Vikan


Vikan - 13.11.1941, Page 12

Vikan - 13.11.1941, Page 12
10 VIKAN, nr. 46, 1941 Heimilið Matseðillinn. Drottningarsúpa. 100 gr. sagógrjón. iy2 1. kjöt- soð. 1 1. vatn. Péturselja. Selju- rót. 4 matskeiðar tómatsósa. Grjónin eru sett í pott ásamt soð- inu, vatninu, péturseljunni og selju- rótinni og látið sjóða við hægan hita í eina klukkustund. Veiðið froðuna ofan af, svo að súpan verði tær. Súp- unni er hellt í annan pott og fjórar matskeiðar af tómatsósu eru settar út í. Fjórum matskeiðum af seljurót, sem hefir verið skorin niður í litla bita, velt upp úr smjöri og soðið í kjötsoði, er bætt út í. Saltað eftir smekk. Ef súpan er of þykk, má þynna hana með kjötsoði. Bússneskt buff. 750 gr. nautakjöt. 100 gr. flesk, 1 matskeið hökkuð agúrka. 4 dl. mjólk. 1 matskeið kartöflu- mjöl. Salt. Pipar. Laukur. Agúrka. 100 gr.' feiti. Kjötið er skorið niður og hakkað fjórum sinnum. Fleskið er skorið niður í litla bita og sett út í ásamt hakkaðri agúrkunni. Mjólkinni er smátt og smátt bætt í og að lokum er kartöflumjölinu og kryddinu hrært saman við. Úr deiginu eru löguð kringlótt buffstykki, sem svo eru steikt í feiti við sterkan hita. Laukur og agúrka er skorið niður, brúnað í feiti og látið ofan á buffið. Súrmjólkurbúðingur. y2 1. súr, hlaupin mjólk. 200 gr. sykur. y2 sítróna. 14 plötur matarlím. y2 1. rjómi. Romm- dropar. Ávaxtalitur. Mjólkin er þeytt með sykrinum, sitrónusafanum, rommdropunum, matarlíminu, sem hefir verið leyst upp, og rifnum sítrónuberki af ’/i af sítrónunni er bætt út í. Síðan er ávaxtalitnum og þeyttum rjómanum bætt í. Búðingnum er hellt í vætt mót. Þegar hann er orðinn stifur, er mótinu hvolft, og búðingurinn borinn fram með þeyttum rjóma eða saft- sósu. Uppskriftin nægir handa 6—8 manns. ALLT, sem þér þurfið í ljúffengustu réttina, fáið þér hjá Kjóll úr ullarefni. með stuttum ermum. Hann er rauð- brúnn með dökkblárri líningu á erm- unum, kraganum og niður með allri brúninni að framan. Hnapparnir að framan og beltið er einnig dökkblátt. Litlum vösum, sem lokaðir eru með rennilás, er komið fyrir við láréttu saumana á blússunni. Húsráð. Krana og annað, sem er úr krómi í eldhúsinu og baðherberginu, er gott að þvo úr volgu sápuvatni, þurrka það síðan vel og nudda vel yfir með mjúkum, þurrum klút. Sé þetta gert daglega, helzt það sem nýtt. Blettum, sem koma á gljáfægð borð, þegar eitthvað heitt er sett á þau, má ná með steinolíu, vinanda og línolíu. Fyrst er steinolían borin á blettinn, síðan vínandinn og að lokum línolían. Stundum er hægt að ná biettunum með kamfóruolíu. f „Mitt er pitt og pitt er mitt“.) \ \/ Eftir Dorothy E. Bradbury. \J / Kennið bömum að gera greinarmun á eigum sínmn og annarra, Lítið barn tekur allt, sem auga þess girnist, hvort sem það er rauður bolti, er það- á sjálft, eða perlufesti móðurinnar. Á þessum aldri eiga for- eldramir að kenna börnunum, hvað þau mega fá, og hvað þau mega ekki fá. Til dæmis heyrir bamið oft: „Nei, nei, Dengsi,“ þegar það seilist eftir bók í bókaskápnum. En það væri betra, ef móðir bamsins segði: „Nei, þetta er mömmu bók.“ Siðan fengi hún því aðra bók og segði: „Þetta er bókin hans Dengsa.