Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 46, 1941 i iijlc ¦ nncinni SMÁSAGA eltir VIRGINIA DALE a i itH^i i Ungfrú Price, sem hafði verið í sokka- deildinni í fjölda mörg ár, hataði konu Guy Farr. „Hvað hefir hún gert þér?" spúrði ein af stúlkunum í hanzkadeildinni. ,,Hún gæti ekkert gert mér," svaraði ungfrú Grice þungbúin á svip. „Ég tilheyri ekki hennar stétt. Ég er aðeins búðarstúlka." Allir, nema ungfrú Price, kepptust um að sjá frú Farr og einkum, ef Guy var með henni. Ungfrú Price leit aldrei við þeim. Það var samt ekki af því að frú Farr væri merkileg með sig. Hún var að vísu mjög fín og glæsileg, en alltaf mjög alúðleg við alla. Fyrst eftir að hún giftist, keypti hún alltaf sokká af ungfrú Price. En svipur ungfrú Price var alltaf eins og hún vildi segja: „Gætið þér að sjálfri yður og skiptið yður ekki af mér." Guy hafði verið heldur láus í rásinni, áður en hann kvæntist. Hann fór út með einni stúlku í dag og annari á morgun. Yfirleitt gátu stúlkurnar, sem unnu í verzl- unarhúsi föður hans, ekki kvartað undan, að hann veitti þeim ekki athygli, og hann var heldur ekki strangur húsbóndi við þær. Jafnvel enn þann dag í dag reyndu þær að fá hann tíl við sig og vildu ekki trúa, að hann hefði fundið „hina einu sönnu ást" í hjónabandinu. En hann var nú aðal- lega við verksmiðju föður síns og gaf þeim ekkert færi á sér. * „Það verður aldrei nein af stúlkunum úr búðinni, sem hreppir hann, ef hann giftir sig," hafði ungfrú Price sagt fyrir tveim- ur árum. Allir vissu, að þegar Guy Farr var ekki með einhverri búðarstúlknanna á veitingahúsum, þá var hann á skemmtisigl- ingu hjá Bar Harbor með ungfrú Farns- worth. „Hún getur borið höfuðið hátt," hafði rauðhærða búðarstúlkan einu sinni sagt. „Hún veit, að hún muni fá hann að lokum. Það er sagt, að feður þeirra hafi ákveðið það fyrir löngu." Ungfrú Price þurfti ekki annað en heyra nafnið Guy Farr nefnt, þá mundi hún eftir Molly litlu Cade. Jafnvel nú eftir tvö ár sá hún Molly fyrir sér, hvernig hún hafði grátið þann dag. „Ég gerði allt, sem ég gat fyrir hana," var ungfrú Price vön að segja við sjálfa sig. Ungar. stúlkur höguðu sér kjánalega. Ungfrú Price hafði neyðst til að senda Molly heim þann dag, því að tárin runnu viðstöðulaust niður föla vanga hennar. Ungfrú Price hafði farið til Molly um kvöldið eftir að búið var að ioka búðinni, þrátt fyrir þreytuverkina í fótunum. Molly var enn fölari en áður. Ógurlegur hiti var í herbergi hennar þennan milda ágústdag. Ungfrú Price sá, að Molly mundi ekki hafa gert neitt annað en fara í bað, síðan hún kom heim. „Hefir þú ekki borðað?" spurði hún. Molly hristi höfuðið. Hún vildi ekki viðurkenna, að hún hefði ekki þorað að fara út, ef ske kynni, að Guy hringdi á meðan. „Molly, þú hagar þér mjög barnalega. Ég veit ekki, hvers vegna mig tekur svona sárt til þín. En mér fellur svo illa, að þú skulir ekki gera þér ljóst —." „Ég veit, að þú vilt mér vel, en þú skilur mig ekki," sagði Molly aumingjalega. „Ég veit, að þú ert í stöðugum bíltúrum með Guy Farr og ert í þann veginn að eyði- leggja alla von um, að líf þitt geti orðið hamingjusamt. Hvað heldur þú, að geti orðið úr þessu milli þín og auðugs manns eins og Guy? Hann leikur sér að þér, það er allt og sumt. Reyndu að skilja það, áður en það er of seint og þú missir þennan Harry, eða hvað hann heitir." „Guy og ég ökum aðeins í bílnum, nem- um svo ef til vill staðar við lygnt vatn og borðum kvöldverð —". Molly þagnaði og óskaði, að síminn hringdi. „Molly, ' ertu sannfærð um, að hann Harry þinn viti ekki um þetta?" „Hann er ekki „Harry minn"." ' „Hann ætti að vera það! Þú skemmtir þér vel með honum, áður