Vikan


Vikan - 13.11.1941, Side 13

Vikan - 13.11.1941, Side 13
VIKAN, nr. 46, 1941 11 Dularfullur atburdur Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE. Poirot er frœg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögTeglumaður — hliðstæður Sherlock Holmes í sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstir fyrir uppljóstranir. „Hreinskilnin virðist vera ástríða hjá yður! Fyrst þér eruð búinn að fá þessar grillur úr yður, þá skulum við leggja af stað. Við megum engan tíma missa. Dvöl okkar í Englandi hefir verið stutt, en samt nægilega löng. Ég veit, það sem ég vil vita.“ Hann sagði þetta blátt áfram, en ég heyrði votta fyrir ógnun í rödd hans. „Samt sem áður---------,“ sagði ég, en þagnaði síðan. „Samt sem áður — eins og þér segið! Þér eruð sjálfsagt ánægður með hlutverkið, sem þér hafið á höndum núna. Ég -— ég er aðeins að hugsa um Jack Renauld.” Jack Renauld! Ég hrökk við. Ég hafði alveg gleymt þeirri hlið málsins. Jack Renauld í fangelsi með fallöxina yfirvofandi. Ég sá allt í einu skuggahlið hlutverks míns. Ég gat bjargað Dulcie —já, en ef ég gerði það, gat ég átt á hættu að senda saklausan mann í Qauðann. Ég kastaði hugsuninni frá mér með hryllingi. Það gat ekki verið. Hann hlyti að verða sýknað- ur. Það var áreiðanlegt, að hann mundi verða sýknaður! En óttinn kom aftur yfir mig. Ef hann yrði dæmdur? Hvað þá? Gat ég þá haft það á samvizkunni —- það- var hræðileg tilhugs- un! Skyldi koma að því, að ég ætti að gera upp á milli — Dulcie og Jack Renauld? Hjarta mitt neyddi mig til að bjarga ungu stúlkunni, hvað sem það kostaði sjálfan mig. En það var öðru máli að gegna, ef það sakaði einhvern annan. Hvað mundi unga stúlkan segja sjálf? Ég mundi nú, að ég hafði ekki sagt henni frá handtöku Jack Renaulds. Enn vissi hún ekki að fyrrver- andi elskhugi hennar var í fangelsi ákærður fyrir hræðilegan glæp, sem hann háfði ekki framið. Hvað mundi hún gera, þegar hún frétti það? Mundi hún láta mig bjarga lífi sínu á kostnað hans ? Hún mátti að minnsta kosti ekki gera neitt í fljótfærni. Sennilega mundi Jack Renauld verða sýknaður, enda þótt hún skipti sér ekkert af þvi. Þá var allt gott. En ef hann yrði ekki sýknaður? Þetta var hræðilegur vandi, sem ég vissi ekki, hvernig ég átti að ráða fram úr. Ég ímyndaði mér, að hún þyrfti ekki að óttast að verða dæmd til dauða. Málið leit allt öðru vísi út, hvað henni viðvék. Hún gat afsakað sig með afbrýðisemi og að alveg hafi verið gengið fram af henni. Æska hennar og fegurð mundu lika hafa áhrif á frönsku dómarana. Það breytti engu, þó að hefndin hefði komið fram við Renauld í staðinn fyrir son hans. Það var aðeins hræði- legur misskilningur. En hvað mannúðlega sem dómararnir færu með málið, þá mundi það samt verða löng fangavist fyrir hana. Nei, það varð að vernda Dulcie. En það varð líka að bjarga Jack Renauld. Ég skildi ekki, hvernig mér ætti að takast það. En ég treysti Poirot samt sem áður. Hann vissi þetta allt sam- an. Hvernig sem allt færi, þá mundi honum áreið- anlega takast að láta sýkna saklausan mann. Hann varð að gera eitthvað, þó að það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Það gat orðið erfitt, en hann varð samt að gera það. Og fyrst engan grunaði Dulcie Duveen og Jack Renauld mundi verða sýknaður, þá mundi þetta allt~ enda vel. Ég hélt áfram að endurtaka þetta með sjálf- um mér-, en óttinn náði samt heljartökum á mér. Forsaga: Miljónamæringurinn Ren- auld hefir verið myrtur. Poirot og Hastings vinná saman að rann- sókn málsins, en Giraud leynilögreglumað- ur notar aðrar starfsaðferðir. Hastings hef- ir tvisvar hitt dularfulla stúlku, sem kallar sig „Öskubusku". Mæðgur tvær, ungfrú Martha og frú Daubreuil, eru grunsamlegar, enda hefir frúin áður lent í morðmáli og hét þá frú Beroldy. Georges Conneau hafði játað það morð á sig, en hvarf af sjónar- sviðinu. Annað lík finnst nálægt bústað Renaulds. Giraud tekur Jack, son Renaulds, fastan og ákærir hann fyrir að hafa myrt föður sinn. Þegar frú Renauld sér það, fellur hún í öngvit og slær höfðinu við, svo að hún fær heilahristing. Síðan ræða Poirot og Hastings um málið. Þeir komast að þeirri niðurstöðu, að Georges Conneau og Renauld hafi verið sami maðurinn. Conneau hefir flúið til Ameríku og skipt um nafn, en komið aftur til Evrópu eftir 20 ár. Hann hittir frú Daubreuil, sem þvingar af honum fé. Hann i’áðgerir glæpinn til að sleppa. En nóttina, eftir er hann myrtur. Hastings og Poirot fara til Englands til að hafa upp á Dulcie Duveen, sem'Hastings þekkir aftur sem Öskubusku. Jack Renauld og hún höfðu verið ástfangin hvort áf öðru, áður en Jack kynntist Mörthu. Öskubuska flýr á náðir Hastings. Hann játar henni ást sína, en heldur samt, að hún sé sek og ákveður að gera allt, sem hann getur til að koma henni undan. XXIV. KAPlTULI. Bjargið honum! Um kvöldið fórum við til Frakklands og morg- uninn eftir vorum við komnir til St. Omer, þar sem Jack Renauld var í fangelsi. Poirot heim- sótti Hautet strax. Það leit ekki út fyrir, að hann hefði neitt á móti, að ég færi með, svo að ég slóst í för með honum. í þessum hræðilega glæp. Hvað hefir hann að segja sér til varnar?