Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 3, 1943 5 ........i.iiiiiimniii»Mnnnninu»<»iniiiiiniiiinniiiiiiiiuiniiniuiiiiiniiiiiiii1iiiuiMWiiuiiiim|iuiii»|i|“mni||u|i||i|iimMn|im>nimii Ný framhaldssaga: Líkið í ferðakistunni IIUUUMHUII Sakamálosaga eftir Dr. Anonymous 3 „Vafalaust," svaraðl ég, „en trúið mér, það mnn áreiðanlega koma í ljós, að hún hefir ekki ▼erið ein um að drýgja hann.“ „Senniiega," — sagði Léon. „Og þér megið trúa því, að þér eigið eftir að komast að raun um, að hún er ekki sekasti að- ilinn i þessum glæp.“ „Hvers vegna ekki,“ spurði PranQois undrandl. „Ég veit það ekki — það getur líka verið að mér skjátlist, en þetta er sannfæring mín.“ „Og ég skal segja yður, hvers vegna það er,“ greip Léon hlæjandi fram í. — „Stúlkan er ung, hún er landi yðar og hún er lagleg. Er hún ekki lagleg? Nú, jæja, við skulum þá segja að hún sé fjörleg, aðlaðandi — og svo ætti hún að vera morðingi! Svei! Sú hugsun er alltof andstyggi- leg, þess vegna verður einhver annar að eiga aðalsökina á glæpnum. — Varið yður á fallegum konum, þegar um er að ræða að komast til botns í einhverjum glæp." Eg hló einnig, en ég kinkaði einungis kolli og spurði, hvort við ættum ekki að rannsaka ferða- kistuna og líkið. Það vildi svo til, að þetta var eimþá gerlegt. Það átti að fara með líkið snemma næsta morgun til La Morgue, en ákveðið hafði verið að láta það vera á lögreglustöðinni yfir nóttina. Prangois Dubert fór með frænda sinn og mig inn i næsta herbergi. Ekkert var í herberginu annað en stórt borð, eiginlega bara furuplanki á stalli, langur bekkur og stór, hvítur ofn, og á þvi voru engar aðrar dyr en þær, sem lágu inn að skrifstofu lögreglu- stjórans. Sennilega var herbergi þetta venjulega notað sem biðherbergi fyrir þá, sem stefnt hafðl verið til að mæta til yfirheyrslu. Á hinni löngu og mjóu borðplötu lá líkið, alveg í sömu stellingum og það hafði verið, er það var tekið úr ferðakistunni. Ég virti það vandlega fyrir mér. Myrta konan hafði augsýnilega til- heyrt hinni efnaðri millistétt, hún var áreiðan- lega heldri kona, þótt svipur hennar væri elli- legur og óviðfeldinn. — Klæðnaður hennar var síður, óbrotinn, svartur kjóll úr fíngerðu. ullar- efni alveg skrautlaus. Á höfðinu hafði hún knipl- ingakappa, sem var festur með hárnál i grátt hár hennar, er var greitt upp á höfuðið. Að því er mér virtist, hlaut hún að vera milli sextugs og sjötugs. Svipurinn á hinu hrukkótta og þurra andliti hennar var ekki viðfeldinn, jafnvel í dauð- anum. ÍTr stirðnuðum, ljósbláum augunum mátti lesa harðýðgi og eigingirni og í kringum þunnar varimar lágu hrukkur, sem bentu á einræni. „Illgjörn, gömul kona!“ sagði Léon og sam- sinnti ég því. — tJr hennar hékk ennþá um hálsinn í svartri keðju; var það -ódýrt úr, sem hægt var að fá fyrir hundrað og áttatíu krónur. Ég opnaði það og skrifaði upp númerið. „Ef allt annað bregzt, mun númer þetta hjálpa okkur til þess að hafa upp á því, hver hún er,“ sagði ég. 1 vösum hennar fann ég líka buddu með vöm- merkinu „Parkins og Grotto"; í henni voru nokkr- ar silfurmyntir og þrír gullpeningar, sem voru í sérstöku hólfi. Auk þess var í vasanum