Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 4, 1943 ELDSKÍRNIN. Dagur sá, er John Marokin gekk í þjónustu slökkviliðsins, var ham- ingjuríkasti dagurinn í lífi hans. Frá því hann var smádrengur hafði hann þráð að ná þessu takmarki. Hann hafði oft stað- ið fyrir utan hlið slökkvistöðvarinnar og horft á hetjurnar, sem gengu um þar fyrir innan. Og nú var hann sjálfur kominn inn fyrir. En sorglegasti dagurinn í lífi hans var sá, er það kom í ljós, að hann var huglaus. Og það varð í fyrsta skiptið, sem hann var reyndur. Það var æfing, og John átti að klifra upp eftir stóra fimm hæða stig- anum. Hann hljóp hreykinn og ákveðinn upp þrepin, og náði brátt upp að þriðju hæð. Þar nam hann augnablik staðar til þess að hvíla sig og leit ósjálfrátt niður, þar sem mennirnir hlupu fram og aftur og fengust við langar slöngurnar. Þá var allt í einu eins og gripið væri utanum hjarta hans, hann varð altekinn ógurlegri hræðslu og lokaði augunum. En það var aðeins augnablik, svo herti hann sig upp og hélt áfram. Þetta var bara smá svimi, sem ekki var að fást um. En hann var ekki eins fljótur og áður, vöðvar hans voru svo einkennilega slapp- ir, hann varð næstum því að skríða. En hann náði f jórðu hæð, og nam aftur staðar. Hann gat ekki meir. Limir hans voru þung- ir sem blý, og honum sortnaði fyrir aug- um. „Komið þér niður, maður,“ kallaði slökkviliðsstjórinn. Hann hlýddi viljalaust, hélt sér rígfast í þrepin og einblíndi á hendur sínar. „Komið hingað,“ sagði slökkviliðsstjór- inn hastur. „Hvað er að yður?“ „Ég — mig svimaði víst dálítið — ég hefi aldrei farið upp fyrr — ég —.“ „Þér voruð hræddur, maður,“ sagði slökkviliðsstjórinn og snéri sér frá honum. Mennirnir sögðu ekki neitt, en John las greinilega fyrirlitninguna úr andlitum þeirra. Og næstu dagar urðu honum ömur- legir. Allir snéru við honum baki, og hann kvaldist af aumingjaskap sínum. Honum yrði sennilega sagt upp bráðum. Hvernig ættu þeir að hafa not fyrir hann? Svona mikinn hugleysingja. Aumingja John! Hinir miklu loftkastal- ar hans höfðu hrunið til grunna, og hon- um fannst hann vera óhamingjusamasti maðurinn á öllu jarðríki. — Þar til mikli bruninn brauzt út í nýja Vesturhverfinu. New Chestor var bær í miklum uppvexti. Pyrir tíu árum höfðu verið um 15,000 íbúar í bænum, en nú voru þeir yfir 100.000. Hinn forugi og dimmi þjóðvegur, sem þá hafði legið í gegnum bæinn, var nú orðinn að upplýstri og breiðri götu, hallir, skýjakljúfar og verksmiðjur spruttu upp eins og gorkúlur. Nýlega hafði bæjarfélagði látið reisa volduga húsaþyrpingu, næstum því heilt hverfi. Það var ekki alveg búið að ljúka við bygginguna, en þegar búið að leigja flestar íbúðimar og nokkrar búðir var farið að nota. En sagt var, að húsin væru ekki traustlega byggð, það hefðu ekki verið til nægir peningar til þess að gera þau eins og þau áttu að vera. En einhvers- Smásaga 'ð’XxMt Qömw.. staðar varð fólkið að vera, og það varð að taka það, sem til var. Það var í þessarri húsaþyrpingu, sem eldurinn brauzt út. Upptökin voru í vöru- geymslu, sem tilheyrði stórri vopnaverzl- un, og hann breiddist óhugnanlega hratt út. Er slökkviliðið kom, logaði þegar glatt í verzluninni og næstu íbúðir og búðir, er sem betur fór voru auðar, voru í mikilli hættu. Margir slökkviliðsbílar komu á vettvang, og John var með. Hann var með hjartslátt af æsingi og eftirvæntingu. Skyldi hann nú aftur reynast hugleysingi, eða mundi hann fá tækifæri til þess að gera eitthvað gagn, svo að mennirnir gleymdu einhverju af fyrirlitningu sinni? Vatnið sauð í gráðugum logunum og slökkviliðsmennirnir voru tilbúnir að fara inn í húsið, er vopnasalinn kom allt í einu þjótandi út, náfölur og skelfingu lostinn. „Púðrið!