Vikan


Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 21.01.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 3, 1943 15 Hundurinn, sem beið. R. G. Kirk. Þetta er frásögn um „leyniþráðinn“, sem er stundum milli manns og hunds — Ef nokkur maður verðskuldar að kall- ast göfugmenni, þá var það Jim, bróðir minn. Hann var góður mað- ur. Að vísu gat hann verið harður í horn að taka, en við þá, sem verðskulduðu göf- ugmennsku, sérstaklega konur, börn og dýr, var hann mesta göfugmenni, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. Það, sem ég ætla að segja ykkur, f jallar um Jim og hundinn okkar. Fyrir nokkrum árum flutti Jim til okk- ar, og Bones varð þá undireins hundur Jim. Það var ást við fyrstu sýn. Jim kunni að fást við hunda. 1 hvert skipti, sem Jim fór eitthvað burt í verzlunarerindum, vildi Bones fara með honum. Jim sagði þá: „Bíddu bara, Bones. Ég kem aftur. Ég tek þig með mér næst.“ Jim var stundum margar vikur í burtu. En Bones beið alltaf rólegur. Hann vissi, hvað ,,næst“ þýddi, því Jim stóð alltaf við loforð sín. Þegar hann kom heim affur, sagði hann: „Jæja, Bones, þú beiðst, ekki satt? Komdu nú, þetta er „næst“. Og svo fóru þeir af stað í langa gönguferð. Þessi ferðalög voru aðalskemmtun Bones. Þegar Jim var heima, fór Bones á hverju kvöldi eftir mat upp á loft, sótti morgunskó Jim og lét þá á gólfið fyrir framan stól Jim. Bones lá svo á gólfinu með höfuðið á fótum Jim, þar til kominn var hátta- tími. Svo varð Jim mjög veikur. „Gamla hjartað er að gefast upp,“ sagði hann við mig. „Ég lifi ekki nema nokkra daga enn. Það gerir mér ekkert til. Ég hefi notið lífsins, Bill.“ Síðasta daginn, sem Jim lifði, sagði hann við mig: „Hundurinn mun sakna mín. Lofaðu honum að koma hingað inn til mín.“ Svo kom Bones inn. Hann horfði áhyggjufullum augum á Jim. Jim sagði: „Bíddu bara, Bones. Ég kem aftur. Ég tek þig með mér næst.“ Við tökum lífinu yfirleitt létt heima hjá okkur. Ég hafði átt Jim fyrir bróðir í 50 ár. Jafnvel dauði hans gat ekki svift mig hinum góðu endurminningum frá öllum þeim tíma. Börn okkar tóku þetta mjög nærri sér í fyrstu, því Jim hafði verið þeim fyrirmyndar frændi. En börn eru fljót að sætta sig við slíkt. En Bones? Jim hafði sagt: „Bíddu bara, Bones.“ Svo hundurinn beið, ánægður. Jim var að vísu lengur burtu en venjulega; en hann hélt alltaf loforð sitt við hundinn. Auk þess hafði Bones morgunskó Jim í kassanum sínum. Fimm ár liðu. Kvöld eitt sátum við, kon- an mín og ég, í dagstofunni og vorum að lesa. Ekkert hljóð heyrðist í húsinu. Allt í einu fór Bones, sem lá á gólfinu hjá stól konu minnar, að dilla rófunni og hann gelti. Þér vitið, að hundar heyra oft það, sem maður heyrir ekki hjálfur. Við lögðum við hlustirnar, en heyrðum ekkert fótatak fyrir utan. Aftur gelti Bones. Svo reis hann hægt og silalega á fætur, því hann var orðinn stirður af elli, og fór út úr stofunni. Stuttu seinna kom hann inn með morgunskó Jim, lagði þá á gólfið fyrir framan gamla stól- inn hans Jim, lagði höfuðið á þá og sofn- aði svo strax aftur. Ef til vill voru það endurminningarnar, sem vöknuðu við það að sjá skó Jim á gamla staðnum sínum, er gerðu það að verkum, að mér fannst herbergið allt ann- að og hlýlegra. t „Jim var sannkallað göfugmenni,“ sagði Emily, kona mín, blíðlega. Síðan sagði hún: „Ég ætla að fara að sofa. Þú ættir að gera það líka, þú ert búinn að lesa nóg. Við skul- um ekki ónáða Bones. Við látum hann sofa, þar sem hann er, í nótt.