Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 3, 1943 11 Framhaldssaga: T EÐA Eftir Betsy Mary Croker Svo ræddu þær mikið um bamið og hvers það þarfnaðist. Madeline lét frú Holt fá 500 krónur fyrir fatnaði á barnið, þótt hún mótmælti og segðist ekki þurfa fimmta hluta þess; en Made- line sagði, að hún ætti að hafa það, og fékk henni auk þess, með tár í augunum, álitlega peningaupphæð, sem hún átti að eiga sjálf, með þeirri yfirlýsingu, að það væri alls ekki borgun fyrir gæði hennar, þau væri ekki hægt að meta til fjár, heldur væri þetta aðeins lítill vottur um þakklæti hennar. Við allt þetta komst Madeline aftur í náð hjá frú Holt, og er hún hafði kysst bam sitt marg- sinnis, kvaddi hún bóndakonuna og flýtti sér til vagnsins, sem beið eftir henni. Áður en hún ók af stað, snéri hún sér enn einu sinni i áttina að bænum. Hann var sem imynd friðar og næðis, þar sem hann stóð milli engja og garða, en skelfing var hann lítill og óvemlegu. Og hve gluggamir voru litlir. Hve ibúðarhúsið var nálægt fjósinu, hænsnahúsinu og hinu óhreina vatni. Og hve frú Holt notaði ljóta gaffla og hnífa og var í ljótum skóm. En hún var góð kona þrátt fyrir allt — hún hafði gætt bamsins ákaflega vel. Og svo snéri Madeline baki við bóndabænum og lagði af stað heimleiðis. Hún var svo heppin að vera komin heim og húin að hafa fataskipti, áður en faðir hennar lét sjá sig. Hún sat í djúpum hægindastól og las skáldsögu, er hann kom inn í ágætis skapi. Hann hafði verið í góðum hópi, og þar hafði meira að segja verið ítalskur fursti, sem hafði borið fram þá ósk að verða kynntur fyrir Madeline. Hann var svo upptekinn af þessum nýja kunningsskap sínum, að hann gleymdi alveg að spyrja um það, hvað Madeline hefði gert þennan dag. Það leit heldur ekki út fyrir, að hún. hefði farið neitt út. * Er Lawrenee kom heim, fann hann bréfið frá Madeline á borði sínu. Hann reif það upp í skyndi og las ákafur. Er hann hafði lesið það allt, varð hann- gripinn af biturri tilfinningu, djúpum sárs- auka. Honum fannst hann milli linanna geta lesið illa dulið kæruleysi, og hann varð gripinn bitmm sársauka. Nú var hún þá að fara í þriggja mánaða ferðalag til Irlands. En hann ætlaði að sjá hana, áður en hún legði af stað, því öllum var heimill aðgangur að jámbrautarstöðinni. Það var ekki nauðsynlegt, að hún sæi hann, en hann skyldi sjá hana, og hinn nefnda dag framkvæmdi hann áform sitt. Hann lagði af stað til London um morguninn, heimsótti Jessop á skrifstofu • hans og borðaði morgunverð með honum, en er kvöld- Forsasa : Madeline West, dóttir ® * ríks kaupmanns í Ástra- líu, hefir verið í enskum heimavistarskóla frá því hún var sjö ára. Allt í einu hættir faðirinn að senda henni peninga, svo að hún kemst í hin mestu vandræði og gift- ist Lawrence Wynne, ungum lögfræðingi. sem verður veikur, svo að þau lenda í mikl- um bágindum. Þá kemur tilkynning frá frú Harper, um að hún hafi fréttir að færa af föður Madeline. Hún sýnir manni sínum skeytið. Þau ráðgast um, að hún fari til frú Harper, og gerir hún það; segir þá frúin að boð hafi komið frá föður hennar og sé hann væntanlegur til Englands. Lawrence og baminu er komið fyrir á sveitabæ, en Madeline fer aftur til frú Harper, sem ekki veit, að hún er gift, og ætlar að bíða þar komu föður síns. Madeline og Lawrence skrifast á daglega. Loks kemur skipið, sem faðir hennar er með, og hún fer ásamt Lætitiu Harper til að taka á móti föður sínum. Kynnir hann hana fyrir Antony Poster lávarði. West kaupir glæsilegt hús í London og þau setjast þar að. Hann lætur Madeline lofa sér því, að giftast aldrei tá- tækum manni. Lavrence nær sér furðu fljótt í sveitinni, þrátt fyrir áhyggjurnar, sem hann hefir vegna fjarvistar konu sinn- ar. Hann tekur að skrifa í blöð og tíma- rit og getur sér þegar ágætt orð sem rit- höfundur, en mesta rækt leggur hann við bréfin til Madeline. Madeline fær alvarlegt bréf frá Lawrence, sem biður hana að segja föður sínum sannleikann. Hún ætlar að heimsækja hann, en það dregst, svo hann fer til London að hitta hana, en hún er þá ekki heima. Hann fer til vinar síns Jessop. Jessop segir honum að treysta því ekki of ákveðið, að Madeline vilji snúa