Vikan


Vikan - 21.01.1943, Qupperneq 1

Vikan - 21.01.1943, Qupperneq 1
Nr. 3, 21. janíiar 1943, Eiga börnin að ráða lífsstar'fi sínu1 j Eftir -tfjuqft S. ^idú&htcm. | i greín þessari rœðir höfundur vandamál, sem flestir foreldrar verða að taka afstöðu til, fyrr eða síðar: Eiga börnin sjálf að fá að ráða því, hvaða lífs- starf þau velja sér? w EG vildi verða blaðamaður. Amma vildi að ég yrði prest- ur. Faðir minn stakk upp á því, að ég yrði bóndi. Einn frænda minna mælti ákaft með því, að ég lærði til læknis. Faðir minn skipti um skoðun og hvatti mig mjög til þess að verða rafmagnsverkfræðingur (þótt ég væri langt frá því að vera hneigður fyrir slíkt), af því að haxm bjóst við að á þessu sviði væru miklir framtíðarmöguleikar. Enginn virtist hugsa neitt um það, hvað mig lang- aði til að verða. Árangur alls þessa varð sá, að ég hóf imdirbúning að því að verða kennimaður, verkfræðingur, bóndi, læknir — og blaðamaður. Eftir að hafa gert misheppnaðar tilraunir til að byrja á þrennu af þessu, braut ég allar brýr að baki mér og tók að vinna það starf, sem ég hafði sjálf- ur valið. Allur þessi undirbúningur var þó ekki til einskis, því að reynsl- an, sem ég fékk, kom mér að nokkru gagni í blaðamennskunni. Þó er ég sannfærður um það, að ég hefði orð- ið meiri og betri blaðamaður, ef ég hefði frá upphafi fengið að stefna einungis að því. Framhald 6. bls. 3. Þessi fallega telpumynd er tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni ljóBmyndara.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.