „Kína. Æfintýralandið",
eftir Oddnýju E. Sen. Hún er
landskunn vegna skrifa sinna
um Kína. Fyrirlestra hefir hún
og haldið um sama efni og kom-
ið á fót merkilegri sýningu. Hún
er gift Kmverja og hefir í mörg
ár verið búsett í Kína. Er bók
þessi hin fegursta að útliti og
prýdd ágætum myndum. Og þar
að auki eru í bókinni „Gamlar
dæmisögur kínverskar", sem
maður frúarinnar hefir þýtt á
ensku, en Kristján Friðriksson
snúið á íslenzku. Islendingar
munu fagna því að fá fróðleik
um þessa ævafornu menningar-
þjóð gefinn út í svona snyrtileg-
um búningi.
er að ganga vel frá henni á allan
hátt, hvað efnismeðferð, stíl og
greinamerkjasetning snertir.
Svar til J. G. I., Isafirði: Það er
reynandi að senda söguna, þegar húið
Prentvillur í kvæði Huldu.
Tvær prentvillur höfðu slæðzt inn í
annað erindið í kvæðinu „1 Grísa-
tungum", sem birt var í síðasta blaði.
1 annarri línu átti að vera hermir í
stað „hremmir" og í fjórðu linu álfta,
en var „álfa".
FYRST
— og síðast
y&áim,
Hvao vitid þér
um framtið ydar?
Svarið fáið þér með því að
kaupa bókina: „Stjörnu-
spáin" eftir hinn heims-
fræga enska stjörnuspá-
mann R. H. Naylor. —
Fæst hjá bóksölum.
Erla og
unnustinn.
Oddur: Ég er hamingjusamur maður. Erla hefir boðið mér að
borða kvöldverð heima hjá sér í kvöld. Þetta er í þriðja skiptið í
þessari viku. Ég spara stórfé á þessu.
Kári: Já, þú ert heppinn! Allt, sem unnustan mín hugsar um, er
að borða á veitingahúsum. Þess á milli hugsar hún ekkert.
Oddur: Það var gott að hún bauð mér, því að ég
á aðeins tíu krónur til að lifa af, það sem eftir er
vikunnar. Vertu blessaður, Kári.
Oddur: Ó, Erla mín, þú ert hreinasta perla!
Það væri ómögulegt að fá svona góðan mat á
nokkru veitingahúsi í borginni.
Erla: Fyrirgefðu, vinur, það er einhver að
hringja dyrabjöllunni;
Erla: Oddur, þetta er hún María frænka.
Frænkan: Ó, þetta var ágætt. Hann lítur út fyrir að vera
svo göfuglyndur og hjartagóður. Ég er sannfærð um, að
hann kaupir að minnsta kosti tvo miða á góðgerðarstarf-
semisbazarinn okkar. Þeir kosta fimm krónur hvor.
Oddur: Peningaþjófar! Nú
einu sinni tuttugu aura til
heim í strætisvagni.
á ég ekki
að komast
Htgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.