Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 14
12 VIKAN, nr. 46, 1941 hefir ekki hugmynd um, hvernig hann á að ver.ja sig. Það er mjög óvenjulegt!" „Það er svo óvenjulegt, að það kemur manni til að hugsta nánar um það, finnst yður ekki?“ sagði Poirot mjög bliðlega. En Giraud hlustaði ekki á hann. Hann sveiflaði göngustaf sínum fjörlega. „Jæja, verið þér sælir, herra Poirot. Það gleður mig, að þér skulið loks vera orðinn sannfærður um, að Jack Renauld sé sekur.“ „Afsakið! Ég er alls ekki sannfærður. Jack Renauld er saklaus.“ Giraud hrökk snöggvast við — síðan hló hann ógurlega, benti á enni sitt og sagði: „Ruglaður!" Poirot rétti úr sér. Það kom geigvænlegur glampi í augu hans. „Herra Giraud, þér hafið viljandi verið ókurteis við mig í þessari málsrannsókn. Þér þurfið að fá ofanígjöf. Ég þori að veðja fimm hundruð frönkum, að ég finn morðingja Renaulds á undan yður. Þorið þér að veðja?“ Giraud starði undrandi á hann og muldraði aft- ur, en nú lægra: „Ruglaður!“ „Gangið þér að veðmálinu ?“ spurði Poirot aftur. „Mig langar ekki til að hafa af yður peninga." „Þér getið verið alveg rólegur — þér fáið þá aldrei!" „Jæja, þá geng ég að því! Þér segið, að ég hafi verið ókurteis við yður. Jæja, en það hefir þá líka komið fyrir, að þér hafið farið í taugarnar á mér.“ „Það gleður mig,“ svaraði Poirot. „Verið þér sælir, herra Giraud. Komið þér, Hastings.“ Ég þagði, þegar við gengum eftir götunni. Mér var þungt um hjartaræturnar. Poirot hafði sýnt greinilega, hvað hann hafði í hyggju. Ég efaðist um, að mér mundi takast að bjarga Dulcie. Sam- tal hans við Giraud hafði æst hann upp, svo að nú var hægt að búast við öllu illu. Allt í einu fann ég hendi á öxl minni, og þegar ég sneri mér við, sá ég, að það var Gabriel Stonor. Við heilsuðum honum, og hann spurði, hvort hann mætti ganga með okkur til gistihússins. „Hvað eruð þér að aðhafast hér, herra Stonor?“ spurði Poirot. „Maður reynir að hjálpa vinum sínurn," svaraði hann þurrlega. „Sérstaklega þegar þeir eru hafðir fyrir rangri sök.“ „Þér haldið þá ekki, að Jack Renauld sé sek- ur?“ spurði ég með ákafa. „Nei, það held ég sannarlega ekki. Ég þekki hann. Ég viðurkenni, að það er ýmislegt í þessu máli, sem ég skil ekki, en ég skal aldrei trúa, að Jack Renauld sé morðingi, hvað kjánalega sem hann kemur fram.“ Mér varð allt í einu hlýtt til einakritarans. Það var eins og fargi væri létt af mér. „Það eru áreiðanlega margir, sem hugsa eins og þér,“ sagði ég. „I raun og veru eru engar sannanir gegn honum. Mér finnst ómögulegt ann- að en hann verði sýknaður." En Stonor svaraði ekki, eins og ég hafði von- azt til. * „Ég vildi, að ég gæti hugsað eins og þér," sagði hann alvarlega. Síðan sneri hann sér að Poirot. „Hvað álítið þér, herra Poirot?" „Mér virðist þetta líta illa út fyrir honum," svaraði Poirot stillilega. „Álítið þér hann sekan?" spurði Stonor hvasst. „Nei. En ég býst við, að erfitt vérði fyrir hann að sanna sakleysi sitt.“ „Hann hagar sér svo undarlega," sagði Stonor hnugginn. „Ég viðurkenni, að það er margt í þessu máli, sem ekki er ljóst enn. Það skilur Giraud ekki, en þetta er allt mjög undarlegt. En það er víst ekki vert að tala um það. Ef frú Renauld vill þagga eitthvað niður, þá hlýði ég henni. Hún veit bezt um þetta, og ég ber of mikla virðingu fyrir dómgreind hennar til að skipta mér nokkuð af áformum hennar, en ég skil sannast að segja ekki afstöðu Jack. Mér væri næst að halda, að hann vildi láta álíta sig sekan." „En það er fráleitt," sagði ég óþolinmóður. „Ef við tökum aðeins rýtinginn--------“. Ég þagnaði, því að ég vissi ekki, hvað Poirot vildi láta mikið uppi af því. Ég hélt áfram, en gætti mín nú betur: „Við vitum, að Jack Renauld hefir ekki haft rýtinginn það kvöld. Það veit frú Renauld líka.