Vikan


Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 28.01.1943, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 4, 1943 7 Jónas Kristjánsson. Framhald af forsíðu. yfir hana með aðgæzlu. Ég ann Fljóts- dalshéraði og íbúum þess síðan ég dvaldi þar og minnist þeirra sem ágætis manna og kvenna. Ég á þar enn marga góða vini, þótt nærfelt þriðjungur aldar sé liðinn, síðan ég flutti þaðan. Skagafjörður og Fljótsdalshérað eru að mínum dómi fegurstu héruð þessa lands, þeirra sem ég hefi séð, og er þó víða fagurt á Islandi. Ég á líka margar endurminning- ar frá Skagafirði. Skagfirðingar voru mér líka vænir. Sjúkrahúsið þar var stækkað í minni tíð. Það var ósk mín að skilja svo við þar, að komið væri upp nýju sjúkrahúsi áður. En það gat þó ekki orðið. Ferðir voru oft tíðar og langar í Skaga- firði. En þegar vegir bötnuðu og bílar komu, voru ferðirnar mér aðeins til hress- ingar og skemmtunar. Ég taldi þá alla erfiðleika horfna. Skagafjörður hefir jafnan verið mikið hestahérað. Ég átti jafnan góða hesta og ól þá vel á vetrum. Þegar dagsins önn var úti, tók ég hest minn og hnakk og hleypti á burt undir loftsins þök, eins og Einar Benediktsson segir. Heimsótti ég þá oft góða kunningja nágrennisins, en fór oft- ast að Utanverðunesi og Keflavík. Síðasti reiðhestur minn var brúnn skeiðhestur. Vanalega tók hann ekki í mál að lina á spretti, heldur þreytti hann fyrst skeiðið, en síðan stökkið, og aldrei skrikaði honum fótur, og aldrei sá ég hann móðan þau 12 ár, sem hann var reiðhestur minn. Ég lét fella hann nokkrum dögum áður en ég fór alfarinn úr Skagafirði. Oft gekk ég niður að ósi Héraðsvatna á sumrum og heimsótti vin minn Jón Ós- mann. Hann var ferjumaður, sem margir þekktu, almennt talinn tveggja manna maki að afli, gleðimaður, gestrisinn og hafði gaman af skáldskap. Skytta var hann ágæt og yfirleitt mesti veiðimaður. Átti hann gríðarstóra haglabyssu fram- hlaðna og skaut margan selinn með henni. Á Sauðárkróki-hafði ég dálítinn búskap, 3—4 kýr og kom þar upp 200 hesta túni. Hafði líka um 20 kindur og nokkra hesta. Ég kom oft í húsin til hirðis míns og hafði þá brauð með mér handa hestum og kind- um. Það þekkti mig allt saman. Annars var það mér meir til gamans en gróða þetta búhokur. Hver hafa verið aðal-áhugamál yðar? Um áhugamál mín hefi ég það fyrst að segja, að ég hefi alltaf haft þau einhver. Ég held, að það séu andlega fátækir menn, sem engin áhugamál eiga. En mesta áhugamál mitt nú um tugi ára hefir verið og er enn það, að bæta heilsu- far allrar alþýðu. Ég hafði ekki verið lengi læknir, þegar reynslan sannfærði mig um það, að heilsufar manna er yfirleitt lakara en þörf er á og vera mundi, ef þekking væri góð og viðleitni meiri til varðveizlu heilsunnar, en á hvorttveggja skortir mikið að mínum dómi. Er þar mikið og veglegt verkefni fyrir höndum fyrir viðsýna og lærða lækna. Ég þykist hafa fengið góðar og gildar sannanir fyrir því, að ýmsir hrörnunar- sjúkdómar hafi hraðvaxið á síðari áratug- um. Þetta á sér ekki aðeins stað hér hjá oss Islendingum, heldur og meðal flestra menningarþjóða, sem standa þó betur að vígi en vér að flestu leyti. Hverjai- teljið [)ér orsakir þessa ástands, og á hvern hátt er hægt að ráða bót á því? Síðari spurningunni er fljótsvarað. Það má vera hverjum manni auðsætt, að sjúk- dómar yfirleitt verða ekki læknaðir né þeim útrýmt, nema því aðeins að orsökum þeirra sé útrýmt. Og þá er það jafnauðsætt, að ákveðnar orsakir hljóta að liggja til alha sjúkdóma, ekki aðeins þeirra, sem stafa af völdum sýkla, heldur og hinna, sem eru hrörnunar eðlis. Forsjón lífsins hefir áreið- anlega ætlað oss mönnum fullkomna heil- brigði, en ekki kvillasemi. En nú er svo komið meðal allra siðmenntaðra þjóða, að fullkomin heilbrigði er afar fágæt, en las- leiki að sama skapi algengur. Læknavísindin eru að sanna áþreifan- legar með hverju árinu, að orsakir sjúk- dóma eru meira og minna brot á því lög- máli, sem mannkynið hefir alizt upp við frá öndverðu. Ef þetta er rétt, þá verður hrörnun og úrkynjun því aðeins bætt, að komið sé í veg fyrir brot á lögmáli heil- brigðra lífsvenja. Menn hafa komizt að raun um, að frumskilyrði fullkominnar heilbrigði eru: 1) Gnægð af hreinu lofti með nægu súrefni. 