en Guy sá þig í búðinni, var það ekki?" „Jú, en —" „Hlustaðu nú á, Molly. Harry er af sömu stétt og þú. Hann er snotur, kurteis piltur og hefir sæmilega stöðu. Honum er þetta alvara. Þegar piltar eins og hann veita einni stúlku meiri athygli en öðrum, þá hafa þeir giftingu í huga. Ef til vill er það af því, að þeir fátæku hafa ekki tíma til að vera kærulausir. Ríkir menn eins og Guy eru öðruvísi. Hann —" „Hættu, gerðu það fyrir mig!" (Hann hafði ekki hringt í meira en viku). Ungf rú Price horf ði með samúð á Molly Cade. „Guy Farr meinar ekkert með þessu. Það er kannske erfitt fyrir þig, en það er satt." Ungfrú Price sá aiigu Molly fyllast tár- um. „Þú ert ekkert betri en hinar stúlkurn- ar, sem hann fer út með. Hann lætur ekki einu sinni sjá sig á opinberum stöðum með þér," hélt ungfrú Price áfram. „Þú ert sjálfsagt ekki nógu falleg. Hann tekur þig í búð föður síns og ekur með þig í laumi. Segir það þér ekkert? Þú veizt — og allir vita um stúlkuna í Bar Harbor." „Mér nægir, ef ég má aðeins vera með honum. Aðeins ofurlítinn tíma. Það er mér nóg." „Nei." Hún horfði á vegginn og hugsaði til herbergisins síns, sem var mjög líkt þessu herbergi. Hún þekkti daglegt líf ótal kvenna, sem unnu úti, komu dauðþreyttar heim í einmanaleg herbergi og borðuðu eitthvert snarl og þurftu svo að þvo, pressa og stoppa. „Nei," endurtók hún, „það er ekki nóg. Einhvern góðan veðurdag hættir Guy Farr að ganga fram.hjá borðinu okkar. Hann hættir að hringja, vegna þess að þú segir nei við kröfum hans. Eg vona, að þú segir nei!" Hún horfði fast á Molly Cade. „Ef þú gerir það ekki, verður hann leiður á þér á nokkrum vikum og snýr sér aftur að stúlkum úr sinni stétt. Þá verður þú búin að missa Harry. Þú neyðist til að lifa því, sem eftir er af lífinu í þessu herbergi, í stað þess að eignast gott heimili með pilti eins og Harry. „Ég elska Guy," hvíslaði Molly. „Hefir hann nokkurn tíma sagst elska þig? Hefir hann lofað þér nokkru?" „Ó, nei, nei, nei! En —" „Stóri bíllinn hefir stigið þér til höfuðs, og þú ert hrifin af Guy, af því að hann er sonur mannsins, sem á verzlunarhúsið." „Ég mundi elska hann, þótt hann ætti ekki tvo aura til eigu sinni." Ungfrú Price stóð upp. „Ég vorkenni þér, Molly. En þú verður auðvitað að gera eins og þér finnst bezt. Þó er ég sannfærð um, að þegar þú kemst að, hve rétt ég hefi fyrir mér, munt þú verða enn leiðari en fyrr." Molly reyndi að stöðva grátinn, þegar ungfrú Price var farin. Hún lá á rúminu og gat ekki trúað, að ungfrú Price hefði á réttu að standa. Hún hlustaði eftir, hvort síminn hringdi ekki, en enginn kallaði: „Sími til þín, Molly." Tvisvar var hringt og hjarta hennar tók viðbragð, en það var til einhvers annars. Hann hafði ekki hringt síðan á mánudag. Var það þá allt búið?" Hugur hennar reikaði. Hún minntist margra stunda, sem hún hafði verið með Guy. Hún fann öxl hans við öxl sína. Hún mundi eftir glaðværa hlátrinum hans, þeg- ar hann sagði: „Við lifum aðeins einu sinni." Klukkan var orðin níu, þegar Molly stóð upp og gekk út að glugganum. Hún reyndi að hugsa um Harry. Hún gerði við lykkju- fall, sem hafði komið á sokkinn hennar, og hugsaði sem svo, að ungfrú Farnsworth þyrfti áreiðanlega aldrei að gera við lykkjuföll. Síminn hringdi. Molly spratt á fætur og vonarneistinn varð að báli. Húsmóðirin kallaði: „Síminn, Molly." Molly þaut niður með sokkinn í hendinni og varð að styðja sig við vegginn, þegar hún sagði „Halló." „Halló, Molly. Þetta er Harry." Ó'" „v/. „Hvað gengur að?" Ertu þarna?" „Ég — já, ég er hér." „Það er líklega eitthvað að símanum, ég get varla heyrt til þín." „Ég -" Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.