fingerður vasaklútur, sem var merktur með stöfunum E.R., eins og föt konunnar. Það var þá ekki um morð til f jár að ræða, enda hafði mér aldrei komið sá möguleiki til hugar. Ég lyfti upp höfði hennar og tók kappann af því; er ég strauk þunnt hárið til hliðar, uppgötv- aði ég stóra, en óblóðuga kúlu vinstra megin. Forsaga: Það er á norður-járn- brautarstöðhmi í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja síns, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Ég spurði Frangois, hvort hann hefði tekið eftir þessu, og svaraði hann neitandi, því að það átti að fara fram læknisskoðun á líkinu morguninn eftir í La Morgue. Gamla konan hafði augsýnilega verið slegin í rot, en höggið gat varla hafa verið nógu þungt til þess að hafa bráðan dauða í för með sér. Það var frekar hægt að hugsa sér, að klóróform hefði valdið dauðanum, ef rannsókn leiddi ekki í ljós, að henni hefði verið gefið inn eitur. Var það hugsanlegt, að kvenmaður hefði slegið hana þetta högg? Ég skoðaði kúluna enn einu sinni; það var vitanlega erfitt að segja neitt ákveðið um það, en það leit út fyrir, að slegið hefði verið af miklu afli. Annars fannst mér ekki sennilegt, að kven- maður hefði notað þessa aðferð. Það gat vel hugs- azt, að kvenmaður hefði gefið henni klóróform, en það var öllu ótrúlegra, að hún hefði veitt henni höggið. Ég bað árangurslaust um leyfi til þess að af- klæða líkið; Frangois leyfði það ekki fyrr en hinir faglærðu hefðu gert rannsóknir sínar, og það var vitanlega það réttasta frá hans sjónar- miði séð. Því næst bað ég um leyfi til þess að rannsaka ferðakistuna nánar, en þótt ég rannsakaði hana mjög nákvæmlega, varð ég einskis sérstaks vísari. Þetta var venjuleg ílöng ferðakista úr sterku tré, máluð svört að utan, ekki lakkeruð, með óæfðri hendi. Lokið var fest við hana með málmslám og að innan var kistan fóðruð með rauð- og hvit- röndóttu efni. Innan á lokinu var ferkantaður miði með nafni framleiðandans; „Brown & Elder, 117 Cheapside", sem er, að því er ég bezt veit, þekkt fyrirtæki í London. 1 kistunni var ekki annað en kaðall sá, er bundinn hafði verið um hana, og lögreglustjórinn hafði látið niður í hana; hún virtist vera alveg ný og í henni voru engir blettir, hvorki blóðblettir né aðrir; aðeins þar sem höndum og fótum hafði verið þrýst niður í hana, sáust þess óljós meiki og á nokkrum stöðum hafði áklæðið rifnað frá. Innra borð ferðakistunnar gaf okkur þannig ekki hinar minnstu upplýsingar um morðið. Og við fyrstu sýn bar ytra borðið eklcert sér- stakt með sér, og þó átti það seinúa eftir að gefa okkur hina mikilvægustu bendingu. Það var ekkert skrifað á ferðakistuna. Ég spurði Frangois Dubert, hvort ekkert heimilis- fang hefði verið á henni. Hann neitaði því, og fannst mér þetta mjög áberandi, sérstaklega þar sem á öllum hinum farangrinum stóð það, sem ég hafði tekið eftir þegar á járnbrautarstöðinni: „Frú Orr-Simpkinson, farþegaflutningur frá London til París“. Ég leit alvarlega á hann og sagði: „Skrifið þetta niður!" Ungfrú Simpkinson hafði ekki verið í vandræð- um með að svara þeirri spurningu, hvernig á þessu stæði, því að hún sagði, að hún notaði