Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 3
VIKAJM, nr. 4, 1943 3 Charles B. Roth: Um persónuleika manna. Þessi grein er skrifuð einmitt fyrir yður — ef þér eruð einn þeirra mörgu, sem eru óánægðir með persónuleika sinn. Maður nokkur, sem kom í heimsókn til mín í dag, álítur sig vera í al- varlegum vanda staddan. Og það «r vandi, sem margir aðrir eru staddir í nú á dögum. Vegna stríðsins verður hann að leggja niður þann starfa, sem hann hefir áður gegnt. Hann var mjög niðurdreginn. Hann hafði allt líf sitt gegnt vana- bundnu starfi, verið einn innilokaður allan vinnutímann. En hann hafði mikla löngun til þess að skipta við fólk og hafa áhrif á hugsanir þess. Hann hafði lengi langað til þess að verða verzlunarmaður eða ein- hvers konar viðskiptamaður. En lífs- reynsla hans og starf höfðu stefnt í allt aðra átt. „En hvers vegna reynirðu þetta þá ekki?“ spurði ég. „Það gæti ég ómögulega gert.“ „Hvers vegna?“ „Ég er hræddur." „Við hvað?“ . „Að ég mundi ekki geta haft það af.“ „Af hverju ættirðu ekki að geta það? Þú þarft einungis að öðlast meiri fræðslu á nokkrum sviðum. Ég gæti nefnt þér mörg starfssvið, sem mundu hæfa manni, með menntun þinni, gáfum og lífsreynslu. Það eina, sem þú þarft, er að endurbæta persónuleika þinn.“ „Það er nú einmitt það,“ sagði hann. „Ég er ekki fær um það.“ Og ég spurði hann aftur hvers vegna. „Vegna þess, að ég er of gamall.“ „Hve gamall ertu?“ Hann sagðist vera 38 ára. Ég benti hon- um á það, að margir merkustu menn hefðu byrjað frægðarferil sinni löngu eftir að þeir voru 38 ára, en hann lét ekki sannfær- ast. Hann vitnaði í þá skoðun Napóleons, sem hann dáir mjög, að það, sem maðurinn væri þegar hann er fertugur, muni hann vera allt sitt líf. Ég taldi upp marga menn sem byrjað hefðu starfsferil sinn 40 ára og jafnvel 50 ára til þess að sanna það, að það er aldrei of seint að endurbæta per- sónuleika sinn — ef nægur vilji er fyrir hendi. Ég þekki marga menn og konur, sem hafa gert þetta, en þrír eru mér alltaf fastastir í minni vegna hinnar miklu breyt- ingar, sem á þeim varð. Þessir þrír menn, allir eldri en 40 ára, urðu nýir menn í sér- hverjum skilningi, lögðu inn á ný starfs- svið, sem kröfðust meiri sérgreinilegrar þekkingar og áhrifameiri persónuleika en þeir höfðu átt til að bera, en samt breytt- ust þeir svo mikið á fáum ánim, að þeir, sem áður höfðu þekkt þá, ætluðu verla að þekkja þá aftur. Þessir þrír menn áttu allir minna til að byrja með en maður sá, er kom til min. Ég sagði honum þetta. Þegar hann fór frá mér, sagði hann, að hann ætl- aði að reyna að endumýja persónuleika sinn. Ég vona, að hann geri það. Ég er sannfærður um, að honum mun heppnast það, því það er í rauninni ekki erfitt, ef farið er eftir nokkmm óbrotnum leiðbein- ingum. Nú ætla ég að segja yður frá þeim fyrsta þeirra þriggja manna, sem ég hefi minnzt á. Hann var 45 ára, þegar hann kom fyrst til mín. Hann var í atvinnuleit. Ég þurfti á manni að halda, en vildi ekki ráða hann, því hann var mjög óþýður í viðmóti, óþýðasti maðurinn, sem ég hefi kynnzt — fráhrindandi í útliti — hann var hirðu- laus með sjálfan sig og föt sín — (ég man eftir matarblettum á skyrtu hans, er hann var í atvinnuleit); fráhrindandi í tah, hann talaði þvögluleea og mál hans var ófágað og hann var fráhrindandi í allri framkomu sinni. Ég sá mann þennan ekki aftur fyrr en sex