aftur. Madeline fréttir, að Lawrence hafi komið í heimsókn og ákveður þá að fara og tala við hann en hittir hann ekki heima og skrif- ar honum langt bréf. aði, lagði hann af stað til járnbrautarstöðvar- innar. West gamli og gestir hans komu ekki á braut- arstöðina fyrr en fimm mínútum áður en lestin átti að fara. Skelfingar hávaði var í þessu fólki. Einn þjónn hljóp til miðasölunnar, annar varð að gæta tveggja veiðihunda í bandi, þriðji sá um ferðafötin, fjórði kom farangrinum fyrir í svefn- vagninum og loks kom hópurinn. Þetta var í fyrsta skipti, sem Lawrence varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá framan í tengdaföður sinn, og hann sá, hve hugsunarsamur hann var við lafði Rachel, sem var í fjörugum samræðum við feitan mann í ljósum sumarfötum. Lawrence sá ennfremur ungan mann „axla- breiðan slána í knébuxum" eins og hann kallaði Tony lávarð í huganum, ásamt ungri stúlku í veðreiðarklæðnaði. Þar næst komu tvær þjón- ustustúlkur og að lokum Madeline, en Madeline var svo breytt, að hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Hún var í nýtízku kápu, bar kjölturakka á handleggnum, stjómaði þjónustu- fólkinu með orðum og bendingum og kvaddi bros- andi hóp ungra manna, sem höfðu komið til þess að kveðja ferðafólkið eða öllu heldur til þess að sjá ungfrú West enn einu sinni. Nei, þetta var ekki Madeline hans; þessi ung- frú gat ekki verið sú litla skólastúlka, sem hann hafði kvænzt, ekki hin fórnfúsa, sístarfandi, unga móðir, sem hann hafði búið með á Solferino- torgi nr. 2. Eitt augnablik fór hann í skugga blaðsöluhússins, og í fyrsta skipti varð honum fyllilega Ijóst það djúp, sem var milli hans og erfingja Roberts West. Hvernig var hægt að grynna þetta djúp — með hverju? Aðeins með peningum, með engu öðru en peningum, en þá átti hann ekki til. Hún kvaldi hann þéssi hugsun, að hann stæði hér í skugganum, fátækur, óþekktur og einmana, á meðan hin unga og glæsilega eiginkona hans veifaði öðrum mönnum úr jámbrautarglugganum. En hann vildi láta hana heilsa sér. Hann tók skyndilega ákvörðun, og steig fram í birtuna; hann stóð nú dálitið burtu frá hópi ungu mann- anna, sem nú, er lestin fór að hreyfast, sveifl- uðu höttum sinum í kveðjuskyni. Madelme brosti, kinkaði kolli og veifaði. En hver var þetta, sem stóð dálítið fjær, þama á brautarpallinum ? Var það ekki Lawrence, Law- rence, sem hún hafði ekki séð í þrjá mánuði, hún fann til einkennilegrar, djúprar og innilegrar til- finningar, sem þó var ekki þægileg, er setti blóð hennar á örari hreyfingu. En hve hann leit vel út. Og hve hann bar af hinum ungu mönnunum, sem hún sá nú vonandi í síðasta skipti. Hún hefði sent honum fingur- koss, hefði hún bara þorað það. En hin litlu, skörpu augu föður hennar hvíldu á henni, og hún þorði ekki einu sinni að beygja sig áfram. En allt í einu fann hún til einskonar samvizkubits, og varð um leið óróleg vegna svipsins, sem var á Lawrence, og hún fylgdi innri hvöt sinni, hallaðl sér út úr glugganum, kinkaði kolli og brosti. Ungu mennirnir svöruðu kveðju þessarri með hrifningu, án þess að þá grunaði, að hún væri ekki til þeirra, heldur rólega, tígulega manns- ins, sem stóð dálitið álengdar og þeir tóku ekki eftir; en hann vissi, hver átti kveðjuna. „Hvaða maður var þetta á brautarpallinum, sem virtist vera kominn okkar vegna? Því það er enginn annar en við í þessum vagni,“ spurði lafði Rachel. „Ég þekki hann ekki,“ sagði Robert West. „Ef Húsráð. Með smábreytingum má gera gaml- an kjól sem nýjan. Ef þér eigið til dæmis afgang af efni frá nýjum kjól, þá getið þér varið því vel með því að nota það til þess að breyta göml- um kjól. Munið, að það verður að hreinsa blómavasa vandlega. Ef þeir eru svo háir, að þér náið ekki með tusku nið- ur i þá, þá skuluð þér fá yður langan bursta. Hellið volgu sápuvatni í þá og burstið þá síðan vel með burstanum og skolið síðan vandlega. Ef þér eigið þvottavél, þú skulið þér gæta þess, að fara vandlega eftir leiðbeiningum þeim, er fylgja, um hirðingu á henni. Munið áð hengja alltaf ullarkjóla yðar á herðatré strax eftir notkun. Ef þér látið þá á snaga, er hætt við, að þeir aflagist.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.