“ hrópaði hann. „Kjallarinn er fullur af púðri. Ég er ekki búinn að bjarga áttunda hluta eigna minna, og eldurinn er þegar kominn að dyrunum, sem liggja niður í kjallarann. Ég er gjaldþrota!" „Til baka!“ öskraði slökkviliðsstjórinn. | Vitið þér það? j | 1. Með hverjum börðust Tyrkir í heims- i styrjöldinni 19Í4—18? 1 2. Hver bjó til fyrsta píanóið? | 3. Hve lengi er jörðin að snúast einn | i hring ? i 4. Hver var faðir Jupiters? | 5. Hverjir voru Dismas og Gestas? H 6. Hvenær fæddist Shakespeare og hve- I nær dó hann? I | 7. Hver byggði Suezskurðinn ? | 8. Hve mörg böm átti Johann Sebastian I Bach ? i 9. Hvaða kona flaug fyrst ein yfir 1 Atlantshafið ? H 10. Verpa leðurblökur eggjum? Sjá svör á bls. 14. MiiiiiiiniitiiiiiimiimitiiiiiiiminmitMimiiimmitiiiisniimiiimiiiiiiiiimiiimii' „Hafið þið heyrt það? Það er púður í kjallaranum, eftir augnablik getur orðið ægileg sprenging. Pljótt til baka!“ Mennimir urðu skelfingu lostnir og flúðu. Allir nema John. Hann greip slöngu og réðist inn í hið brennandi hús. „Til baka, segi ég,“ hrópaði slökkviliðs- stjórinn, „heyrið þér ekki, það er púður —,“ en John var þegar horfinn inn úr dyrunum. „Það er ógerlegt að bjarga honum,“ sagði slökkviliðsstjórinn við mennina, sem störðu skelfdir á eftir John. „Hann hlýtur að vera orðinn vitlaus, eða þá að hann hefir ekki heyrt það, sem ég sagði.“ En John hafði bæði heyrt og skilið. Hann skeytti ekki um hættuna, hann var aðeins gripinn fögnuði yfir því, að hann var ekki hræddur, og hann ætlaði að sýna hinum, að hann var það ekki. Hann reikaði um í brennandi húsinu, hálfblindaður af reyknum, og leitaði að dyrum þeim eða hlera, sem lá niður í kjallarann. Það heyrðist klukknahringing, sem færð- ist nær og nær; og brunamennirnir urðu órólegir. Það var yfirslökkviliðsstjórinn, sem var að koma. „Hver fjandinn er þetta?“ sagði hann. „Standið þið grafkyrrir og horfið á húsið brenna til grunna?“ Slökkviliðsstjórinn sté fram og heilsaði. „Það er púður í húsinu, yfirslökkviliðs- stjóri, í kjallaranum. Það getur orðið sprenging á hvaða augnabliki, sem vera skal.“ „Guð komi til,“ sagði yfirslökkviliðs- stjórinn skelkaður. „Er nokkur inni?“ „Já, ungur piltur, sem er nýkominn í slökkviliðið. Það er raunar eini hugleys- inginn, sem nokkurn tíma hefir verið í lið- inu. Hann hlýtur að hafa orðið óður af hræðslu, því hann þaut allt í einu inn í húsið, þegar ég skipaði mönnunum að hörfa undan. Ég get ekki sent menn mína í bráðan dauðann til þess að bjarga honum.“ „Hugleysingi! Nei, hann er sannarlega eina karlmennið meðal ykkar,“ sagði yfir- slökkviliðsstjórinn æstur. „Páið mér öxi og fylgið mér svo!“ Mennimir voru fúsir til þess. Þeir vom ekki vanir því að standa aðgerðarlausir og horfa á, og eftir augnablik vom allir komnir á sinn stað. Sumir beindu þungum slöngum að eldinum, en aðrir fóm á eftir yfirslökkviliðsstjóranum inn í húsið. Kæfandi reykjarmökkur gaus á móti þeim út úr búðinni, og þeim var ógerlegt að sjá nokkum hlut. En þeir héldu ótrauð- ir áfram gegnum lítið herbergi og inn í annað, sem snéri út að portinu. Þar lá veslings maðurinn hálf kafnaður, á gólf- inu. En í hendinni hélt hann sprautu, og beindi henni á hlera í gólfinu, á meðan neistarnir flugu umhverfis hann og log- arnir sleiktu veggina allt í kringum hann. Yfirslökkviliðsstjórinn tók hann í fang sér og bar hann sjálfur út, en mennirnir unnu áfram að því að fyrirbyggja hætt- una. Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.