Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 4, 1943 5 Framhaldssaga: Líkið í ferðakistunni .Sakamálasaga eltir Dr. Anonymous . Hann var mjög taugaóstyrkur og æstur, er ég kom til hans. Símskeyti hafði verið sent til lög- reglunnar í London og hún sendi nú einn manna sinna til Parisar. Annars hafði ekkert nýtt komið i ljós. Það var ennþá ógerlegt að yfirheyra frú Orr-Simpkinson, og það var ómögulegt að fá nokkum hlut upp úr dótturinni, sem vildi ekkert segja, eða þjónustustúlkunni, sem ekkert vissi. — Móðirin og dóttirin höfðu verið leystar úr hinu stranga varðhaldi, og þeim hafði verið leyft að setjast að í litlu húsi við hliðina á fangelsinu, sem í rauninni var hluti af því. Það bar nafnið „Fjölskyldugistihús", og stjómaði þvl kona ein, sem bar ábyrgð á því, að fangamir færu ekki úr herbergjum sínum, og var borguð þar sama leiga og á fyrsta flokks gistihúsi. Mér var það mest áríðandi, að verða leynilög- reglumanninum frá London hlutskarpari og vera kominn á rétta leið, áður en hann kæmi. Allan daginn hafði ég hugsað um hin einstöku atriði málsins — ég hafði alls ekki getað hugsað um neitt annað — og því meira, sem ég hugsaði um þetta, þeim mun sannfærðari varð ég um það, að ungfrú Simpkinson væri ekki eins sek og líkur virtust benda til. Þær ástæður, sem ég hafði fyrir því, voru að vísu eklti mikils virði, og Léon hafði ef til vill á réttu að standa, er hann sagði, að mér hefði ekki verið eins umhugað um öriög hennar, ef hún hefði verið eldri og ófríðari. Ég spurði Frangois, hvort ég gæti fengið leyfi til þess að tala við hana. Ég hafði allan daginn verið að yfirvega það, hvort ég ætti að stíga þetta spor, sem að öllum líkindum hlaut að leiða til þess að gera málið ennþá flóknara, en það freist- aði mín, vegna þess að það var svo mikil vogun. Ég var viðbúinn því að mæta mótspyrnu hjá Frangois — hann hugsaði sig um — ég sýndi honum fram á, að ég sem landi fangans kynni að geta fengið ýmsar upplýsingar, sem hún vildi ekki gefa öðrum. „Má alls enginn koma inn til hennar ?" spurði ég hann. „Jú, jú," svaraði hann efablandiim. „Ein eða tvær manneskjur mega koma til hennar með sér- stöku leyfi. Það er ekki bannað að tala við hana." „Getið þér þá ekki fylgt mér til hennar?" „Jú, að vísu, en —“ „Þá skulum við fara strax. Því fleiri upplýs- ingar, sem þér hafið aflað yður, áður en leyni- lögreglumaðurinn frá London kemur, þeim mun meira lof fáið þér." Ég gat ioks talað um fyrir honum, og við ókum i leiguvagni til óásjálegs húss i þröngri götu, sem ég man ekki hvað hét. Bakhlið hússins snéri út að götunni, og það stóð í skjóli við fangelsið. Lýsingin- var mjög slæm, mér geðjaðist yfirleitt illa að umhverfinu, og þótt enn væri ekki mjög áliðið — klukkan var ekkí meira en hálf átta — þá mættum við fáu fólki og sáum margar lok- aðar verzlanir. Við námum staðar fyrir framan stórar inngöngudyr, yfir þeim brann gasljós. — Frangois hringdi dyrabjöllunni og brátt kom veit- ingakonan til dyra og bauð okkur inn í móttöku- herbergið. Hún var hávaxin, luraleg og óþrifaleg, hafði skrækjandi málróm og stutt, hrokkið hár. Frangois ávarpaði hana sem frú Bassequin. — Herbergi það, sem okkur var boðið inn í, var mjög óvistlegt; þar voru húsgögn fóðruð með grænu flaueli og tveir vasar fullir af tilbúnum Forsaga: Það er á norður-jám- brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður i að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja sins, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. blómum undir glerhylkjum. Tvö gasljós loguðu þar inni. Er lögreglustjórinn hafði í hálfum hljóðum tal- að nokkur orð við konuna, fór hann, og frú Basse- quin gekk inn í hliðarherbergi til þess, að því er hún sagði, að tilkynna stúlkunni komu mína. Ég heyrði raddir innan úr herberginu, en renni- hurð var á milli þess og móttökuherbergisins — þetta fyrirkomulag var augsýnilega haft í þeim tilgangi að létta frúnni eftirlitið með þeim gest- um, sem hún var svo vingjarnleg að taka á móti. Ein þessara radda var rödd ungfrú Simpkinson, hin var hljómfögur og þýð karlmannsrödd, og töluðu þau ensku. Mér fannst þetta mjög óheppi- legt, því að ég hafði vonazt eftir að fá að tala einn við ungfrúna. Það var þá Englendingur hjá ungfrú Simpkinson. Hver gat það verið? Ég hafði sent henni nafnspjald mitt og skrifað aftan á það með blýanti: „Landi yðar, sem telur sig geta komið .yður til hjálpar." Ég hafði ef til vill engan rétt til þessa djarfa tiltækis, en það gat verið eins gott og hvert annað, og þar sem ég líka gat komið til