“ Rannsóknadómarinn varð hryggur á svipinn. „Ég skil hann ekki. Hann virðist alls ekki geta varið sig. Það hefir verið mjög erfitt að fá hann til að svara spurningum. Hann neitar aðeins að hafa framið glæpinn, en þegir annars þrjósku- lega. Ég á að yfirheyra hann aftur á morgun, ef til vill vilduð þið vera viðstaddir?” Við þáðum það með þökkum. „Mjög leiðinlegt mál,“ andvarpaði dómarinn. „Ég hefi mikla samúð með frú Renauld.” „Hvemig líður henni?“ „Hún hefir ekki komið til meðvitundar enn. Að sumu leyti er það gæfa fyrir hana, hún losnar þá við margar þjáningar. Læknarnir segja, að hún sé ekki ihættu, en verði að hafa algjöra ró, þegar hún fær meðvitund. Að því er mér skilst, þá var það eins mikið af geðshræringu eins og fall- inu, að svona fór fyrir henni. Það væri hræðilegt, ef hún missti vitið, en ég yrði ekkert undrandi yfir því.“ Hautet hallaði sér aftur á bak og hristi höfuðið sorgmæddur, eins og hann ætti alltaf von á því versta. Allt í einu sagði hann: „Mér dettur nokkuð í hug. Ég er með bréf til yðar, Poirot. Hvar lét ég það?“ Hann fór að leita i blöðum og skjölum. Að lokum fann hann bréfið og fékk Poirot það. „Mér var sent það með beiðni um að fá yður það,“ sagði hann. „En af því að þér höfðuð ekki skilið eftir neitt heimilisfang, þá gat ég ekki sent það.“ Poirot horfði forvitnislega á umslagið. Það var skrifað utan á það með skáhallri, franskri kven- hönd. Poirot opnaði bréfið ekki. Hann stakk því í vasann og stóð upp. Eftir dálitlar orðalengingar var okkur fylgt inn til rannsóknardómarans. Hann tók mjög innilega á móti okkur. „Mér var sagt, að þér hefðuð farið aftur til Englands, herra Poirot. Það gleður mig, að svo er ekki.“ „Ég skrapp þangað, en það var aðeins snögg ferð. Það var smá hliðarstökk, en ég áleit, að það væri þess virði.“ „Og var það þess virði?“ Poirot yppti öxlum. Hautet kinkaði kolli og andvarpaði. „Ég er hræddur um, að við verðum að láta í minni pokann.-Þessi kvikindislegi Giraud er and- styggilegur, en það er víst ekki hægt að neita þvi, að hann er duglegur! Það eru ekki miklar líkur til, að manni eins og honum skjátlist." „Haldið þér það ekki?“ Nú var það rannsóknardómarinn, sem yppti öxlum. „Nei, satt að segja í trúnaði sagt auðvitað — getið þér komist að nokkurri annarri niður- stöðu?“ „Já, ef ég á áð vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér margt vera óljóst enn.“ „Eins og til dæmis — —?“ En Poirot vildi ekki láta spyrja sig út úr. „Ég er ekki ennþá búinn að vinna úr athugun- um mínum,“ svaraði hann. „Ég sagði þetta bara út í bláinn. Mér leizt vel á unga manninn, og ég á bágt með að trúa, að hann eigi nokkurn þátt „Við sjáumst á morgun. Kærar þakkir fyrir vinsemd yðar og verið þér sælir.“ „Það var ekkert. Mér er ánægja að gera yður greiða. Þessir yngri leynilögreglumenn eru allir eins og Giraud — stuttir í spuna og ókurteisir. Þeir vilja ekki skilja, að rannsóknadómarar eins og ég — -— Reynslan hlýtur þó að vera einhvers virði —. Jæja, eldri mennirnir eins og þér eruð meira eftir mínu höfði. Þess vegna getið þér haft mig alveg eins og þér viljið, vinur minn. Við vitum sitt af hvoru, þér og ég.“ Hautet hló innilega og kvaddi okkflr og var mjög ánægður með sjálfan sig og okkur. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því, en það fyrsta, sem Poirot sagði, þegar við komum fram á gang- inn, var: „Ágætur, gamall fábjáni! Barnaskapur hans vekur næstum meðaumkun!“ Við vorum um það bil að fara út úr húsinu, þegar við mættum Giraud. Hann var enn spjátr- ungslegri en nokkru sinni fyrr og var mjög ánægður með sjálfan sig. „Ó! Herra Poirot,” sagði hann glaðlega. „Eruð þér kominn aftur frá Englandi?” „Eins og þér sjáið,“ svaraði Poirot. „Ég býst ekki við, að langt sé þangað til málið verður útkljáð.” „Ég er yður sammála, herra Giraud.“ Poirot var hnugginn á svip. Framkoma hans skemmti Giraud mjög mikið. „Þetta er hægt að kalla glæpamannsefni! Hann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.