“ Og hann lá þar morguninn eftir, alveg eins og við höfðum skilið við hann, með höfuðið á skónum. En einhvern veginn sá maður undir eins og litið var á hann, að Bones beið ekki lengur, hann hafði séð framundan langa og skemmtilega ferð, óendanlega, með góðum félaga sínum. Fangornir níu. Á meðan á óeirðunum miklu í írlandi 1848 stóð, voru níu ungir menn teknir höndum, yfirheyrðir og dæmdir fyrir svik gegn drottningunni. Dómurinn var líflát. Dómarinn las nöfn hinna dauðadæmdu: „Charles Duffy, Morris Lyene, Patrick Donahue, Thomas McGee, John Mitchell, Thomas Meagher, Richard O’Gorman, Terence McManus, Michael Ireland. Viljið þið segja nokkuð, áður en dómurinn er kveðinn upp?“ • , Thomas Meagher hafði verið valinn til þess að tala fyrir hönd þeirra allra. „Herra dómari, þetta er fyrsta afbrot okkar, en ekki það síðasta. Ef þér viljið vera vægur við okkur þetta eina skipti, gefum við yður drengskaparorð okkar fyrir því, að reyna að standa okkur betur næst. Og næst verðum við áreiðanlega ekki svo vitlausir að láta nást til okkar.“ Hinn hneykslaði dómari dæmdi þá til hengingar. En áköf mótmæli víðsvegar úr heiminum knúðu Viktoríu drottningu til þess að breyta dóminum. Mennirnir voru fluttir til hegningarnýlendu í Ástralíu, sem þá var óbyggð. Árið 1871 var maður einn, Sir Charles Duffy, kjörinn forsætisráðherra í Victoría- ríki í Ástralíu. Sér til mikillar undrunar komst Viktoría drottning að því, að þetta var sá sami Charles Duffy, sem fluttur hafði verið til Ástralíu fyrir 26 árum, sakaður um landráð. Hún krafðist þess að fá skýrslur um hina mennina, sem þangað höfðu verið fluttir, og þetta var það, sem hún sá: Meagher var landstjóri í Montana. McManus og Donahue voru stórfylkis- höfðingjar í Bandaríkjahernum. O’Gorman var yfirhershöfðingi í Newfoundlandi. Morris Lyene hafði verið ríkissaksóknari í Ástralíu, en Michael Ireland tók við því starfi. McGee var forseti ráðstjómar Kanadaríkjanna. Mitchell var framúrskar- andi stjórnmálamaður, faðir þess Mitchell, sem var borgarstjóri í New York. Þetta varð þeira að orði: 1 stað þess að elska óvini yðar settuð þér að koma betur fram við vini yðar. — Ed Howe. Það hlýtur að vera erfitt „fyrirtæki" að vera kona, þar sem það er aðallega í þvi fólgið að skipta við karlmenn. — Joseph Conrad. Maðurinn getur lifað án vona, án vina og án hljómlistar, á meðan hann getur hlustað á sínar eigin hugsanir. — Axel Miinthe. Látið þér blekkja yður? Ef yður væri boðinn 100 krónu seðill í staðinn fyrir 50 króna seðil með þessari aðvörun: „Athugaðu hann vandlega, áður en þú ákveður þig,“ mundir þú þá taka boðinu ? Flestir vinir eins kunningja míns, sem lék þetta bragð, neituðu boðinu vegna þess- arrar athugasemdar, sem hann lét fylgja því. Mynt var látin ganga milli 48 mennta- skóladrengja og þeim var síðan sagt að teikna mynd og sýna, hvar gatið væri á myntinni. Það var ekkert gat á henni — en 44 af 48 drengjum teiknuðu það engu að síður. Kennari einn sprautaði vökva inn í kennslustofuna og sagði drengjunum að rétta upp höndina, er þeir fyndu lyktina af vökvanum. Þrír f jórðu þeirra réttu upp höndina — en vökvinn var hreint vatn. Þér skuluð nú ekki þykjast betri en þetta fólk, það var allt vel viti borið. I þessu kemur einungis í Ijós hæfileikar manna til þess að láta aðra gera það, sem þeir vilja láta þá gera. Hugmyndir eru balsam; orð kunna að vera sáraumbúðir. — Victor Hugo.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.