Vikan


Vikan - 28.01.1943, Page 1

Vikan - 28.01.1943, Page 1
Nr. 4, 28. janúar 1943. Ég sakna héraðslœknis- starfsins sagði Jónas Kristjánsson lœknir, er vér fórum á fund hans og báðum hann að segja nokkur orð með mynd peirri af honum, sem birt er nú á forsíðu blaðsins. Þér eruð einn af elztu starfandi læknum landsins og hafið verið héraðslæknir á tveim stöðuxn utan Reykjavíkur, svo að það væri fróð- tegt, ef þér vilduð segja lesendum Vikunnar eitt- hvað lítilsháttar af starfsreynslu yðar. Ég er tregur til að veita yður umbeðið viðtal •ða umsögn, býst við, að það kunni að verða tekið sem einskonar karlagrobb. Þér spyrjið um starfsreynslu mína sem héraðslæknis. Ef ég á að segja yður eitthvað um hana, þá er það fyrst, að héraðslæknisstarf á Islandi er að mínum dómi eitt hið skemmtilegasta starf, sem til er. Það er að vísu oft erfitt, en ánægjulegt og lærdóms- ríkf. Ég sakna þess enn þá. Bg var 10 ár læknir á Fljótsdalshéraði. Mér er enn þá í fersku minni, hversu vel og drengi- lega héraðsbúar brugðust við, er ég sagði þeim, að ég treysti mér ekki til þess að vera læknir hjá þeim, nema að komið væri upp sjúkraskýli. Þar brugðu allir við, konur jafnt sem karlar. Allir voru fúsir til þess að leggja á sig hvers konar útgjöld og erfiði til þess að koma þessu í framkvæmd. Flutningar voru þá erfiðir á Fljótsdalshéraði, aðeins hestvagnar yfír háa heiði. Sjúkraskýllð var ekkí stórt, og það var líka oftast þéttskipað sjúklingum, og stundum jafnvel meira en það. Gaman var að hleypa hesti á sléttum ísi Lagarfljóts. Eg átti þá mikinn fjörhest, And- vara, frá Hnausum í Húnaþingi. Líka var gaman að hlaupa á skautum á frosnum Iæginum. Lenti ég þá oft í hópi glaðra unglinga, t. d. með drengjunum frá Geitagerði, þar sem Guttormur alþm. Vigfússon bjó. Ferðir voru oft erfíðar, eácki sízt í skammdeginu í hríðarveðrum. Fljóts- dalsheiði er há og breið og einn jökull á vetr- um. Með góðum kompási er auðvelt að rata Jónas Kristjánsson, læknir. Fmmhald á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.