Vikan


Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 07.01.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 1, 1943 gekk hann inn í fatageymsluna, tók frakk- ann sinn og snaraðist 1 hann, laumaðist eftir pelanum og drakk hann í botn og bjóst til þess að kasta honum frá sér, en er hann þóttist sjá, að lögregluþjónninn og dyravörðurinn veittu honum eftirtekt, þá stakk hann honum í vasa sinn. Hann gekk til dyra. — Þið hafið víst ekki séð rauðhærðan þrjót fara hérna út, spurði hann dyravörðinn. — Hvað viltu honum? spurði dyravörð- urinn, án þess að gera sig líklegan til þess að opna dyrnar. Vínið var þegar farið að svífa allmjög á Gvend. — Ég ætla að berja hann, svar- aði hann ofsalaust. — Þetta er mesti endemis lygalaupur og fantur. — Einmitt það, sagði lögregluþjónn- inn og kreppti hendur á baki. —Ég held þér væri nær að dansa svolítið lengur, eða þá að fara beina leið heim í háttinn. — Hvern þremilinn kemur þér við, hvað ég geri! Gvendur mældi lögregluþjóninn með augunum og lagði eins mikla fyrir- litningu í orð sín og honum var unnt. — Brúkarðu munn við lögregluna! — Lögregluþjónninn steig feti framar. — Lögregluna! Mig varðar bara ekkert um lögregluna. Hleypið þið mér út og hald- ið ykkur svo saman! Lögregluþjónninn leit til dyravarðarins, sem skildi, hvers til var ætlast og stökk fyrir dyrnar. I næstu andrá lá hann kylli- flatur fyrir hnúum Gvendar, og um leið bar lögregluþjónninn blístru sína að vör- um sér og blés í hátt. Á næsta augnabliki hrundi hópur háværra manna og kvenna upp dyrum danssalarins, gangurinn fyllt- ist fólki, sem blístur lögregluþjónsins hafði magnað og æst. Karlmennirnir gáfu hver öðrum olnbogaskot og tóku að hrindast á. Unglingar ýttu að, kvenfólkið veinaði og æpti og innan skamms breyttust ærslin í slagsmál, þó að enginn vissi sökum þrengsl- anna, hver sló hvern. En í miðri þvögunni gekk Gvendur ber- serksgang. Föt hans voru rifin og tætt orðin, það blæddi úr andliti hans og hnú- um, en augu hans leiftruðu af vígamóði. — Guðmundur! heyrðist skyndilega kallað hárri og skærri kvenmannsröddu, og um leið ruddi lítil, grannvaxin stúlka í sægrænum silkikjól sér braut gegn um þröngina og kastaði sér í fang Gvendi, svo að hann neyddist til þess að hætta við að. berja langan slána, sem setið hafði um færi til þess að rífa vesti hans. Það kom hik á þá, sem voru að slást. — Nú komum við heim, Guðmundur, sagði stúlkan nokkru lægra. Ha, heim ... já . . . Gvendur brá hendi að munni sér; það blæddi úr efri vörinni. — Ja, hver déskotinn, sú þykir mér kræf, sagði dyravörðurinn, er hann hafði lokað hurðinni að hælum þeim. — Gaf sér ekki einu sinni tíma til þess að fara í káp- una. Sér nokkuð á vinstra auganu? bætti hann við. — Það held ég ekki, svaraði lögreglu- þjónninn ólundarlega. Leiðrétting á krossgátu 163. v Sú leiða villa var í 163. krossgátu Vikunnar, að í láréttu skýringunni stóð: „1. lengsta nótt- in. —“, en átti áð vera „1. skemmsta nóttin,“ því að í lausninni, sem birtist i jólablaðinu, stóð: „1. Jónsmessunóttin." Lausn á jólakrossgátu Vikunnar. Lárétt: — 2. flý. — 4. blakk. — 6. latir. — 7. tréni. — 10. ósk. — 11. æst. — 13. hey. — 14. tik. — 16. óvirk. — 17. liðir. — 19. orð. — 21. nið. — 23. skorði. — 24. gnapir. — 26. fáa. — 27. hyr. — 29. rót. — 30. skrár. — 33. apinn. — 37. Tý. — 38. leggs. — 40. áa. —• 41. larf. — 43. sin. — 44. álfs. — 46. af. — 47. ærslast. -— 50. ná. — 52. um. — 54. vitra. — 55. óa. — 57. afhrak. — 60. útræði. — 63. Skor. — 64. rangskýrt. — 68. vala. — 70. aa. — 71. rek. — 73. ræ. — 74. m. a. — 75. val. — 76. lá. — 