Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 9

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 5, 1943 9 Búningur árásarhermanna. Myndin t. h. sýnir amerískan her- mann í búningi þeim, sem notaður er í árásum á meginlandið. £«ÉS3!5S’t*i. Fegurðardrottning Ameríku 1942. Á myndinni t. v. sést Jo-Carroll Dennison, „Ungfrú Texas“, er var kosin fegurðar- drottning Ameríku fyrir árið 1942. — Hún er 18 ára gömul. Hjá henni sést bikar sá, er hún hlaut að verð- launum. Höfðingi Aleuta-kynþáttarins. Til vinstri á myndinni sést Mike Hodikoff, höfðingi Aleuta-kynþáttarins, um borð í amerísku skipi, er kom til hafnar einnar í Alaska. Hodikoff og aðrir Aleutar höfðu flúið þangað af hættu- svæðinu. Attu-eyja, sem Aleutar byggja, var fyrsta eyjan í Norður- Kyrrahafi, sem Japanir réðust á. Einkennisbúningur anierískra kvénna. Á myndinni sjást nokkrar kónur úr sjóliðshjálparsveitum amerískra kvenna i nýjum einkennisbúningum. Aftaka rússneskra borgara, Mynd þessa fundu Rússar í vasa þýzks her- manns, sem féll á vígstöðvum í Rússlandi, og sýnir hún, hvemig Þjóð- verjar taka rússneska borgara af lífi. Þeir raða bráð sinni upp við skurð og skjóta þá svo með vélbyssum. 1 skurðinum liggja þegar mörg lík, eins og sjá má af myndinni. Fulltrúi í Moskvu. Mynd þessi sýnir W. Averell Harriman, sem var fulltrúi Roosevelts Banda- ríkjaforseta á viðræðufundum Churchill og Stalin í Moskvu síð- astliðið haust. Myndin var tekin. er hann kom til New York. Kvikmyndaleikkonan Irene Dunne ?ést hér á myndinni. Var leikkonan að selja merki til ágóða fyrir land- varnir U.S.A., er myndin var tekin. Konur við hergagnaframleiðslu. Margar konur vinna nú í vopnaverksmiðj- um, og eru það ekki einungis ungar konur, eins og myndin sýnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.