hjálpar, var það ekki rangt af Dubert, að hann skyldi láta undan og fylgja mér til hennar. Það var nú rætt um það í hliðarherberginu, hvort taka ætti á móti mér eða ekki. „Láttu mig tala við manninn," heyrði 'ég karl- manninn segja, en þá sagði stúlkan, mér til mikils léttis: „Við getum eins vel talað bæði við hann." Ég lagði eyrað að dyrunum til þess að heyra meira, en í því kom frú Bassequin aftur; ég tók undir mig stökk inn í mitt herbergið, en var þó ekki nógu fljótur. — Frú Bassequin lyfti brúnum og illgirnislegt glott lék um varir hennar. „Ég sé, að þér tilheyrið þessum starfa," sagði hún. „Ég hefi ekkert gagn af þessu, því að hún talar alltaf ensku. Ég er búin að biðja um ein- hvern, sem skilur ensku, en maðurinn verður sennilega farinn, áður en sá kemur." Konan hélt áfram að tauta þetta, er hún fór með mig eftir löngum gangi; siðan opnaði hún dyr einar og bauð mér að ganga inn. Herbergið var stórt og rúmgott, en var mjög óvistlegt og óþrifalegt útlits. Léon sagði mér seinna, að leigan væri tuttugu og fimm frankar á dag, og mér fannst, að fyrir það verð mætti að minnsta kosti þvo hvítu ábreiðumar á sófanum. Á ljósakrónunni voru þrjár álmur, og logaði á þeim öllum — ljósin voru reiknuð sér í lagi —, svo að allir blettir og sérhver kongulóarvefur sást greinilega í hinni miklu birtu, og í arninum brann mikið bál, augsýnilega var það gert með það fyrir augum að setja eins mikið brenni á reikninginn og unnt var, en afleiðingin var sú. að í herberginu var funheitt. Ungfrú Orr-Simpkinson sat í hominu á milli gluggans og arinsins á gömlum legubekk og við hlið hennar stóð karlmaður. Þau litu bæði hálf- undrandi á mig. Ég þóttist sjá þau bæði út við fyrsta augna- tillit. Núna, er ég gat í ró og næði virt ungfrú Simpkinson fyrir mér, geðjaðist mér betur að henni en áður. Þar sem lögreglan hafði tekið í sínar vörzlur allan farangur hennar, var hún emi í hinni svörtu ferðadragt sinni, sem klæddi hinn glæsilega vöxt hennar prýðilega, en í þessum yfirlætislausa búningi var hún mjög fögur og ein- beitt á að sjá. Hún bar hið fallega svarta hár í fléttum, sem vafðar vom um höfuð hennar. Hún hafði stór, brún og svipmikil augu, sem litu beint á mig, og bættu að fullu upp hina óreglulegu drætti andlits hennar. Hún var ekki beint lagleg, en yfir henni hvíldi sá yndisþokki, sem falleg augu og glæsilegur vöxtur veita hverri konu, og ég sagði aftur við sjálfan mig, að hún heyrði ekki til þeirra kvenna, sem fremja morð, en hún gat virzt vera kona, sem mtmdi hætta lífi sínu til þess að vemda morðingja — ef hún elskaði hann. Hafi mér geðjast vel að ungfrú Simpkinson, þá verð ég að játa það, að mér geðjaðist næst- um því ennþá betur að manninum, sem stóð við hlið hennar. Klæðnaður hans bar vott um, að hann var prestur við ensku kirkjuna, og fór hann honum ágætlega. Hann var hár og grannvaxinn með unglegt og frítt andlit, mikið, stuttklippt hár og skær, blá augu, sem lýstu bamslegri hrein- skilni. Hann hafði lagt höndina á bak legubekks- ins, sem ungfrú Simpkinson sat á, og það gladdí mig að sjá hana í svona góðum félagsskap og undir góðri vernd. „Þeim þykir augsýnilega vænt hvom um ann- að,“ hugsaði ég. „Þetta hlýtur að vera bróðir hennar, sem verndar hana.“ Ég verð að segja mér til afsökunar, að ég var um leið gramur sjálfum mér yfir þvi, að ég skyldi vera svona ákveðinn í að halda fast við fyrr um- ræddan gran minn, þótt allt mælti á móti honum. Við voram ein, því að ég hafði gefið frú Basse- quin bendingu um að draga sig í hlé. Ungfrú Simpkinson hóf samræðumar með mikilli still- ingu og ró, sem var einkennilegt af svona ungri stúlku; hún gat ekki verið meira en tuttugu ára, og ég áleit manninn við hlið hennar um tuttugu og þriggja ára. „Má ég spyrja um ástæðuna fyrir heimsókn yðar, herra," — hún leit á nafnspjald mitt — „Spence?" Hin fallegu augu hennar beindust spyrjandi að mér. „Já, ungfrú," svaraði ég, og mér fannst ég vera mjög heimskur og vandræðalegur. „Nafn mitt er Spence, og, eins og þér getið séð starfa ég á einkaleynilögregluskrifstofu. Ég var af tilvilj- un staddur á jámbrautarstöðinni í gær, og mér datt í hug, að undir þessum kringumstæðum munduð þér þurfa á þeirri hjálp, sem skrifstofa mín gæti veitt, að halda. Ég tala góða frönsku og þekki persónulega marga þá menn innan lög- reglunnar, sem hafa með mál þetta að gera." Ungfrú Simpkinson svaraði ekki, aftur á mótí tók presturinn til máls með hljómfallegri röddu og sannfærandi, sem laðaði mig enn meira að honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.