“ „Það er satt," sagði Stonor. „Þegar hún kemst til meðvitunar, þá segir hún sjálfsagt frá því og mörgu fleiru. Jæja, en nú verð ég að fara.“ „Augnablik." Poirot lagði hendina á handlegg hans. „Getið þér komið því þannig fyrir, að ég fái strax að vita, þegar frú Renauld fær með- vitundina aftur?“ „Sjálfsagt. Það ætti ekki að vera mikill vandi.“ „Þetta með rýtinginn er ágætt, Poirot," sagði ég, þegar við gengum upp tröppurnar. „Ég gat ekki sagt það skýrara, þegar Stonor heyrði." „Það var hyggilega gert af yður. Við verðum að geyma þá vitneskju, eins lengi og við getum. En hvað rýtingnum viðvíkur, þá er lítið gagn að því, sem þér eigið við, fyrir Jack Renauld. Munið þér, að ég fór út í morgun áður en við fórum frá London?" „Já.“ „Sjáið þér til, ég var að leita að verksmiðjunni, sem bjó til rýtingana fyrir Jack Renauld. Það var ekki mjög erfitt. Jæja, Hastings, þeir bjuggu ekki til tvo pappírshnífa heldur þrjá.“ „Svo að — — ?“ „Svo að hann hefir átt einn eftir, þegar'hann var búinn að gefa móður sinni einn og Dulcie Duveen einn og sennilega hefir hann átt hann sjálfur. Nei, Hastings, ég er hræddur um að rýt- ingamir bjargi honum ekki frá fallöxinni." „Það kemst aldrei svo langt," sagði ég og það fór hrollur um mig. Poirot hristi efablandinn höfuðið. „Þér bjargið honum," sagði ég. Poirot leit alvarlega á mig. „Hafið þér ekki eyðilagt það, vinur minn?" „Það hlýtur að vera einhver önnur leið,“ taut- aði ég. „Guð minn góður! Þér krefjist, að ég geri kraftaverk. Nei — segið ekki meira. Við skulum heldur sjá, hvað stendur í þessu bréfi." Hann dró umslagið upp úr brjóstvasa sínum. Hann herpti saman munninn, á meðan hann las bréfið og rétti mér það síðan. „Það eru margar konur í heiminum, sem þjást, Hastings.“ Skriftin var mjög ógreinileg og bréfið auðsjá- anlega skrifað í miklum æsingi. „Kæri herra Poirot! Ef þetta bréf kemst nokkurn tíma til yðar, þá bið ég yður að hjálpa mér. Ég hefi engan annan að snúa mér til, og það verður að bjarga Jack. Ég bið yður grátandi á hnjánum að hjálpa okkur. Martha Daubreuil." Ég var innilega hrærður og fékk honum bréfið aftur. • „Ætlið þér að tala við hana?“ „Já, undir eins. Við tökum bíl.“ Hálfri klukkustund seinna komum við til Villa. Marguerite. Martha stóð í dyragættinni og studdi sig við handlegg Poirots, þegar hún fór með okk- ur inn. „Ó, þér komuð þá, það var fallega gert af yður! Ég hefi verið alveg í öngum mínum og ekkert vitað, hvað ég átti að gera. Þeir vildu ekki einu sinni lofa mér að heimsækja hann i fangelsið. Það er hræðilegt. Ég er um það bil að missa vitið. Er það satt, að hann vilji ekki reyna að verja sig? Það er hreinasta brjálæði. Hann getur ekki hagað sér þannig! Ég trúi því ekki eina einustu sekúndu." „Ég trúi því ekki heldur, ungfrú," sagði Poirot blíðlega. „En hvers vegna segir hann þá ekkert? Ég skil það ekki.“ „Ef til vill er það af því að hann er að hylma yfir með einhverjum," sagði Poirot og horfði á. hana. Það komu hrukkur í enni Mörthu. „Hylma yfir með einhverjum? Eigið þér við morðingjann? Já, ég hefi grunað hana frá því fyrsta. Hver fær allan arfinn? Hún fær hann. Það er auðvelt að bera ekkjuslör og vera hræsn- ari. Mér er'sagt, að þégar hann hafi verið tekinn fastur, þá hafi hún dottið — svona!" Hún baðaði út höndunum. „Herra Stonor einkaritari hefir vafalaust hjálpað henni líka. Þau eru alltaf að stinga saman nefjum. Að vísu er hún mikið eldri en hann •— en hvað skipta menn sér af því, ef. konan er rík!“ Það vottaði fyrir biturleik í rödd hennar. „Stonor var í Englandi," sagði ég. „Hann segir það — en hver veit það?" Ástralskir flugmenn á verði. Amerískar „Lockhead-Hudson“-flugvélar og ástralskar „Wirraways"- flugvélar úr konunglega ástralska flughernum fljúga gæzluferð til Singapore. — Bretar hafa látið gera geysilegar umbætur í Singapore, síðan Japanir fóru að láta ófriðlega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.