Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 1
Nr. 5, 4. iebrúar 1943. Syona lítur hann út, varaþulur útvarpsins. Vér birtum nú forsídumynd af Pétri Péturssyni og stutt somtal við hann um ýmislegt, sem snert* ir starf hans hjó útvarpinu. VIKAN hefir orðið þess mjög vör, að marga lesendur hennar langar til að „sjá framan í“ varaþul útvarpsins. Vér höfum áður birt mynd af aðalþulnum, Þorsteini ö. Stephensen. Það er algengt mjög og eðlilegt, að fólk fýsi að vita, hvernig þeir menn líta út, sem það hlustar oftast á í útvarpi. Segja má, að þeir séu nokkurskonar heimilismenn þeirra, sem viðtæki eiga. E!n þeir eru einskonar huldu- menn, allur þorri landsmanna á þess engan kost að sjá þá — nema á mynd. Starf þulanna er vandasamt, krefst sérstakrar árvekni og samvizkusemi, þekkingar og góðrar framkomu. Engin vélmenni geta orðið góðir þulir. Það er happ íslenzka út- varpsins, að það á nú á að skipa tveim góðum þulum. Myndvarp er ekki enn kom- ið hér til sögunnar og því snerum vér oss tU Péturs Péturssonar, fengum mynd af honum og röbbuðum við hann stundar- toom. Hvenær varðst þú fyrst fyrir þeirri reynslu að standa við hljóðnemann og tala til fólks, sem þú sást ekki og hvemig verk- aði það á þig? Það var fyrsta mai, fyrir nokkrum ár- ■m. Ég var mjög taugaóstyrkur. Það lýsti sér meðal annars í því, að mér fannst ég verða þurr í munninum og ekki hafa nægilegt vald á röddinni. FmœhaJd & bls. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.