Vikan


Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 1, 1943 11 Framhaldssaga: ........................................s B : ■ : ■ ■ ■ ■ a ■ ■ c ■ Eftir Betsy Mary Croker GIFT eða ÓGIFT En kerti mitt er að brenna upp, og ég verð að hætta, þótt ég gæti skrifað þér tímum saman. Ef ég hefi ekki gert þér nógu greinilega skoðun mina, þá endurtek ég enn einu sinni, að ég um fram allt bið þig um leyfi til þess að segja föður þínum frá giftingu okkar. Aðeins nokkur orð frá þér, og ég kem strax til London. Innilegar ástarkveðjur, þinn Lawrence. Eftirskrift: Þú mátt endilega ekki halda, að ég kvarti yfir því, að þú skulir ekki hafa haft eitt einasta tækifæri til þess að koma hingað. Ég skil vel, að faðir þinn vilji ekki missa sjónar af þér, og að hann mundi ef til vill krefja þig reikn- ingsskapar fyrir þá fjóra tíma, sem það tekur að koma hingað. Kæra Maddie, segðu honum ekki fleiri ósannindi á neinu sviði. Sendu skeyti, og áður en morgundagurinn er liðinn, mun hann vita sannleikann. Madeline las bréf þetta mjög hægt og skipti oft litum á meðan hún las það. Er hún var búin að lesa það, byrjaði hún að nýju. Svo braut hún það saman, lét það í umslagið og faldi það í skrautgripaskrini sínu, sem hún læsti og stakk lyklinum á sig. Hinn innri æsingur endurspeglaðist í andliti hennar, er hún gekk út að glugganum og stóð þar og fitlaði við úrfesti sína. Kinnar hennar voru rauðar og hrukka var milli augnabrúna hennar. Forsas-a ■ Madeline West, dóttir ® * ríks kaupmanns i Ástra- líu, hefir verið í enskum heimavistarskóla frá því hún var sjö ára. Allt í einu hættir faðirinn að senda henni peninga, svo að hún kemst í hin mestu vandræði og gift- ist Lawrence Wynne, ungum lögfræðingi. sem verður veikur, svo að þau lenda í mikl- um bágindum. Þá kemur tilkynning frá frú Harper, um að hún liafi fréttir að færa af föður Madeline. Hún sýnir manni sínum skeytið. Þau ráðgast um, að hún fari til frú Harper, og gerir hún það; segir þá frúin að boð hafi komið frá föður hennar og sé hann væntanlegur til Englands. Lawrence og barninu er komið fyrir á sveitabæ, en Madeline fer aftur til frú Harper, sem ekki veit, að hún er gift, og ætlar að bíða þar komu föður síns. Madeline og Lawrence skrifast á daglega. Loks kemur skipið, sem faðir hennar er með, og hún fer ásamt Lætitiu Harper til að taka á móti föður sínum. Kynnir hann hana fyrir Antony Foster lávarði. West kaupir glæsilegt hús í London og þau setjast þar að. Hann lætur Madeline lofa sér því, að giftast aldrei fá- tækum manni. Lavrence nær sér furðu fljótt í sveitinni, þrátt fyrir áhyggjurnar, sem hann hefir vegna fjarvistar konu sinn- ar. Hann tekur að skrifa í blöð og tíma- rit og getur sér þegar ágætt orð sem rit- höfundur, en mesta rækt leggur hann við bréfin til Madeline. Hvi var Lawrence svona óþolinmóður? Hvers vegna lét hann hana ekki hafa lengri tíma? Hvað voru þrír mánuðir gegn manni sem föður hennar? Voru það i rauninni þrír mánuðir, síðan hún kvaddi Lawrence? Já, það var í apríl, en nú' var júlí að byrja. Hún leit hægt yfir hið glæsilega herbergi, með ljósbláu silkigluggatjöldunum, húsgögnum úr rósaviði og persneska teppinu, leit svo á snyrti- borðið og silfurmunina þar, spegilinn, sem ekta knipplingar héngu í kringum, og hana hryllti við tilhugsuninni um að fara aftur í hinar fátæklegu stofur á Solferinotorgi. Hún gekk fram fyrir spegilinn og skoðaði spegilmynd sína í hinu dýra gleri frá Feneyjum. En hve hún leit miklu betur út núna, heldur en þegar hún var hin horaða frú Wynne, ambátt veiks manns og organdi barns, — ambátt, sem bera varð hið þunga farg hús- haldsins á hinum veikbyggðu herðum sinum. Hér sá hún fyrir sér hina glæsilegu ungfrú West, blómstrandi af fegurð og vellíðan. Auðvitað var hún Lawrence trygg; það gat aldrei verið öðru vísi milli þeirra. En sá hræði- legi mismunur milli fortíðarinnar og nútíðarinn- ar! „Nei, hann verður og skal láta mig hafa lengri frest. Ég verð að njóta lifsins dálítið lengur," bætti hún við með sjálfri .sér, „Þegar pabbi fær að vita þetta, þá er úti um allan auð, hvað mig snertir, og sælu auðsins, ég mun aldrei framar aka i mínum eigin vagni og vera í fötum frá París.“ Þessi unga kona, sem svona hugsaði, var hún virkilega hin sama, sem fyrir nokkrum mánuðum hafði látið frá sér föt sín til þess að útvega Húsráð. Ef þér látið veggfóðra hjá yður, skuluð þér nota afgangana utan um hillur eða skápa í herberginu. Getur það orðið til skrauts, en aftur má líka gera of mikið af því, sérstak- lega ef áberandi munstur er í vegg- fóðrinu. Ef þér hafið keypt of lítið af efn- lnu í kjól yðar, svo að þér hafið ekki nóg í vasa, þá er fallegt að sauma blóm á þá staði, sem vasamir hefðu átt að vera á, eða einhver skraut- bönd. Ef þér eruð i vandræðum með að fá sykurskammt yðar til þess að endast, þá má taka það ráð að nota hunang í stað sykurs í ýmsa rétti, einnig má nota það í kökur í stað sykurs. Til þess að þurrka kjóla, sem eru úr ullarefni, er forðast ber að straua, er þetta góð aðferð til þess að koma í veg fyrir óþarfa brot. Bindið spotta í ermarnar og festið honum við snúr- una með klemmu. Ef þér eigið slitna peysu, skuluð þér rekja hana upp og vinda gamið uppá pappaspjald. Alltaf getur verið, að nota megi garnið í annað seinna. ^kiiliiiiiiiiiiiitiiiiiiiliiiliiuti ■iiiiitiii 111111111 ii iiiiiiiinimaii l/. Minnslu ávallt [ NEW »» ^rOR 5HOSS AND UATHM DtmblxÁ ilu. WkaX . i SOFTENS mg SúftESERVESBSI 'VÚÍRPROOK^ * iAmoua uvi. 'mwv. • GrmbkícUi V'laifhþ’icofi I ilMjkrai'Ji. IEÐIIRFCITI Heildsölubirgðir: Lárus Óskarsson & Co., Kirkjuhvoli. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.