78. gullmynt. — 79. gólfi. — 82. hæglátan. — 83. fá. — 85. óss. — 87. na. — 88. aga. — 90. afl. — 91. töng. — 94. ambögur. — 95. ólæs. — 98. arfgengi. — 100. kallaðir. — 103. örlög. — 105. lán. — 106. aur. —- 108. móa. — 109. alinn. — 112. spaðar. — 113. fræ. — 114. hraðir. Lóðrétt: — 1. jólatré. — 2. flá. — 3. ýki. — 4. blótsyrði. -— 5. kreisting. — 8. rk. — 9. næ. — 10. óeirðir. — 12. tíðindi. — 13. hvor. -—■ 15. kiða. — 18. oka. — 20. mey. — 22. eir. — 23. sá. — 25. ró. — 27. hressing. — 28. ragnarök. — 30. stafur. — 31. kýr. — 32. ál. — 34. p. s. —- 35. nál. — 36. nafnar. — 39. gilt. — 41.' la. — 42. fæ. — 44. át. — 45. sá. — 48. Hv. — 49. S. A. — 51. áform. — 53. mar. — 55. ótt. — 56. aðall. — 57. ak. — 58. hreyfing. — 59. kar. — 60. úra. — 61. ævagamla. — 62. il. — 63. sal. — 65. næg. — 66. sólstöður. — 67. Ými. — 69. alt. — 70. au. — 72. kná. — 75. væn. — 77. áa. — 80. óó. — 81. fs. — 84. ógagn. — 86. áfram. — 89. ami. — 90. auk. — 91. tröð. — 92. öfga. — 93. gel. — 95. óla. — 96. æðar. — 97. sila. — 98. ala. — 99. ná. — 101. ló. — 102. rið. — 103. ós. — 104. Rp. — 106. af. — 107. ræ. — 110. ni. — 111. nr. 164. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. án yfirvegunar. — 13. hljómblæ. — 11. meltingarfæri. — 15. ávarp — 17. kjaft- ur. — 19. yfirlæti. — 20. áb. fornafn. — 21. tré. — 23. útibú. —- 25. garðsenda. — 27. keppur. —: 28. göfug- ar. — 30. málæði. — 31. matarpoka. — 32. hreppi. — 33. endi. — 35. greinir. — 36. ending. — 37. hneigi. — 38. blekking. — 40. ending. — 41. húð. — 42. klaki. — 44. at- orkumaður. — 46. þyngdareining. — 47. forsetning. — 49. tenging. — 51. nóa. 54. ullarílát. — 56. umbúðir. — 57. bókfær. — 59. tveir eins. — 60. drykkur. — 61. fljótt. — 62. orku. — 64. frúin. — 67. þvergirðing. — 68. dilks. — 70. op. — 71. réttur. — 72. faðir. — 73. drag. — 75. of- býður. — 76. sk.st. — 77. í hóp. — 79. heiðurinn. — 81. vináttubandið. Lóðrétt skýring: 1. fjarvídd. — 2. Hans Hátign. — 3. grunnt á því góða. — 4. vopn. ■— 5. band. — 6. forsetning. — 7. forsetning. — 8. illmæli. — 9. endaði. — 10. handleggir. — 11. ending. -— 12. áburðarhestur. — 16. skjögrar. — 18. ýmsu kunnar. — 20. tóvinnu. — 22. blær. — 23. haf. — 24. tónn. — 26. mánuð- ur. — 28. góð. — 29. kaffibætir. — 32. ung. — 34. sá. — 37. stuttra. — 39. hlekkur. — 41. þanka. — 43. ýmis. — 45. unghind. — 48. í sambandi við setuliðið. — 50. mildri. — 52. setja niður. — 53. óvinna. — 54. heystakkur. — 55. fisk. — 56. knæpuna. — 58. barði. — 61. eftir sár, þgf. — 63. matur. — 65. tenging. — 66. glíma. — 67. vinnukona. — 69. rugg. — 71. gól. — 74. skip. — 75. vitleysu. — 77. sk.st. — 78. tek. — 79. kind. — 80. frumefni. Bróðirinn í háskólanum. Framhald af bls. 3. ist viss um, að nú mundi hver spurningin reka aðra; hún setti upp þreytulegan mæðusvip og hélt áfram lágri röddu: „Pabbi segir stundum, að hann hafi bara verið hálfbróðir minn, og þá segir mamma æfinlega, að pabbi hafi selt hann fyrir 25 krónur og keypt vín fyrir pening- ana--------Og svo beit Eyja litla í lakið í vandræðum sínum. ' Fröken Helga vatt sér við til hálfs og horfði orðlaus á hjúkrunarkonuna, — hjúkrunarkonan hleypti brúnum og skotr- aði augunum til nemans, — neminn horfði beint niður í gólfið, — ræstingastúlkan vöðlaði gulu dulunni á milli handa sér, en Kaplaskjóls-konan snyppaði í sífellu. Það varð löng þögn í stofunni. En Eyja litla þurfti ekki að leysa úr fleiri spurningum. * Cavillator. Herbergisþernan: „Hvenær óskar frúin eftir að vera vakin?“ Frúin: „Þegar ég hringi.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.