Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 46, 1941 Lenti á flæking. Jerry McLeran, 11 ára gamall drengur, er að borða mat, sem lögreguþjónar gáfu tionum. Lögregluþjónarnir fundu hann sofandi í trjágöngum í Chicago. Hann sagðist hafa verið rekinn að heiman fyrir tveimur mánuðum, vegna þess að foreldrarnir vildu ekki hafa neitt með 3ig að gera. Nágrannar McLerans hjónanna sögðu, að þau væru flutt og ættu sjö öhnur böm og þessum dreng þeirra virtist alveg ofaukið í fjöl- skyldunni. Jerry litli eignast heimili. Hér er önnur mynd af „heimilislausa Jerry", litla drengnum, sem lögregluþjónarnir fundu í trjágöngun- um. Nú hafa Dan R. Creamer og kona hans í Chicago 'tekið dreng- • inn að sé. Þau tóku hann sér í sonar stað, þegar þau höfðu lesið í blöðunum, að foreldrar hans hefðu rekið hann að heiman, og að hann hefði sofið úti allt sumarið. Hann hlær hjartanlega. Mike McCan hlær innilega að benzínskömmt- uninni. Hestur dregur bílinn hans, og þar eð engin skömmtun er á heyi, horfir Mike björtum augum á framtíðina. Mike er leigubíl- stjóri í New York. Fálki í flughernum. Thomas McClure liðsforingi er hér með „Þrumu- fleyg", fyrsta fálkann, sem „gengur i" flugher Bandarikjanna. Það á að þjálfa „Þrumufleyg" og aðra fálka til að berjast við fallhlífar- hermenn og drepa bréfdúfur óvinanna. Bandaríkjaskip á Reykjavíkurhöfn. „Esjan er yniisfögur utan úr Reykjavík" — þessi orð verða alltaf sönn, hvernig sem veltur, hvað stríðið og „ástandið" snertir. — Hér sést Reykjavíkur- hofn í gegnum gaddavírsgirðingar. Mynd þessi hefir birzt í amerískum blöðum og segja þau, að a höfn Reykjavíkur liggi tundurspillar frá Bandaríkjunum, hinir gráu varðhundar ameríska flot- ans, sem eigi að vera útverðir Vesturálfu gegn innrás Þjóðverja. Þetta er ein af fyrstu mynd- unum frá Islandi, sem birzt hafa í amerískum blöðum, siðan Bandríkin tóku við vernd landsins. O' : \3'1 Grace Moore fær heiðursmerki. Söngkonan Grace Moore hefir fengið æðsta heiðursmerki Mexico, sem kallað er „Azteca-uglan". Henni var afhent það í New York í tilefni af ferð, er hún fór suður til Mexico. Sendiherra Mexico I BandarUcjunum, Rafael de la Colina hershöfð- ingi, afhenti henni merkiö.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.