Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 3, 1943 tll vill er hann kunningi Ravenstayls lávarðar; lávarðurinn er líka með þessarri lest. Ef til vill er það Cosmo Woodwing systursonur hans. Ungi maðurinn var mjög glæsilegur og tígulegur, og hann horfði svo mikið á þig, Maddie, eins og hann ætlaði að festa mynd þína í huga sér, þar til hann sæi þig aftur. Hann þekkir þig áreiðan- lega aftur. En veizt þú kannske, hver hann er?" Madeline vissi að vísu, hver hinn leyndardóms- fulli, ókunni maður var; en henni fannst ekki þetta augnablik hentugt til þess að koma fram með játningu sína. Hún varð að bíða betra tæki- færis. * Lawrence Wynne stóð kyrr á brautarpallinum og horfði á eftir jámbrautarlestinni, sem skreið hægt út af brautarstöðinni, þar til rauða ljósið varð minna og minna og hvarf að lokum alveg. Síðan flýtti hann sér til Waterloojárnbrautar- stöðvarinnar til þess að koma nógu snemma til að ná í lest þá, er hann ætlaði með. Hann náði henni samt ekki, og varð að bíða lengi eftir næstu lest, sem nam staðar við járnbrautarstöð, sem var langt í burtu frá bóndabænum, svo að hann varð að fara langa leið fótgangandi, og hann kom ekki til bóndabæjarins fyrr en klukk- an eitt um nóttina. Frú Holt sat og beið eftir honum, og er hún sá, hve rykugur, þreytulegur og dapur hann var, þá lagði hún vel á borð fyrir hann og bar jafn- vel fram fyrir hann gamalt, heimabruggað öl, Og mátti lita á það sem mikla vinsemd. „Hún er þá raunverulega farin?“ sagði hún að lokum, þegar hún var ekki lengur fær um að stilla sig. „Hún er þá raunverulega farin til Irlands?" „Já, frú Holt, hún er farin til írlands," sagði Lawrence rólega. „Og guð má vita, hvenær hún kemur aftur," hélt frú Holt áfram. „Ég hefði gaman af að vita, hvað maðurinn minn mundi segja, ef ég vildi allt í einu fara leiðar minnar, burt frá honum og bömunum. En ég held, að þetta sé öðruvisi hjá tignu og ríku fólki. Það tekur það víst ekki svo nærri sér." Og hún rykkti til höfðinu, svo böndin I kappa hennar hristust. Lawrence svaraði ekki. Hann vildi ekki láta hina virigjamlegu konu vita, hvað hann sjálfur áliti og hugsaði um mál þetta; en aðrir urðu að hugsa og halda það bezta um Madeline. Hann vildi varla játa það fyrir sjálfum sér, að hún værl vist ekki alveg fullkomin, og að hann var farinn að verða afbrýðisamur í garð föður henn- ar, og þess munaðar, er umkringdi hana og alla vini hennar. Hvað stoðaði það auk þess að vera með heilabrot! Hann varð að vinna og reyna að komast áfram upp á eigin spýtur, afla sér frægðar og fjár. Þegar morguninn eftir hófst hann handa. Hann lét niður dót sitt, gekk síðustu ferðina með bónd- anum yfir akrana, bað frú Holt að gæta bams- ins vel og lofaði að koma oft í heimsókn. Svo ók bóndinn með hann á jámbrautarstöðina, og meðan hinn vingjamlegi maður stóð á brautar- pallinum og veifaði klút sínum, lagði hann af stað til London til þess að byrja nýtt líf. Frú Holt gerði við þetta samanburð á hjón- unum og kom með athugasemdir um, hve ólík þau væru. Að hennar áliti var litlifingur hans meira virði en hún öll, og svo framvegis, en maður hennar vildi ekki hlusta á þessar umræð- ur. Hið fallega andlit Madeline, hið vingjamlega bros hennar og elskulega framkoma hafði hrifið hann, og hann bað því konu sína að þegja. Lawrence Wynne kom sér fyrst fyrir í Temple í litlum, skuggalegum herbergjum með örlitlum gluggum, sem lítið útsýni var frá; en það fékk hann frekar til að standast þá freistingu að sjá nokkuð af þeim heimi, sem fyrir utan var og tælt gæti hann frá vinnunni.' Og hann hafði næga vinnu. Jessop vinur hans líktist ekki hinum svokölluðu góðu vinum í neyð; hann rétti alltaf fyrrverandi skólafélaga sínum hjálparhönd, er hann þurfti á því að halda. Og það var nóg. Hinar skörpu gáfur Lawrence Wynne, óþreyt- andi iðni hans og hin mikla ritleikni gerði hitt. Hann var gáfaðri en Jessop og átti til að bera meira þrek og þol, ásamt gáfum til að beita hæfileikum sínum á réttan hátt. Við hinar sam- eiginlegu máltíðir tókst Jessop alltaf að koma á kátínu og góðu skapi meðal starfsbræðra sinna. En Wynne kunni aftur á móti að hrífa fullan réttarsal og halda athygli allra vakandi. Hin meðfædda mælska hans, hin hljómfagra rödd hans, þeir hæfileikar, sem hann var gæddur til þess að finna alltaf hin réttu orð á réttum stað og láta ekki hið minnsta tækifæri sleppa sér úr greipum, ásamt háttprýði hans, sem alltaf hindr- aði hann í að segja of lítið eða of mikið, komu honum til hjálpar, svo að hann varð brátt talinn efnilegastur hinna yngri lögfræðinga. Hin efnisriku ádeilurit hans, sem lesin höfðu verið um heim allan, höfðu gert nafn hans við- frægt, og nú kom höfundurinn sjálfúr fram og honum gekk einnig vel á þvi sviði. 