2) Náttúrleg næring. 3) Ör tæming þeirra efna, sem myndast við lífsbrunann í líkamanum. Allir vita, að meðal siðmenningarþjóð- anna eru öll þessi frumskilyrði þverbrotin á alla lund. Erum vér með því að þræða leiðirnar að markinu: Fullkomin heil- brigði? Nei og aftur.nei. Vér þræðum miklu fremur leiðirnar til úrkynjunar og hrörn- unar. Þarf ekki að minna á annað en vín- nautn og tóbaksnautn, þar sem nú er svo komið, að svo að segja hver ung stúlka reykir og drekkur jafnvel líka. Þessar veslings ungu stúlkur vita bara ekki, hvaða örlög bíða þeirra af þessum sökum og hvílíka ógæfu þær leiða yfir sig og böm sín. Og líkt má raunar um ungu mennina segja. Oft má ráða bót á einu eða öðru sjúk- dómseinkenni með venjulegum læknisað- gerðum eða lyfjum. En því fer þó fjarri, að þar með sé ráðin bót á sjúkdóminum sjálfum, því að orsakirnar eru látnar eiga sig, og þær halda áfram að verka, svo að sjúkdómurinn tekur sig aftur upp í sömu eða nýrri mynd. Á engu sviði heilbrigðismálanna er van- þekkingin rótgrónari hér hjá oss Islend- ingum en á sviði næringarmála, enda eru meltingarkvillar að minni hyggju algeng- ari hér en í nokkru öðm landi heimsins. Úr þessu verður ekki bætt á neinn annan hátt en þann, að ráða bót á mataræði landsmanna og færa það i réttara og náttúrlegra horf. Meðal flestra menningarþjóða hafa lærðir menn og vitrir séð nauðsyn þess, að vekja alþýðuna til umhugsunar um þessi efni og veita henni fræðslu og leiðbeining- ar um það, hvemig hægt sé að fyrirbyggja sjúkdóma og lækna þá með því einu, að gera lifnaðarhætti sína einfaldari og skyn- samlegri og um leið náttúrlegri, mataræðið fyrst og fremst, kenna mönnum m. ö. o. að þræða hinar nýju — en jafnframt æva- gömlu — leiðir fullkominnar heilbrigði og ráða þannig bót á því öngþveiti, sem sjúk- dómafarganið hefir leitt oss út í. Hafa í þessu skyni verið stofnuð félög í mörgum löndum, víða fyrir forgöngu lækna. Hvað hafið þér gert til þess að koma þessum kenningum á framfæri hér á landi? Á undanförnum tveimur áratugum hefi ég flutt erindi og ritað í blöð og tímarit um þessi áhugamál mín. Ég flutti til Reykjavíkur með það fyrir augum, að geta . betur unnið að þeim þar en annars staðar. Stofnaði' ég þar, ásamt nokkrum áhuga- mönnum og ýmsum vinum mínum, Nátt- úrulækningafélag íslands, sem stefnir að sama marki og þau félög erlendis, sem ég gat um áðan. Hefir félagið þegar gefið út tvö rit um heilbrigðismál, „Sannleikann um hvíta sykurinn" í fyrra, og nú í vetur kom út bókin „Nýjar leiðir“, sem er safn af fyrirlestrum mínum og ritgerðum. Undan- farin ár hefi ég og flutt nokkra fyrirlestra í útvarp, en þeir eru óprentaðir. En þvl miður er nú svo komið um mig, eins og svo marga aðra starfandi lækna, að læknis- störf mín hér gefa mér lítið tóm til rit- . starfa eða fræðslustarfsemi. Ef vel ætti að vera, þyrfti að launa sérstaka lækna til þess að hafa slíka starfsemi með höndum. Jónas Kristlánsson læknir er fæddur á Snær- ingsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu 20. sept- ember 1870, sonur Kristjáns Kristjánssonar frá Stóradal og konu hans Steinunnar Guðmunds- dóttur frá Kirkjubæ í Húnabingi, systur Jó- hannesar Nordal íshússstjóra. Jónas varð stúdent úr Lærða skólanum 1896 og lauk prófi í læknis- fræði við Háskólann hér 1901. Sigldi hann þá og var nokkra mánuði utanlands, en varð héraðs- læknir á Pljótsdalshéraði sama ár. Fór þaðan 1911 í' Sauðárkróks læknishérað og var þar til árs- loka 1938. Hefir síðan stundað lækninear S Reykjavík og gerir enn. Hann er kvæntur Hans- inu Benediktsdóttur Kristjánssonar prófasts á Grenjaðarstað. Um persónuleilta manna. Framhald af bls. 3. það, að hann rændi úr bókaskápnum mín- um öllum bókum sem ég átti um málfræði og framburð. Hann las upphátt, er hann var einn, til þess að fullkomna málfar sitt og framburð. Ég væri ekki að skrifa um hann, ef hon- um hefði ekki heppnast þetta. En honum tókst það alveg prýðilega. Hann varð sá skemmtilegasti og viðkunnanlegasti mað- ur, sem ég hefi þekkt; maður, sem kom vel fram og gat tekið þátt í hvaða umræðum sem vera skyldi, og heillað alla með þekkingu sinni og prýðilegu tali. Og allt þetta lærði hann eftir að hann var kominn yfir fimmtugt!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.