“ Eða: „Þetta er boltinn hennar Disu, hér er þinn bolti." Þetta hjálpar barninu til að læra, hvað það á sjálft og hvað til- heyrir öðrum og ætti að endurtaka þetta, þangað til barnið í raun og veru skilur það. Til þess að skilja þetta, verður bamið sjálft að eiga eitthvað, sem það veit að tilheyrir því og engum öðmm. Það verður að eiga sín eigin föt, leikföng og bækur. Börn geta lært að gera greinarmun á þessu mjög ung. Þegar barnið hefir náð tveggja ára aldri getur það greint á milli, hvað það á sjálft og hvað önnur börn eiga. Ef barn tekur leikfang, sem leik- systkin þess eiga, þá kemst það fljótt að þeirri niðurstöðu, að það eigi þetta ekki sjálft. Og barnið lærir líka, að það verður að lána öðrum börnum sín leikföng, ef það á að fá lánuð leikföng hjá þeim. Slíkir leikir og skipti á leikföngum hjálpa til að leggja grundvöllinn að þvi, að greina á milli þess, hvað er ,,mitt“ og hvað „þitt“. Næsta skrefið er að kenna barn- inu að fara eins varlega með eign annarra eins og það ætti hana sjálft. En það er ekki hægt að neyöa börn til þess. Ef foreldramir banna barni að snerta einstaka hluti í kringum húsið, þá hlýða þau ekki af virðingu fyrir eignaréttinum, heldur er það byrjun uppreisnar. Barnið ákveður að láta hlutina eiga sig, þangað til for- eldrar þess eru horfnir úr augsýn. Foreldrar geta kennt börnum sin- um að virða eignarrétt annarra, án þess að banna þeim eða skipa þeim. Bezta ráðið er að sýna þeim það í verki. Foreldrarnir verða líka að taka fuilkomið tillit til eignarréttar barns- ins. Fullorðið fólk sýnir leiltföngum barnanna oft of mikla lítilsvirðingu. Það sýnir ekki næga virðingu fyrir barninu eða að tekið sé tillit til eigna þess, að segja því að taka þetta ,,rusl“ í burtu eða tala um „draslið" í kringum það. Álveg eins og litlu bami ætti aldrei að líðast að taka eitthvað í leyfis- leysi úr hirzlum móður sinnar, þá ættu aðrir x f jölskyldunni heldur ekki að taka eignir barnsins, án þess að biðja það um leyfi. Aðeins með þessu móti getur bamið lært að greina á milli eigna sinna og annarra og fund- ið ánægjuna af að skiptast á við aðra. Annað ráð er að rannsaka um- hverfið með börnunum. Faðir situr með tveggja ára gamalt bam og barnið verður upptekið af að skoða reykjarpípu föður síns. Eftir fáein augnablik er áhuginn fyrir reykjar- pípunni búinn og athyglin leidd að einhverju öðru. En ef faðirinn segir: „Nei, nei“ og slær á hendina á barn- inu, þá vekur hann uppreisnarþrá og forvitnin hefir ekki fengið fullnæg- ingu. En hvað er að segja um lítil börn, sém beinlínis taka hluti frá öðrum? Það ætti aldrei að láta það eins og vind um eyrun þjóta, ef börn bein- línis stela. En að hinu leytinu er hreint ekki hyggilegt að rjúka upp á nef sér og segja við barnið að það sé ,,vont“ og kalla það „þjóf“ eða láta eins og það hafi framið ófyrir- gefanlegan glæp! Slíkt barn þarf að ala upp á ný ■— og það er hægt að gera, ef foreldrarnir eru réttlátir og þolinmóðir. Við skulum athuga eina af þeim mörgu illu fyrixmyndum, sem við höf- um fyrir börnunum í hugsunarleysi og kemur þeim til að stela. Það er ekki hægt að ætlast til að fjögurra ára garnalt barn skilji, hvers vegna sagt er að það „steli", þótt það taki peninga úr buddu systur sinnar, þeg- ar það hefir séð móður sína taka peninga úr buddunni og borga kaup- manninum. Auðvitað hefir móðirin borgað systurinni aftur, en það gleymir hún að segja barninu. Þar af leiðir að bamið misskilur þetta allt saman. Foreldramir ættu að spyrja sjálfa sig: Hefi ég gert raunverulega til- raun til að kenna barninu mínu að gera greinarmun á þvi, sem það á sjálft og því, sem aðrir eiga? Veit. það, hvað er að hafa það á tilfinn- ingunni að eiga eitthvað einn? Taka meðlimir fjölskyldunnar alltaf nægi- legt tillit til eignarréttar barnanna? Einhvers staðar í svörunum við þess- um spurningum er svarið við þv\ hvers vegna börn stela. HEItDSÖLUBIRGÐIR: ÁRNI JÓNSSON, HAFNARSTR.5 REYKJAVÍlt

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.