allt- af spjöld til þess að festa við farangur sinn, en hefði ekki uppgötvað fyrr en á síðustu stundu, að á ferðakistunni var hvorki handfang né reim, sem hægt var að festa spjaldið við, og var það mjög óhentugt. Þótt undarlegt megi virðast, staðfesti frásögn þjónustustúlkunnar þetta alveg. Er ég sagði, að ferðakistan hefði ekki borið neina áletrun, átti ég við það heimilisfang, sem ferðafólk er vant að setja á farangur sinn. Þá miða, sem límdir eru á farangur, sem fer í vöru- flutningi til útlanda, vantaði vitanlega ekki. Á lok kistunnar var límt stórt „P“ á hvítum grunni, átti það sennilega að tákna „París", og létta undir með tollþjónunum við rannsóknir þeirra, og á framhlið kistunnar var límdur minni, grænn seðill, sem á stóð: London (Charing Cross) til Via 212 Via Calais París Calais Það var ekki mikið á þessu að græða, og á hinum hliðum kistunnar voru engir miðar. Ég lyfti kistunni upp og leit neðan á hana, en þar var heldur ekkert að sjá. Ég verð nú líka að minnast á það, að lása- smiður hafði verið sóttur; hafði hann athugað lásinn vél, og fullyrt, að lykill sá, er ungfrú Simpkinson hafði látið af hendi, hefði aldrei verið smíðaður fyrir þennan lás, og að það væri alveg óhugsandi, að hann hefði nokkurn tíma veriff notaður til þess að opna eða loka kistunni. Er ungfrú Simpkinson var sagt frá þessu, hafði hún rólega lýst því yfir, að maðurinn skrökvaði. Ég stóð lengi fyrir framan ferðakistuna. „Þú gætir varpað ljósi á þennan atburð," sagði ég við sjálfan mig, ,,ef þú bara gætir talað. Hvaða leyndardómi býrð þú yfir? Hver fól þér veslings konuna og huldi leyndardóm sinn undir loki þínu ? Var hún þegar dáin, eða var hún lifandi, er hún var lögð í þig? Þú verður að tala!“ hélt ég æstur áfram, því að ég var sannfærður um, að þessi dauði hlutur gæti verið okkur mikil aðstoð í þessu sorglega starfi okkar. — Skyndilega datt mér nokkuð í hug. Ég kom með þá uppástungu við Frangois Dubert, að hann leysti vandlega álímdu miðana af kistunni og at- hugaði, hvort ekki væri aðrir seðlar undir þeim. Hann yppti öxlum og vildi augsýnilega helzt ekki snerta kistuna. „Það er aðeins lítill möguleiki," sagði ég, „en sjáið þér nú til, málið hefir verið fengið yður í herdur, og það væri skemmtilegt fyrir yður, ef þér gætuð uppgötvað eitthvað þýðingarmikið, áður en málið verður lagt fyrir rannsóknardóm- arann. Þér hafið fullkomið leyfi til þess að gera slíka rannsókn, ekki satt?“ „Jú,“ sagði hann, „ég hefi leyfi til þess að gera það.“ „Jæja, þá skulum við byrja strax. Mig grunar, að það ómak verði ekki til einskis." Hann lét loks nauðuglega undan, og við byrj- uðum fyrst á þeim miðanum, sem á stóð „London til París", og vönduðum okkur mikið. Þetta er alltaf vandasamt verk, sem krefst mikillar nær- gætni; loks gátum við þó tekið miðann af, en undir var ekkert annað en svart yfirborð kist- unnar. Þetta voru mikil vonbrigði, en samt taldi ég frændurna á að leysa hinn miðann, sem á stóff ,,P“, líka af. Við byrjuðum með miklum ákafa og að þessu sinni Iaunaðist okkur fyrir erfiðið, ef kalla má svona lítinn árangur laun. Undir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.