Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 5, 1943 10.000 krónur á ári. Það eru ekki margar stúlkur í Englandi, sem eru svo vel settar. Og eftir dauða minn fær hún ennþá meira. Haldið yður bara að Madeline, hún játar yður áreiðan- lega fyrr eða síðar. Hún þekkir yður, hefir vanizt nærveru yðar bæði hér og í London. Og þér er.uð betur settur en aðrir biðlar hennar, þar sem þér búið í sama húsi og hún. Ef til vill koma margir rigningardagar, og þér ættuð að færa yður þá í nyt.“ Morguninn eftir kallaði West dóttur sína inn til sín. Honum fannst, að betra mundi vera að tala við hana inni í sinu eigin herbergi, hann hélt, að þar mundi myndugleiki hans njóta sín bezt. Og hann valdi tímann rétt á eftir morgunverði fyrir þetta samtal. Það leit ekki út fyrir að Madeline grunaði, hvað beið hennar, því að hún gekk frjálslega til hans, lagði handlegginn um háls honum og kyssti hann. „Ætlarðu að tala við mig um ferðina upp i hvilftina?" sagði hún. Robert West hallaði sér upp að aminum og virti dóttur sína fyrir sér. Hann sá, þótt reiður væri, að hún var tígulega vaxin og vel þess verðug að verða mágkona hertoga. „Það er annað en ferðalag, sem við þurfum að tala um. Þetta mál er langtum meira áríðandi," hélt hann áfram og ræskti sig. „Það er viðvíkj- andi þér og Foster." „Við hvað áttu?“ sagði hún vandræðalega og roðnaði. Hinn einkennilegi tónn í röddu hans spáði engu góðu. „Við hvað ég á?“ endurtók hann óþolinmóður. „Hann sagði mér, að hann hefði beðið þín í gær, en hefði verið neitað. Og nú spyr ég þig, hvað það eigi að þýða?“ Madeline þagði. Henni leið illa og hún heyrði sinn eigin hjartslátt. „Er það satt, að þú hafir neitað honum?" spurði faðirinn reiðilega. „Já, það er satt,“ sagði hún og reyndi að stilla sig. „Og leyfist mér að spyrja, hvers vegna þú hafir neitað þessum myndarlega manni? Manni, sem er sonur hertoga og er miklu hærra settur en þú; manni, sem aldrei hefir heyrzt nema gott eitt um, heiðarlegum og — og,“ (hér varð hann að ræskja sig) „laglegum manni, í stuttu máli sagt, manni, sem ég met mikils. Má ég biðja um skýringu á þessu?" Hann hafði tekið af sér augnglerið og stóð nú og sló þvi óþolinmóður í nöglina á þumalfingr- inum. „Mig langar ekki til þess að giftast," sagði hún í hálfum hljóðum. „Þú gerir mig vitlausan með þessum þvættingi. Þetta er hreint og beint brjálæði. Þú neyðist til að giftast, þú ert skyldug til þess sem erfingi minn, og ég krefst þess, að þú giftist manni, sem sæmir þér, og sem mér fellur i geð.“ „Óskar þú þá eftir því, að ég giftist Antony lávarði?" spurði Madeline, sem nú var orðin ná- föl. Hefði hún nú bara haft kjark til þess að játa honum allan sannleikann. En hún þorði það ekki, er hún leit í augu hans, sem horfði grimmilega og ógnandi á hana. „Ég get það ekki, pabbi! Ég get það ekki!" hvíslaði hún og neri saman hönd- unum. „Hvers vegna?" spurði hann reiðilega. „Ætlarðu þá að selja mig og peninga þína fyrir titil ?“ sagði hún örvingluð. „Er ég þá ekki lif- andi manneskja, sem hefir sínar eigin tilfinning- ar? Jú, pabbi, ég er líka manneskja, og ég hefi hjarta, sem vald þitt nær ekki til, sem þú hefir ekkert vald yfir." Þetta kom West alveg á óvænt. Madeline sagði þetta svo innilega og ákaft, að hann þekkti ekki aftur hina kátu, stillilegu og rólegu dóttur sína. Þessi æsta stúlka, sem stóð fyrir framan hann með titrandi hendur, hnyklaðar brúnir og talaði með djúpri, lágri röddu, var allt önnur en sú dóttir, sem hann hafði hingað til þekkt. Það hlaut að liggja eitthvað á bak við þetta. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir þessari undarlegu framkomu hennar. Allt í einu greip hann fast í handlegg hennar. Hræðilegur grunur gagntók huga hans. „Hver er það?“ spurði hann hásri röddu. „Við hvað áttu?" spurði hún viðutan af hræðslu. Hið hræðilega augnablik var komið, hún skalf eins og espilauf. „Hver er þessi þorpari, sem þú ert hrifin af? Án efa einhver fátækur vesalingur. Er það ef til vill þessi maður úr skólanum, sem ég hefi heyrt talað um? Það er sennilega einhver léttfættur danskennari eða peningalaus guðfræðikennari eða eitthvað slikt. Er það hann, sem þú ert að hugsa um?“ Og hann hristi dóttur sina ofsareið- ur. „Sverðu, að það sé ekki hann!