Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 3, 1943 ugimii ib„ i ntimiLiu i «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Reynið þér ad tala um fyrir fólki? Eftir Charles Hanson Towne. ' MatseðiIIinn. Kjötkássa. 300 gr. kjöt, 750 gr. kartöflur, 50 gr. smjör, 35 gr. hveiti, % 1. vatn, salt, pipar, matarlitur, 2 litlir laukar. Kjötið er þvegið og skorið í smá ferkanta. Laukurinn er afhýddur og skorinn niður. Smjörið brúnað, kjötið og laukurinn látið í það og sjóðandi vatninu hellt saman við. Lok er látið yfir pönnuna og þetta látið sjóða, og kartöflumar, sem einnig eru skomar i ferkanta, era látnar saman við. Hveitið er hrært út með vatni og allt soðið að nýju. Salt, pipar og matar- litur sett út í. Rommbúðingur. % 1. rjómi, % 1. mjólk, 3 egg, 250 gr. sykur, 8 blöð matarlím, 1% dl. romm, vanilla. Rjómi, mjólk og vanilla er soðið, eggjarauðumar og sykur þeytt vel og allt soðið í mauk. Matarlimið, sem búið er að liggja í bleyti í 20 mínútur í köldu vatni, látið samanvið, og kreminu hellt í skál, og þeytt í því, þar til kremið er kólnað og fer að stifna. Þá er romminu og stíf- þeyttum hvítunum hrært varlega samanvið og öllu hellt í glerskái. Borið fram með rauðri saftsósu. Aspargessúpa. 1 kg. asparges, 2 I. þunnt kjöt- soð eða vatn, 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, 2 eggjarauður. Asparges er hreinsað og skorið í smá stykki, tommu á lengd. Höfuð- in era soðin sér i lagi í 20 mínútur og siðan tekin upp. 1 sama vatni er afgangurinn af aspargesinu soðinn i hálftima og síað síðan í gegn um siu. Smjör og hveiti er bakað saman, ’Sjóðandi súpunni hellt í, allri í einu, síðan er þetta soðið í nokkrar mínút- ur. Eggjarauðurnar era settar út í súpuna og loks aspargesið. UuiiJiMiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiti Gólfbón Heildsölubirgðir: Lárus Óskarsson & Co., Kirkjuhvoli. Sportjakki. Treyja þessi er úr ljósbrúnu ullar- efni. Hún er stungin að neðan og einnig í kringum vasana. Ekkert belti er á henni, en henni er hneppt með tveimur hnöppum. Á kraganum og löfunum er brúnt skinn. Hvernig konur vilja hafa karlmenn. Þær vilja að karlmenn séu happa- sælir. Þær vilja að karlmenn falli öðrum mönnum í geð. Þær vilja að karlmenn séu ekki of þurrvísindalegir, heldur mannlegir. Þær vilja að karlmenn séu ekki úr hófi fram hugsunarsamir. Þær vilja að karlmenn komi ekki méð athugasemdir út í bláinn. Þær vilja, að karlmenn eigi til að bera góðmennsku og göfugmennsku. — Helen Ripley. Hvernig karlmenn vilja hafa konur. Þeir vilja að konur séu eðlilegar. Þeir vilja að konur séu ekki of áberandi klæddar. Þeir vilja að konur forðist rudda- mennsku og blótsyrði. Þeir vilja að konur séu kátar og skemmtilegar. Þeir vilja að konur noti ekki of sterk ilmvötn. Þeir vilja að konur kunni að stilla skap sitt. Þeir vilja að konur séu einlægar og hreinskilnar. Ég þekki konu, sem oftastnær er mjög óhamingjusöm, og ég er búinn að komast að því, af hverju það stafar. Hún býst við of miklu af öðram. Hún reynir að láta aðra laga sig eftir sínum sjónarmiðum, eftir því, sem hún álítur rétt framferði. Hún vill aldrei líta á máJið frá annarra sjónarmiði. Fyrsta hvöt hennar er að gagnrýna. Frú A. kann að segja um kunn- ingjakonu sina: „Alice er svo eyðslu- söm. Hvers vegna eyðir hún svona miklum peningum í þessa hatta sína?“ Hún man ekki eftir því, að Alice er ung og falleg og gædd eðlilegri löngun imgra stúlkna til að klæðast fallegum fötum. Hún vinnur sjálf fyrir sér og hefir því fullt leyfi til þess að eyða peningum sínum eins og henni þóknast. Við nágrannakonu sína kann frú A. að segja: „Ég skil ekki, hvers vegna þið Harold þurfið endilega að fá ykkur eitt vínglas á undan kvöld- verði á hverju kvöldi. Þetta er að verða fastur vani hjá ykkur." Nágrannakonan ætti að segja henni hreinskilnislega, að henni kæmi það ekkert við, en hún gerir það ekki. Frú A. er fædd umbótakona. Ef þér erað íhaldssamur, vill hún gera yður róttækan, ef þér eruð Lúthers- trúar, vill hún gera yður katólskan. — En þér skulið ekki halda, að róttækir menn eða katólskir fái að vera í friði. Hún bendir þeim líka á villur í skoðunum þeirra. Það er sorglegt að lifa lífinu þannig — gleyma, að aðrir eru færir um að lifa lífinu á sinn máta; búast við, að dauðlegir menn séu fullkomn- ir, og láta sér aldrei detta í hug, að Ef það er erfitt að komast að því að hreinsa horn á teppi yðar með ryksugunni, skulið þér væta tusku í volgu sápuvatni og þurrka lauslega yfir teppið, vindið síðan tuskuna upp úr volgu vatni og þurrkið yfir stað- inn. — ypilíllllliiiiiiiiiiMllllliiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiuiinmnimmnc^ Í Minnsíu ávallt mildu sápunnar vegrur manns sjálfs kunni ekki aS vera sá eini rétti. Einu sinnl sagði frú A. við kunn- ingjakonu sína: „Ég skil ekki, hvemig þú getur búið með manni þínum, þar sem þú veizt, hvemig hann lætur við annað kvenfólk." „Ég þekki alla hans galla," sagði kunningjakona hennar brosandi, „en hann hefir aldrei verið mér til leið- inda. Og þess vegna lifum við ham- ingjusömu lífi saman." Frú A. skildi það ekki, henni var það ómögulegt, því hún hefir, eins og þér hljótið að hafa getið yður til, ákaflega litið hugmyndáflug. Hún getur aldrei sett sig í spor annarra. Aumingja konan! Hún fær litla ánægju út úr því að skoða galla þína og mtna, dæma alltaf, en hrósa aldrei. Þegar hún deyr, rnirn hún finna eitthvað athugavert við sitt- hvað í himnaríki. Og hún mun aldrei komast að því, að henni tókst ein- ungis að sleppa inn vegna þess að Sankti-Pétur var svo kæralaus að hafa hliðið opið i hálfa gátt! Hvar fær maður bestu búsáhðldin ár tré? Pabbi segir að ár- valið sé mest og bezt í = 5 5 | Skólavörðustíg 10. Sími 1944. | Heildsala Smásala. ,.í MlllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiniiii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.