ámm síðar. Hann var þá orðinn fram- kvæmdarstjóri fyrir víðtækt verzlunar- fyrirtæki, og vissi ég að sú staða krafðist persónuleika, góðrar framkomu, kurteisi og skilnings. Hann var nú gjörbreyttur maður; hann var viðmótsþýður, snyrtilegur til fara og orðaval hans fágað. Hann hreif mig með framkomu sinni. Ég þekkti hann þá allt of lítið til þess að geta spurt hann um orsök- ina til þessarrar breytingar, en seinna kynntumst við betur, urðum góðir vinir og hann sagði mér þá sjálfur, hvernig hann hefði svo gjörbreytt persónuleika sínum. Annar maðurinn var 41 árs, er hann byrjaði þennan feril sinn, en hann var að því leyti illa settur, að hann var útlend- ingur og kunni hvorki ensku né þekkti siði okkar. Ég hitti hann á alþjóðasam- komu; hann var vinsælasti maðurinn þar. Hann heilsaði öllum brosandi og með glað- væru tali, og var aðalmaðurinn í öllu. „En hve þetta er aðlaðandi maður,“ sagði ég við mann, sem þekkti hann vel. „Hann er það núna. En þú ættir að hafa þekkt hann fyrir tveim árum.“ „Við hvað áttu?“ „Hann var verst liðni maðurinn í þessari starfsemi fyrir tveim árum,“ sagði maður- inn. „Svo fór hann að leggia sig fram og — ja, og nú sérðu árangurinn.“ „Áttu við að hann hafi umskapað sjálf- an sig?“ „Já.“ Er hann kom fyrst til Ameríku, og hafði lært málið að nokkru leyti, hóf maður þessi viðskiptastarfsemi. Hann var framgjarn að eðlisfari, svo að hann eignaðist óvini. Hann var hrokafullur, kappmáll og há- vaðasamur. Aðrir sölumenn við iðnaðinn fyrirlitu hann og útilokuðu hann úr félags- skap sínum. Ef menn voru 1 hóp að tala saman og hann kom þar að, hættu menn- irnir að tala, tíndust burt hver á fætur öðr- um og skildu hann eftir einan. Þetta var auðvitað grimmilegt‘og það var augljóst, en kunningi minn sagði mér, að það hefði verið það eina, sem hægt var að gera, því að Sam var svo hvimleiður, að þeir gátu ekki þolað hann eina mínútu. Þetta var erfið og löng barátta, en hann sigraði og varð einn þeirra vinsælustu og prúðustu kaupsýslumanna, sem ég hefi nokkurntíma kynnzt, happasæll og virtur af þeim mönnum, sem fyrir tveim árum höfðu ímugust á honum. Þriðja dæmi mitt er nátengdara mér. Það var bróðir minn. Hann var kominn yfir fimmtugt, er aðstæðurnar neyddu hann inn á nýja braut, sem krafði snilli og aðlaðandi framkomu. Hann hafði ekki lagt það á sig að efla þessa hæfileika, en nú var hann árið 1932 neyddur til þess að leggja inn á nýja braut, sem virtist liggja yfir óvinnandi torfærur. Allir töldu honum trú um, að honum mundi misheppnast, en hann trúði því statt og stöðugt, að maður, sem er ákveðinn í að vilja gera eitthvað, geti einhversstaðar að fengið vald til þess. Því hélt hann áfram og bætti smám saman úr kunnáttulcysi sínu. Fyrst var það útlitið. Hann hafði verið kraftamikill útivinnumaður og hafði verið hirðulítill um útlit sitt. Hann varð því að læra það, sem þeim verður ósjálfrátt, sem umgangast ávallt lýtalaust klædda menn og fágaða. Hann varð að læra að velja sér föt og láta þau fara vel, hirða neglur sínar, tennur og hár, venjur, sem ég og þú kunn- um án þess að hugsa um þá. Næst var það málfarið. Hann hafði alltaf hirt lítið um það, og var lítt skólagenginn. Hann tók að læra fullkominn framburð málsins, á þeim aldri, er aðrir menn sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Ég man Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.