Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 6

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 46, 1941 ,Cocktail‘ stúlkan. Stutt framhaldssaga eftir May Christie. Hann flýtti sér heim og sá þá lækni og hjúkr- unarkonu. Læknirinn sagði honum stuttur í spuna, hvernig ástatt væri fyrir konu hans, og undir þeim kringumstæðum hefði verið glæp- samlega barnalegt af henni að kasta sér af háa pallinum. Henry var bæði undrandi og særður, yfir að Virginía skyldi hafa haldið þessu leyndu fyrir honum. Honum var sagt, að það yrði að skera hana strax upp. Þetta var einkennilega æsandi dagur. Um eftirmiðdagnin birtu blöðin frásagnir um þjófn- aðinn í veizlunni í húsi Van Tyle. Blaðamenn komu þangað. 1 kvöldblöðunum kom nákvæm lýsing á drykkjuveizlunni, sem hafði staðið fram undir morgun. Þann dag kom líka fréttin um giftingu Chotty og Leftys! -Eftir því sem dagarnir liðu náði Virginia sér smátt og smátt. Þegar læknirinn kom í, sein- asta sinni til hennar, varð hann að færa henni sorglega fregn: „Sennilega getið þér aldrei átt barn héðan í frá,“ sagði hann hægt. Hún fölnaði. Hún spurði hann kvíðafull í flýti nokkurra spurninga. Það var þá satt! Allt var þetta vegna kæruleysis hennar sjálfrar. Þetta var hefndin fyrir að kasta sér svona út í þetta svokallaða samkvæmislíf — fyrir að hlusta á Júlíu — fyrir að láta þetta eigingjama fólk ná tökum á sér. Og hvað mundi Henry segja, ef hann vissi þetta? Mundi hann snúa baki við henni? Hún gat ekki fengið sjálfa sig til að segja honum það. * „Svo að þú giftist honum þá samt sem áður,“ sagði Virginía við vinkonu sína frá Kentucky, sem hafði komið til hennar fyrsta daginn, er Virginía gat tekið á móti henni eftir veikindin. „Innst inni elskaðir þú Iæfty alltaf, enda þótt þú daðraðir hræðilega mikið.“ „Áreiðanlega! Og ég vissi það ekki sjálf, fyrr en hann dró mig burtu úr veizlunni! Ó, þá man ég eftir því — Veiztu, að þeir tóku Dario fastan í morgun?“ Augu Chotty urðu kringlótt. Hún varð eins og lítið barn, sem skammast sín, á svipinn. Var það ekki hún, sem hafði fyrst komið Dario í kynni við fólkið í þessu húsj? Þetta var í raun og veru allt henni að kenna, af því að hún hafði farið að skipta sér af honum í lest- inni .... „Henry sagði mér það,“ sagði Virginía kyrr- látlega. „Ég býst við, að við getum náð ein- hverju af skartgripunum aftur. Perlumar mínar hafa þegar fundizt." Chotty sagði mjög hugsandi: „Ó, Ginny, en hvað við höfum verið heimskar!" En Virginía svaraði ekki. Það var eins og rýtingur stæði í gegnum hjarta hennar, þegar hún hugsaði um, hvað Henry hafði breytzt, síð- an þau giftust .... Hverjum var það að kenna? Var það henni að kenna? Eða honum? Eða var það kunningj- unum.á Park Avenue að kenna? Peningamál Henrys voru heldur ekki í góðu lagi. Gamall viðskiptavinur hans, Willy Krass, hafði snúið við honum bakinu, þegar hahn þurfti mest á honum að halda, og neitaði að hjálpa honum. Henry vissi ekki, hvern þátt Júlía átti í því •—• hann vissi ekki um hefndarhug Júliu. Hann lét Virginíu ekki vita neitt um þetta og hún, sem var óhamingjusöm yfir veggnum, sem hafði risið upp á milli þeirra og yfir að geta aldrei eignast börn — reyndi stöðugt að skemmta sér meira og meira til að gleyma. Hún var þekkt sem ein af fallegustu og hæfustu sam- kvæmiskonum í New York. Og þó var hjarta hennar sem eyðimörk. Hún hélt að Henry væri sér ótrúr, því að hún hafði aldrei gleymt skeytinu frá „Dolly“. Hún reyndi því að breiða yfir tilfinningar sínar með gamanyrðum og kátínu. Ef til vill hefir það verið hjartakvöl hennar, sem mýkti móður náttúru. Það var seint um haustkvöld, þegar vindurinn feykti laufinu fyrir utan gluggann, að Virginía sagði Henry hreykin frá leyndarmáli sinu. Strax næsta dag náði Henry í lækninn, sem hafði sagt, að það mundi kosta Virginíu lífið, ef hún ætti nokkurn tíma barn .... Henry var mjög órólegur yfir þessum fregnum. En ró Virginíu sefaði hann ofurlítið. Hún sagði, að jafnvel beztu læknum gæti skjátlast — að hún vissi, að nú mundi allt ganga vel. Hvað konur gátu verið undursamlegar! Hvað þær gátu verið hughraustar! Gamla ástin hans til Virginíu margfaldaðist. Nú gekk líka betur með fjármálin, enda þótt margra-milljóna draumurinn hefði leystst upp og orðið að engu. Júlia kom nú sjaldan heim til þeirra, en í stað þess reyndi hún að teyma Henry burtu frá heim- ili sínu. En hún komst ekkert með hann. Hún varð viti sínu fjær af reiði yfir því. Hún reyndi að hafa áhrif á Virginiu, sem nú