Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 7, 1943 EFTIR DONALD WELHELM James Patrick Sinnott Devereux majór vaknaði í tjaldi sínu í Heel Point á Wakeeyju við lúðrablástur klukkan 4,46, sunnudagsmorguninn 7. desember, í Pearl Harbor var mánudagur 8. desember, því að Wake er rétt vestan við hádegis- bauginn, 180° frá Greenwich, en fyrir aust- an og vestan hann eru dagarnir mismun- andi. Er hann hafði rakað sig og gætt fyllstu varúðar við hið 'litla yfirvararskegg sitt, spennti hann á sig byssu sína og stefndi til skála yfirmannanna. Hann var lítill en sterklegur maður, rólegur, seinn til að reiðast og seinn til að tala. Hann leit til himins og sá mánann, sem var að hverfa; það ætlaði að verða gott flugveður. Eftir- litsflugvélar hans voru þegar úti á Kyrra- hafinu. Majórinn var í essinu sínu. Hann var fæddur á Kúbu, sonur herlæknis, fjórða bam af tíu í fjölskyldu, sem hafði átt marga meðlimi í hernum. Hann hafði inn- ritazt í sjóherinn, er hann var nítján ára. Þótt hann væri rólegur, þá var hann bar- dagamaður, þegar hann var eggjaður, segir maður einn, sem sá hann í móði í Nicaragua, þar sem hann aflaði sér eins hinna þriggja heiðurspeninga sinna. Hann hafði mikla ást á sjóliðalífinu. Wake eyja er 2004 mílur vestur af Pearl Harbor, en aðeins 352 mílur frá Taong og 700 mílur frá Marshall-eyjum, þar sem majórinn vissi, að Japanir höfðu öflugar flugstöðvar. Wake, sem er afskekkt kóral- hringrif, er byggð á barmi sokkins eld- f jalls, eldgígurinn myndar grunnt lón, sem er fjórar mílur á lengd og hálfa aðra á breidd. Kóralrif umkringdi norðvestur enda þess og hinn hlutinn var umluktur þrem eyjum, sem snertu næstum því hver aðra: Wilkes, sú minnsta; Peale, þar sem var bækistöð Pan-Amerikan flugfélagsins, og Wake. Landið var hvergi meira en ein míla á breidd og hæsti staðurinn á trjá- lausu sandhæðunum, sem voru hér og hvar vaxnar lágu kjarri, var ekki hærri en tíu fet yfir sjávarmál, þegar flóð var. Það var fallegt þar, en hvílíkur staður að verja! Þegar Pan-Amerikan flugfélagið áætlaði fyrst að taka bækistöð á Wake eyju, var hún óbyggð. Aðeins fyrir fáeinum mánuð- um, voru fyrstu verkamennirnir og sjólið- amir sendir til þess að styrkja varnir Wake eyju. Devereux og megin þorri sjó- liðanna höfðu aðeins verið þarna í fáein- ar vikur. Hann hafði nú 25 fyrirliða og 418 óbreytta hermenn. Ér Devereux nálgaðist skála yfirmann- anna, sá hann flugbátinn, sem komið hafði frá Pearl Harbor um sólsetur daginn áður. Er klukkuna vantaði þrjár minútur í sjÖ, hóf flugbáturinn sig á loft og stefndi í áttina til Guam og Manila. Tæpum hálftíma seinna kom sjóliði þjót- andi úr loftskeytaklefanum og rétti Dever- eux skeyti: Sprengjum liefir verið varpað á Pearl Harbor. Majórinn þakkaði manninum. — ,,Jim- my,“ segja gamlir félagar hans, „var allt- af fram úr hófi kurteis," — og sendi lúðra- blásaranum skipun um að kalla menn til vopna. Klukkan 7,30 kom flugbáturinn aftur. Síðasti maðurinn, að undanskildum einum, sem vissi um aðgerðir Devereux og slapp frá Wake eyju, var flugforingi hans, J. H. Hamilton. Hamilton hafði fengið skipanir frá San Francisco um að snúa aftur til Wake og biðja Devereux að vera viðbúinn. Hann segir, að majórinn hafi verið „alveg rólegur“, er hann kom til hans. Á meðan Devereux tók á móti skýrslum og sendi- mönnum og gaf skipanir í síma, ræddi hann aðstöðuna rólega og nákvæmlega. Hann vildi, að Hamilton flugforingi færi með starfsmennina við Pan-Ameríkan. Hann hefði þegar þúsund óbreytta menn að sjá fyrir. Þeir höfðu boðizt til þess að berjast, en hann hafði ekki útbúnað nema fyrir fá- eina. Svo var það enn