“ Það fór hrollur um Madeline, en hún horfði beint í augu hans, beint í andlit hans, sem var alveg við andlit hennar, og er hann öskraði enn einu sinni: „Sverðu, að það sé ekki ætlun þin að giftast þessum náunga!“ þá svaraði hún með ein- beittri röddu: „Ég sver, að það er ekki ætlun mín.“ Sagði hún ekki sannleikann? Var hún ekki þegar gift Lawrence? Það var ekki hægt að tala um, að hún ætlaði sér að gera það. En ef faðir hennar kæmist nú að sannleikanum. Hún þorði ekki að hugsa um það. Gamli maðurinn gat, eins og hún hafði nú séð, verið hræðilegur, miklu hræðilegri en hún hafði haldið. Hún hvorki gat né þorði að segja honum sannleikann núna. „Nú hefi ég svarið þetta, pabbi, slepptu mér nú, þú meiðir mig!“ sagði Madeline og settist í næsta stól og fór að gráta ofsalega. „Því í fjandanum ertu að grenja?" spurði hann. „Er ekki allt það, sem ég hefi sagt og gert, þér til góðs? Þú mátt sjálf ráða, hvenær þú giftir þig, en þú verður að miða við það að giftast manni, sem ber einhvern titil. Foster er rnaður, sem mér fellur í geð, og ég skil ekki, hvað þú hefir út á hann að setja. Ef þú giftist honum, þá getum við verið saman og það mun gleðja mig mikið. Þá giftist þú ættgóðum manni, átt eins mikið af peningum og þú þarft að nota, mann og föður, sem vilja allt fyrir þig gera. Hvað getur þú farið fram á frekar?" „Ég veit allt þetta," sagði Madeline, og reyndi að jafna sig, því að einmitt núna var stundin til þess að mótmæla áætlunum föður hennar. „Ég veit allt þetta, en ég mun aldrei geta gifzt Antony lávarði, og þess vegna var það hreinskilnast, að segja honum það strax. Mér geðjast vel að hon- um, en ég mundi hata hann, ef hann héldi fast við að vilja giftast mér. Ég er búin að segja nei einu sinni, og það ætti að vera ykkur báðum nóg.“ Að svo mæltu stóð hún á fætur og flýtti sér út, en lét föður sinn, sem gat ekki komið upp einu orði, einan með reiði sína. 1 fyrstu gat West gamli ekkert sagt, en svo sagði hann gremjulega við sjálfan sig: „Ég ætla fjandann ekkert að vera með heila- brot út af þessarri vitleysu hennar," sagði hann gremjulega. „Það hlýtur að vera loftslagið hérna, sem' hefir þessi áhrif á hana. Auk þess meina konur alltaf já, þegar þær segja nei, en hún skal giftast Antony Foster svo sannarlega sem ég heiti Robert West." Við Tony lávarð sagði hann: „Ég átti rólegar viðræður við Madeline og þér voruð ekki nefndur á nafn. Hún játaði, að henni geðjaðist vel að yður, svo þér þurfið því bara a$ bíða eftir hinu rétta augnabliki." Tony lávarður kinkaði kolli, en var efabland- inn á svipinn. Hann var að hugsa um lánar- drottna sína. Skyldu þeir sætta sig við að bíða? „Þér megið ekki missa kjarkinn," hélt West hughreystandi áfram. „Ég er búinn að trúa yður fyrir því, að Madeline hafi játað, að henni geðj- aðist vel. að yður. Þér þurfið því ekki að sigr- ast á neinni óvild frá hennar hálfu. En hún ját- aði, að henni væri yfirleitt ekkert um hjónaband gefið og trúði mér fyrir því, að hún þekkti engan mann, sem hana langaði til þess að gift- ast. Við verðum því bara að bíða. En þér skuluð muna það,“ sagði hann og klappaði á öxl Tony lávarðar, „að ég held með yður og það er alltaf gott að hafa föðurinn, sem hefir peningana, með sér." Nú liðu tíu dagar. Það virtist sem West hefði gleymt hinu heimskulega tali dóttur sinnar, og jafnvel sama kvöldið hafði hann kysst hana og klappað á öxl hennar eins og ekkert hefði í skor- izt. Hann beið bara. Og Tony lávarður hegðaði sér einnig ágæt- lega, að áliti Madeline. Hann hélt sér í hæfilegri fjarlægð og var ekki nærgöngull við hana. Hann gerði heldur enga tilraun til þess að fá að tala við hana eina. Hann beið líka. MAGGI O G RAGGI 1. Maggi: Farðu nú og segðu henni Evu, að við séum búnir að útbúa býkúbu fyrir bý- flugumar. Segðu henni að hún geti komið með flug- urnar, ef hún er búin að koma þeim útúr húsinu. Raggi: Ágætt. 2. Raggi: Heyrðu Eva, ertu búin að koma flugunum út? Eva: Áuð- vitað. 3. Raggi: Jæja, komdu þá með þær. Maggi bíður með býkúbuna. Eva: Ekki strax. Veslings býflug- urnar eru búnar að vera innilok- aðar í allan dag. 4. Eva: Ég ætla að láta þær fá ferskt loft dálitla stund, áður en ég loka þær inni aftur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.