mátti ekki verða æst eða áhyggjufull. En Virginía hugsaði ekki um neitt annað en það, sem í vændum var og. hvorki heyrði eða skildi það, sem Júlía var að gefa í skyn. „Mig langar til að Henry komi með mér á Listamanna-dansleikinn í Waldorf Astoria í næstu viku. Hann var alltaf vanur að fara með mér þangað. Einu sinn vorum við eins og Indíána- höfðingi og kona hans. 1 annað sinn eins og offursti og kona hans. Er þér ekki sama, þótt ég fái hann lánaðan, Virginía?" „Ef Henry vill fara, þá má hann það auðvitað. Hann er algjörlega frjáls," svaraði Virginía rólega. En Henry neitaði algjörlega að yfirgefa konu sína til að fara með Júlíu. Nú fór að kvisast meðal kunningjanna, að Júlía eyddi tímanum til einskis í að ná í Henry, og að hún gerði sjálfa slg aðeins hlægilega með því. Dag nokkurn talaði frú De Peyster Fish alvarlega við hana. „Tíminn stendur ekki kyrr, góða mín. Þú ert að fást við rangan hlut. Það er ekki rétt af þér að eyða öllum tíma þínum í kvænta menn, enda þótt ég viðurkenni að Henry sé mjög þess verður." Júlía varð æfareið, einkum af að heyra sann- leikannn og vita, að henni varð ekkert ágengt. „O, við vitum líklega öll um þennan hræðilega litla karl, Willy Krass!“ fullvissaði frú De Peyster Fish hana kuldalega. „Samband þitt við hann, er ekkert leyndarmál lengur, Júlía. Ég er einlæg vinkona þín. Ég skipti mér ekki af því, sem þú gerir, en þú ert i þann veginn að eyðjleggja alla möguleika á að giftast, væna mín!“ ‘ Júlía fór beinaleið úr ,,bridge“-boði frú De Peyster Fish til Virginíu í þeim einlæga ásetningi að særa hana og gera síðustu tilraunina til að eyðileggja hjónaband hennar og Henrys. * Klukkan var sex. Þernan sagði Júlíu að hús- móðir sín, frú Van Tyle, væri sofandi. Það mátti ekki vekja hana fyrr en um kvöldmat. „Kveikið þér þá á arninum. Ég ætla að bíða þangað til herra Van Tyle kemur heim.“ Og Júlía kveikti á lampa, púðraði sig fyrir framan stóra spegilinn, lagaði hattinn sinn, málaði á sér varirnar og settist. Hún gætti þess vel að setjast þannig, að hún væri sem glæsilegust og lampaljósið bak við hana fékk hár hennar til að skína sem gull. Henry þurfti að depla augunum tvisvar, þegar hann kom inn í hálfdimmt herbergið, áður en hann þekkti Júlíu. En hún var falleg, satt var það. Það snarkaði í eldinum — og ilmvatnið, sem Júlía notaði, þessi gamalkunni, áfengi ilmur steig honum til höfuðs. Hann settist við hliðina á henni, þegar hún hafði sagt honum að Virginía svæfi og vildi ekki láta ónáða sig strax. Hann bað stofustúlkuna að koma með „cocktaila" handa þeim. Þetta var .aðeins gestrisni. Þau spjölluðu saman. Júlía beitti öllum brögð- um. Hún notaði allt, sem hún vissi að yki á yndisþokka sinn og gæti komið henni að gagni. Var það imyndun hennar, að Henry liti háðs- lega á hana, eins og hann sæi, hvað hún væri að reyna, og hvert hún stefndi? Gerði hann gys að henni? Júlía drakk annan „cocktail". Hún hellti þeim þriðja í glasið. „Gættu þín nú, vinkona!" Hann lagði hendina aðvarandi á hendi hennar. „Heldurður ekki, að þetta sé of ört ? Ekki svo að skilja, að ég sé neinn dýrlingur sjálfur, það veiztu, en —.“ „En ég á samt einhverja taug, einhvers stað- ar í hjarta þínu enn? Er það ekki? Ég bjóst við því!“ Júlía færði sig allt í einu nær honum. Hún hélt glasi sínu uppi með annari hendi. Hún endur- tók, það sem hún hafði sagt við hann undir svipuðum kringumstæðum, skömmu áður en hann kvæntist. — „Skál fyrir kossinum, sem ég fékk ekki!“ Virginía hafði komið í silkislopp og berfætt, svo að þau heyrðu ekki til hennar, úr svefnher- berginu í gegnum bókaherbergið og stóð nú við þykku tjöldin, sem skildu bókaherbergið frá setu- stofunni. Hvorugt þeirra hafði heyrt til hennar né séð hana. Það sat kökkur í hálsinum á henni. Hjarta hennar barðist. Allt í einu sá hún inn í sál þessa falska kven- manns, sem hafði þótzt vera vinur hennar. „Hún er viti sínu fjær, hún er svo ástfangin af Henry!" sagði hún við sjálfa sig. „Hún hlýtur að hafa verið ástfangin af honum, áður en hann kvæntist mér. Hún myndi gefa allt til þess að fá hann!“ Þetta andstyggilega símskeyti, sem stóð undir „Dolly" — það og hundruð annara smámuna hafði Júlía unnið að með kostgæfni! Það var eins og nýr heimur opnaðist fyrir Virginíu, þegar hún stóð þarna og horfði á Júlíu og Henry. Ótal smámunir, sem virtust vera meinlausir höfðu í sameiningu stofnað til alls hins illa, sem komið hafði fyrir Virginíu og Henry.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.