eitt — gat flug- foringinn tekið að sér langar njósnarferð- ir ? Eltingarflugvélar Devereux komust að- eins stutt. Undireins og búið var að koma sé saman um varðsvæðin, flýtti Hamilton sér til Pan- Ameríkan gistihússins til þess að kalla saman áhöfn sína. Hann var varla kominn þangað, er hann heyrði flugvélagný og sá sveit tólf flugvéla nálgast úr suðurátt. I fyrstu vonaði hann, að það væru amerísk- ar flugvélar. En svo sá hann leiftur, heyrði sprengingar, sá reyk gjósa upp — og vissi, að Japanirnir höfðu gert árás. Önnur sveit tólf flugvéla stefndi nú beint á hann. 1 hálftíma varð Hamilton og áhöfn hans að þola það, sem íbúarnir á Wake eyju áttu við að búa í tvær vikur. Er þeir lágu þarna í sandinum, og vél- byssur óvinanna beindust að þeim, voru þeir svo hjálparvana að óttinn vék fyrir reiði. Earle yfirverkfræðingur kastaðist til jarðar vegna þrýstings, er sprengja ein féll, komst á fætur, var aftur varpað um koll, komst enn á fætur, varð fyrir lausa- grjóti, sem kastaðist til, en svo hljóp hann í áttina til flugbátsins. Hluti af hhð flug- 3 tj essi einstæða frásögii Donald Wilhelm um hina hetjulegu vöm Wake eyjar- innar er ekki einungis uimin úr opinberum skýrslum, hún er og samin eftir irásögn- um ýmissa manna. Hann talaði við gamla vini Devereux og liðsforingja og menn, sem börðust undir stjóm hans; við starfsmenn Pan-Ameríkan og sjóliða, æðri sem lægri; við hershöfðingja, flugmenn og óbreytta hermenn. IMeðan Donald Wilhelm var enn stúdent við Harward húskólann, var hann ritstjóri við fyrsta flugmálablaðið, „Aero Daily News“. I síðasta stríði var haim aðstoðar- maður Herbert Hoover fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, og eftir stríðið ferðaðist hann víða um í Rússlandi. bátsins hafði verið sprengdur burtu. Pan- Ameríkan gistihúsið hafði verið tætt i sundur með spréngjum. Verkstæðið var eitt eldhaf. Skrifstofubyggingin og aðseturs- staður starfsmanna var jafnaður við jörðu. En af einskærri tilviljun slapp áhöfn flug- bátsins lifandi úr þessari árás. Á flugbátn- um voru 26 göt eftir byssukúlur, en hann var flugfær. Sumir af áhöfn flugbátsins voru svo reiðir, að þeir neituðu að fara. En loks hóf flugbáturinn sig til flugs með tíu manna áhöfn og 29 farþega. Hann flaug fram hjá Midway eyju og logandi sjóliða- bröggum 2004 mílur til Hawaii. Hamilton og áhöfn hans bauðst strax til að leggja af stað aftur, hvert sem vera skyldi og flytja menn til Hawaii. Á Wake höfðu japönsku flugvélarnar flogið aftur í suðurátt og nú var kominn tími fyrir majórinn til þess að athuga ástandið. Tuttugu og fimm sjóliðar höfðu verið drepnir og sjö særðir, þar á meðal Paul A. Putman majór, yfirmaður hins litla flugflota á Wake eyju. Átta af þeim 12 orustuflugvélum, sem flogið hafði verið þangað frá flugvélamóðurskipi nokkrum dögum áður, hafði verið grandað á jörðu niðri. Sjö voru eyðilagðar, ein illa skemmd. Er hinar fjórar komu úr eftirlitsferð og lentu, rakst ein á lausagrjót og beygði skrúfuna. Fjórar litlar orrustuflugvélar á móti öllum þeim flugvélum og orustuskipum, sem Japanir kynnu að senda! Að öðru leyti höfðu sjóliðarnir aðeins skammbyssur og rifla, sex 5 þumlunga fallbyssur, 12 loftvarnabyssur, 18 stórar vélbyssur og 30 minni. Allt var þetta varla meira en vopnaútbúnaður á einum tundur- spilli. Tíu mílna strandlengjan gerði það mjög sennilegt, að Japanir mirndu reyna að setja herafla í land á mörgum stöðum samtímis. Til þess að geta notað vélbyss- ur sínar sem bezt, varð majórinn að dreifa hinum litla herafla sínum, og hann og menn hans yrðu að mæta Japönunum svo Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.