Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 7, 1943 Pósturinn Patreksfirði, 31. jan. ’43. Kæra Vika! Viltu segja mér, hvenær leikritið Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson, var leikið síðast í Reykjavik. Það er veðmál milli min og annars manns. Hann segir, að það hafi verið leikið síðast í júní, en ég segi í ágúst. Ég vonast eftir svari í næsta blaði. Virðingarfyllst, Matti. Svar: Það var 30. maí. Kæra Vika! Getur þú frætt okkur á, hvar Hollywood er í Ameríku og hvort hún sést á kortinu. Nokkrir fáfróðir. Svar: Hollywood er í Kalifomíu á vesturströnd Bandaríkjanna og sést vitanlega á sumum kortum en sum- um ekki. Kæra Vika! Við vorum héma tveir vinir að deila um það, hvort tuttugasta öldin hefði byrjað 1. janúar árið 1900 eða 1. janúar 1901. Nú langar okkur til þess að biðja þig að vera svo góða að skera úr þessu þrætuefni. Góðir vinir. Svar: Tuttugasta öldin byrjaði 1. janúar árið 1901. Kæra Vika! Mig langar til þess að vita, hvaða „Islenzkar skemmtanir" það em, sem tóuleikurinn í Vikunni var tekinn upp úr. Drengur. Svar: Bókin heitir: „íslenzkar skemmtanir. Safnað hefir Ólafur Davíðsson. Gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. — Kaupmannahöfn 1888—92.“ Bréfasamband. Ásdís Sigurjónsdóttir, Strönd, Norðfirði, óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára, einhvers staðar á landinu. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér, hvort kvikmyndaleikkonan Deanna Durbin er látin? Kvikmyndagestur. Svar: Hún var lifandi siðast, þegar vér vissum til. Svar til „Thom“: Oss finnst mjög sennilegt, að til- gáta yðar sé rétt, þótt hins vegar segja megi, að vegir sumra manna séu órannsakanlegir og tilgang þeirra með ýmsum athöfnum skilji enginn nema þeir sjálfir. Svar til „Dags“: 1. Vald mannsins yfir hreyfingum sínum og hraði hjólsins. — Þetta er ef til vill ekki fullnægjandi svar, en þó nokkuð í rétta átt! 2. Það er eins með þessa spum- ingu og hina fyrri, að tæmandi svar getum vér ekki gefið að svo stöddu. Vér höldum, að sá, sem fer hraðar, komist frekar yfir. Svar til „B. J.“: 1 lyfjabúðum fæst háreyðandi krem, sem kallað er „Wiet“. Rödd hrópandans er bókin, sem vekur mesta athygli á bókamarkaðinum. Höfnndurinn segir fyrir um gang styrjaldarinn- ar og gefur nákvæma lýsingu á lífinu í London, þegar innrásar- hættan var sem mest. Fæst í öllum bókabúðum í bandi og kápu. Hekluútgáfan. Tímaritið Úrval. 1. hefti annars árgangs þessa ein- stæða tímarits er nú komið út. Það er sjaldgæft, að timarit hljóti jafn skjótar og almennar vinsældir og „Úrval" hefir öðlast. Tvö hefti af þrem, sem komu út á síðasta ári, eru fyrir löngu uppseld og svo er eftirspurnin mikil, að útgefandi er að láta endursprenta þau og mun slíkt einsdæmi í útgáfu tímarita hér á landi. Upplag endurprentunarinnar er auðvitað takmarkað oig vissara fyrir menn að hafa hraðann á, ef þeir vilja ekki missa af því. Þetta 1. hefti annars árgangs er mjög fjölskrúðugt eins og hin fyrri. 1 því eru 24 valdar greinar og sögur, auk bókarinnar Simon Bolivar eftir Thomas Rourke. aUar þykktir. allar stærðir. BlLAGLER — öryggisgler — í allar tegundir bifreiða. Búðardiskagler. Ópalgler. Baðherbergishillur. Búðarrúður. Einkaumboðsmaður fyrir Últra Violet gleri, bezfu glertegund á heimsmarkaðinum. Pétur Pétursson GLERSLÍPUN ♦ SPEGLAGERÐ Hafnarstræti 7 (portið) Alltaf eitthvað nýtt. Nýjar gerðir af O GOLFTREYJUM og heilum • KVENPEYSUM fáum við nú daglega. Enn fremur sérlega fallegt úr'val af • BARNAFÖTUM. ^ AUt unnið úr 1. flokks ensku ullargami. HLÍN, lou gavegi 10. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmvmdsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.