1 stuttu máli, það leið ekki á löngu áður en hann var virtur og frægur maður. Hann kom fyrst fram í smáum, en mjög flókn- um málum og leiddi þau farsællega til lykta, þvi að hann fór ekki losaralega með þau, eins og aðrir lögfræðingar, sem þegar höfðu öðlazt frægð, hefðu kannske gert. Það var farið að tala um hann sem mann, er með dómum sinum gerði út um ýms vandamál, og fólk hlustaði á hann með athygli, er hann kom með einhverjar athuga- semdir. Farið var að bjóða honum í stórar opin- berar veizlur, og brátt hlóðust upp skjöl þau, er merkt voru með nafninu Lawrence Wynne. Já, honum miðaði hratt áfram. Hann var nú fær um að borga vel fyrir litla soninn sinn, gat gefið Holt-hjónunum fallegar gjafir, fengið sér bækur og föt, og hann gat meira að segja leyft sér það óhóf, að gerast meðlimur í klúbb. Og hvað aðhafðist frú Wynne allan þennan- tima? Það hafði haft mikil áhrif á hana að sjá Law- rence þarna á brautarstöðinni svona óvænt. Hjarta hennar sló örara og tár komu fram í augu hennar, er hún sá hann hverfa í mannþröngina. „Aumingja Lawrence, hve hann elskar mig," sagði hún við sjálfa sig, ekki alveg laus við sam- vizkubit. „Hann hefir komið alla þessa leið, ein- ungis til þess að sjá mig." En Madeline West hafði upp á síðkastið verið veitt svo mikil at- hygli, að henni fannst þetta í rauninni alveg eðli- legt. Hún og lafði Rachel voru saman í svefnklefa. Lafði Rachel lét fara vel um sig í koju sinni og sofnaði brátt, en Madeline horfði dreymandi aug- um út í myrkrið og átti í harðri baráttu við sjálfa sig, baráttu, þar sem Lawrence var annars- vegar, en auður og munaður hinsvegar. Loks tók hún ákvörðun. Hún ætlaði að segja föður sínum allt og taka afleiðingunum, hverjar sem þær yrðu. Hún gerði rangt í því að blekkja föður sinn og gerði rangt í því að yfirgefa mann. sinn og bam. Hún ætlaði að gera játningu og hverfa aftur til manns síns og bams. Með þennan ásetning í huga sofnaði hún róleg. En daginn eftir vöknuðu hjá henni aðrar og ekki eins góðar hugsanir. Er Madeline sat um dögun í afturstafni „Ir- lands", til þess að sjá sólina koma upp, og hin græna strönd kom smátt og smátt betur í Ijós, þá fór kjarkurinn að bresta, og er hún við morg- unverðarborðið hitti föður sinn, sem var í vondu skapi vegna þess, að hann hafði sofið illa, þá hurfu áætlanir hennar og góður ásetningur eins og dögg fyrir sólu. Nei, hún varð að bíða, þar tii gamli maðurinn væri einhvem tíma í betra skapi. Það var allt of áhættusamt að tala við hann núna, þó að hún gæti fengið hann einan með sér dálitla stund, en það var lítið útlit fyrir, að það tækist. Klukkan fjögur dag þennan var West ásamt gestum sínum kominn til Clane-hallarinnar. Og þau urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var sann- kölluð höll, stór, tíguleg bygging, sem stóð í skjóli við fjallshlíð, og löng trjágöng, sem tók klukku- tima að aka eftir, lágu upp að höllinni. Hvílík beykitré og hvílík risavaxin eikartré! Hvílikar kanínugirðingar og snípumýrar. Og svo þama uppi á fjallinu. Var það ekki hjörtur, sem bar þar við bláan himininn? West gamli var mjög ánægður yfir að sjá hrifn- ingu dóttur sinnar og gestanna. ð „Já, þetta er falleg landareign," sagði hann, er hann fór með þeim inn í borðstofuna, þar sem dýrindis máltíð beið þeirra. „Ég sagði mönnun- £ im líka undir eins, að ég yrði að fá almennilegt .^hús og gott veiðiland, hvað sem það kostaði." MAGGI OG RAGGI. 1. Maggi: Held- urðu, að hú getir náð býflugunum út úr stofunni, Eva? Eva: Auðvitað! Enginn vandi að eiga við býflug- umar. 2. Maggi: Ekki skil ég. hvernig þú ætlar að koma þeim út með krukkunni. Eva: Þú skilur ekkert! Ég skal sýna þér það! S. Eva: Ég flutti einu sinni svona smá-býflugnahóp landshornanna á milli. Maggi: Jæja, og hvað ætlarðu að gera fyrst? 4. Eva: Opnaðu gluggann fyrst pínulítið! Á með- an fer ég að tala við býflugumar með hjálp krukk- unnar! = Copr. 1940, Kíng Featurts Syndícate, lnc., World rights rctcrvcd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.