Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 5, 1943 Pósturinn Kæra Vika. Viltu vera svo góð að segja mér, hvort kvikmyndaleikarinn Nelson Eddy er giftur? Aðdáandi. Svar: Já, hann er giftur kvikmyndaleik- konunni Jeanette MacDonald. Svar til „A., B. og C.“: 1. Þyngdin á að vera um 55,72 kg. og 60 kg. — 2. Það er sennilega ekk- ert ráð til við þessu; en þér gætuð reynt að bera á þau krem og nudda þau. — 3. Yður ættu að klæða vel dökkbláir litir, rautt, grænt og brúnt, einnig gult, hvítt og bieikt. — Vin- kona yðar ætti að klæðast fötum í bláum, brúnum, blágrænum, hvitum og fölrauðum litum. — 4. Iðkun fim- leika mun gera mikið gagn i þá átt. — 5. Remman getur stafað af mörgum mismunandi ástæðum, og að svo stöddu getum vér ekki svarað þessarri spumingu. Svar til Siglfirðlngs. Þér ættuð að leita til Upplýsinga- •krifstofu stúdenta til þess að fá upplýsingar viðvíkjandi námi þessu. Svar tll „Rúnt-frökena“: Hæpið má teljast að hafa gott álit á karlmönnum, sem leggja slíkt í vana sinn, væri öllu réttara að telja þá meðal ósiðaðra götustráka. Kæra Vika. Viltu hjálpá okkur tveim stall- systrum til þess að gera út um veð- mál? Við veöjuðum nefnilega um það, hvort réttara væri að snúa sér að eða frá fólki, er maður gengi inn í sæti sín í bíó. Vonumst eftir svari sem fyrst. Tvær, sem vilja vera kurteisar. Lönd leyndardómanna ferðabók eftir Sven Hedin í þýðingu Sigurðar Ró- bertssonar, er komin út í mjög vandaðri útgáfu með 45 myndum, sem flestar eru eftir teikningu höf- undarins. Bókaútgáfa Pálma II. Jónssonar, Akureyri. Svar: Vér erum reyndar búin að svará spumingu um sama efni ekki alls fyrir löngu, en það virðist ekki veita af að brýna þetta atriði fyrir mönnum. Maður á að snúa sér að fólkinu, en ekki frá því, er gengið er til sætis síns í kvikmynda- eða leikhúsi. Svar til „X“: Vér spurðum lækni um þetta og hann svaraði: Slíkt getur komið fyr- ir, þó að það sé frekar sjaldgæft. iOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOS S Tökum fatapantanir aftur um þessar mundir. — Höfum fengið nýtt úrval af fata- og frakka- efnum. — Fljót afgreiðsla. Verksmiðjuútsalan, Qeíjun — Iðunn, Aðalstræti. , VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOsoo- l Athugið! I | Símanumer Sveinabakarísins \ I er núna I ! 3632. ISveinabakamð 1 Vesturgötu 14. | öoooooooooooooooooooooooooosoooooooooooooooooooooooos Kæra Vika'. Við höfum veitt því eftirtekt, að margir senda þér ýmsar fyrirspumir, og fá góð og greiö svör. Viljum við nú fylla flokkinn og biðja þig að fræða okkur um, hvemig eigl að beygja mannsnafnið „Hjálmtýr" og vonumst eftir svari sem fyrst. Tveir ósammála. Svar: Hjálmtýr — Hjálmtý — Hjálmtý — Hjálmtýs. Mynd úr „Árbókum Reykjavíkur“. 2. útgáfa af „Árbókum Reykjavíkur", eftir Jón biskup Helgason, kom út •kömmu fyrir jólin. Em þær auknar og endur- bættar og fleiri myndir l seinni útgáfunni en þeirri fyrri. Bókin er á fimmta hundrað blaðsíð- ur og skýrir frá því markverðasta, sem gerð- ist í Reykjavík á árun- um 1786 til 1936. Myndin er af Austur- velli um 1866. Svelta- menn hafa tjaldað á vellinum! Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kurkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.