Vikan


Vikan - 13.11.1941, Qupperneq 2

Vikan - 13.11.1941, Qupperneq 2
VIKAN, nr. 46, 1941 VIKAN, nr. 46, 1941 Pósturinn [~^ NÝ FRAMHALDSSAGA. „Cocktail“-stúlkunni er lokið í þessu blaði. 1 næsta blaði hefst ný frainhaldssajfa, mjög viðburðarík og skemmtileg. Hún grípur mann föstum tökum strax í fyrstu málsgreininui, sumar höfuðpersónurnar eru mjög leyndardómsfullar, óvæntir atburðir gerast hver á fætur öðrum, en ástin skipar veglegan sess í allri frásögn- inni og því betur sem meir líður á söguna. Saga þessi heitir „ B r é f drottningarinnar" og mun mörgum lesendum blaðsins þykja hún <■ bezta sagan, sem í því hefir birzt. FYLGIBLAÐ VIKUNNAU. i>Ieð þessu blaði fá lesendurnir auk- reitis sérstakt fylgiblað. Er það úr myndaflokkinum „Maggi og Raggi“, sem lesendum er að nokkru kunnur úr blaðinu. Mun verða reynt að láta fylgiritið koma við og við með Vik- unni og er ekki að efa, að þessi ný- breytni mun þykja hin ágætasta sending. Kæra Vika! Ég get aldrei haft Iag, en heyri, hvort rétt er farið með lögin eða ekki. Get ég iært að syngja og spila á gítar ? Getur þú ráðlagt vinstúlku minni nokkuð við hárroti? S. H. 12 ára. Svar: Þú getur eflaust lært að spila á gítar og reynandi væri að vita, hvort þú gætir ekki náð lagi, ef ein- hver lagviss syngur með þér. Við- víkjandi hárrotinu er gott að nudda bómoliu inn í hársvörðinn að kvöldi, láta-hana liggja i yfir nóttina og þvo hárið síðan. Það er einnig gott að bursta hárið með stífum bursta. Ung kvikmyndastjarna. Patricia Marie Barker brosir ánægð eftir að hafa skrifað undir samning við kvikmyndafélag í Hollywood. Hún á að fara frá Chicago til Hollywood og leika litinn dreng í kvikmynd þar. Kæra vika. Getur þú sagt mér, hvað ég á að gera til að fá ljóst hár ? Kolbrún. Svar: Reynið að þvo hárið upp úr „kamillutei". Kæra Vika. Gætir þú sagt mér, hvað ég ætti að vega; ég er 167 cm. á hæð og sterkbyggð? Og hvaða ráð gefur þú við þunnu hári ? Ég er með brúnt hár og ljósan hörundslit. Hvaða litir klæða mig ? Stína. Svar: Þér ættuð að vega um 55— 60 kg. Gott er að bursta hárið með stífum bursta og bera bómolíu í það og láta það liggja eina nótt. Bláir, brúnir og grænir litir klæða yður sjálfsagt vel. Svar til J. G. I., Isafirði: Það er reynandi að senda söguna, þegar búið Undralandið Kína. ísafoldarprentsmiðja lætur hendur standa fram úr ermum, eins og fyrri daginn, hvað út- gáfu valdra bóka snertir. Og frá henni kemur ekki ein í einu heldur 4—6 bækur, fjölbreyttar að efni. Verður þeirra flestra getið hér í blaðinu. Að þessu sinni skal aðeins minnst á eina þeirra: „Kína. Æfintýralandið“, eftir Oddnýju E. Sen. Hún er landskunn vegna skrifa sinna um Kína. Fyrirlestra hefir hún og haldið um sama efni og kom- ið á fót merkilegri sýningu. Hún er gift I^ínverja og hefir í mörg ár verið búsett í Kína. Er bók þessi hin fegursta að útliti og prýdd ágætum myndum. Og þar að auki eru í bókinni „Gamlar dæmisögur kínverskar", sem maður frúarinnar hefir þýtt á ensku, en Kristján Friðriksson snúið á íslenzku. Islendingar munu fagna því að fá fróðleik um þessa ævafornu menningar- þjóð gefinn út í svona snyrtileg- um búningi. er að ganga vel frá henni á allan hátt, hvað efnismeðferð, stíl og greinamerkjasetning snertir. Prentvilliir í kvæði Huldu. Tvær prentvillur höfðu slæðzt inn í annað erindið í kvæðinu „1 Grísa- tungum“, sem birt var í síðasta blaði. 1 annarri línu átti að vera hermir í stað „hremmir“ og í fjórðu línu álfta, en var „álfa“. FYRST — og síðast Hvað vitið þér um framtíð yðar? Svarið fáið þér með því að kaupa bókina; „Stjörnu- spáin“ eftir hinn heims- fræga enska stjörnuspá- mann R. H. Naylor. — Fæst hjá bóksölum. Erla og unnustinn. Oddur: Ég er hamingjusamur maður. Erla hefir boðið mér að borða kvöldverð heima hjá sér i kvöld. Þetta er í þriðja skiptið í þessari viku. Ég spara stórfé á þessu. Kári: Já, þú ert heppinn! Allt, sem unnustan mín hugsar um, er að borða á veitingahúsum. Þess á milli hugsar hún ekkert. Oddur: Það var gott að hún bauð mér, því að ég á aðeins tíu krónur til að lifa af, það sem eftir er vikunnar. Vertu blessaður, Kári. Oddur: Ó, Erla mín, þú ert hreinasta perla! Það væri ómögulegt að fá svona góðan mat á nokkru veitingahúsi í borginni. Erla: Fyrirgefðu, vinur, það er einhver að hringja dyrabjöllunni: Erla: Oddur, þetta er hún María frænka. Oddur: Peningaþjófar! Nú á ég ekki Frænkan: Ó, þetta var ágætt. Hann lítur út fyrir að vera einu sinni tuttugu aura til að komast svo göfuglyndur og hjartagóður. Ég er sannfærð um, að heim í strætisvagni. hann kaupir að minnsta kosti tvo miða á góðgerðarstarf- semisbazarinn okkar. Þeir kosta fimm krónur hvor. Utgefaudi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.