Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 4
BBáu vettlingarnir. Frú Presles kom út úr barnasjúkra- húsinu, hún hafði að venju verið þennan dag að líta eftir börnunum, sem 4 þessum stríðstímum voru flutt þangað; nú var hún á leiðinni heim til sín. Klukkan var sjö, það var kalt úti og dimmt á götunum og vindurinn feykti snjónum framan í hana. En frú Presles flýtti sér ekki, því hún var alltaf hálf- hrædd við að vera ein heima hjá sér, þar sem ekkert hindraði hugsanir hennar á hinum löngu kvöldum. Er hún kom til Place Saint-Sulpice, kom vindurinn svo að henni úr öllum áttum, að hún righélt í regnhlíf sína og flýtti sér til götu þeirrar, sem hún bjó í. „Það hefir ekkert bréf komið til yðar, frú Presles," sagði dyravarðarkonan, sem var hætt að koma með póstinn upp til leigjandanna síðan stríðið hófst. Frú Presles kinkaði kolli og hélt áfram. Hún vissi vel, að það var ekkert bréf til hennar. Hver ætti svo sem að skrifa henni. Hún átti enga ættingja og umgekkst ekki framar fyrri vinkonur sínar. Hún fór upp á aðra hæð. Þar hafði hún nú búið i þau þrjú ár, sem hún hafði verið ein. Þar var kalt og ónotalegt, en húsgögn- in voru snotur. Þótt hún væri sæmilega vel efnuð, hafði hún þó enga þjónustu- stúlku, því hún óskaði eftir að vera eins önnum kafin og unnt var og auk þess vegna þess að þá gat hún sparað meira til vel- gerðarstarfsemi. Hún tók af sér hattinn og fór úr káp- unni, kveikti á lampa og í arininum. Er maður leit betur á hana, sást að hún var tæplega þrítug og var enn nokkuð fríð; en ljóst hár hennar, grá augu og ljós hörundslitur virtist allt svo útmáð og lit- laust, vegna þess að það hvíldi svo mikill þunglyndissvipur yfir þessu útliti, sem var alveg laust við allan kvenlegan hégóma- skap. Hún borðaði mat sinn í flýti og settist við að prjóna bláa vettlinga. Er hún hafði gert innkaup og lokið við nokkuð af fötum, þá sendi hún þau alltaf og fór svo að útbúa nýjan pakka. Hún var aldrei iðjulaus og var óþreytandi í vixmu sinni við að hjúkra særðum, annast smábörn og hjálpa flóttajnönnum eftir beztu getu. Frú Presles var nú komin að fingrun- um; hún prjónaði- ákaft og reyndi að sökkva sér alveg niður í vinnuna og hugs- unina um þau störf, sem hún þyrfti að inna af hendi daginn eftir — þá var allt í einu barið að dyrum hjá henni. Hún hrökk við, stóð á fætur og opnaði dymar undrandi yfir því, að nokkur skyldi vilja heimsækja hana. En hún hörfaði náföl afturábak, því fyrir framan hana stóð maður hennar, Claude Presles, í síðri hermannaskikkju, r~>mrísaga cffír 'ríFrédéríc 'ESoufeÍ. sem gerði hann miklu hærri en hann i rauninni var. „Það er ég,“ sagði hann lágt, dálítið skjálfraddaður. „Ég er kominn __________ ég er kominn .. .“ Hann gekk inn í herbergið. Hún sagði ekkert, því það var eins og gripið væri 'um kverkar henni. Hún hafði ekki séð hann í þrjú ár. Þau höfðu verið gift í f jögur ár, og hann hafði alltaf verið henni slæmur, svo hafði hann allt í einu farið leiðar sinnar og gaf ekki upp aðra ástæðu en þá, að hann langaði til þess. Frú Presles hafði leiðst þetta ennþá meir en illindi hans, því að þrátt fyrir allt þótti henni vænt um hann. Hún hafði ekki viljað skilnað og hafði ekki gert neina tilraun til þess að hitta hann, en hafði lokað sig frá öllum, svo að hún þyrfti ekki að heyra neitt um lifnað hans. Fni Presles reyndi að átta sig. Hún leit fráman í mann sinn. Hann stóð fyrir fram- an hana og lét hermannahúfuna sína á borðið. Ljósið frá lampanum féll á andlit hans, það var þreytulegt og sársaukadrætt- ir í því. Svart hár hans var farið að grána, og er hann leit á hana, fannst henni, að jafnvel augu hans væru öðruvísi en áður. „Ég særðist,“ sagði hann . .. „særðist illa .. . Nú er ég búinn að jafna mig______Ég vissi, að þú bjóst héma ... ein. ... Svo mig langaði til þess að heimsækja þig . . . áður en ég fer aftur ...“ Hún reyndi að ná valdi yfir sjálfri sér, svo hún gæti talað, án þess að fara að gráta. „Hvers vegna komstu einmitt til mín?“ Hann roðnaði dálítið og leit beint í augu hennar. ^ „Vegna þess að mig langar ekki til þess að sjá neinn annan." miimmiiiiiimiHuiintiiiiiiiiMinmiMiituiiniiiiiuiMMiHMiiinimHiinmiMimin I Vitið þér það? \ | 1. Hvenær fengn konur kjörgeng’i og kosn- i i ingarrétt á Islandi? f | 2. Hver byggði stsersta pyramidann i í | Egyptalandi ? I 3. Um hvaða þjóð fjalla sögur Pearl Buek f | aðallega ? i | 4. Hvenær er bastille-dagurinn í Frakk- = i landi ? | 5. Til hvaða hegningamýlendu var = I Dreyfus sendur? i i 6. Hve hátt er Snæfell? 1 7. Hvað hét drottning Loðviks 16. Frakk- 1 landskonungs og hvenær var hann i i uppi? i i 8. Var Jack London amerískur eða ensk- 1 i ur ? i i 9. Hvenær dó Jónas Haligrímsson ? i i 10. Hvað hétu synir Nóa? i | Sjá svör á bls. 14. | VIKAN, nr. 7, 1943 Hún. sagði ekkert; hún settist við borð- ið og reyndi að vera róleg — en hann svar- aði því, sem hún lét ósagt. „Já, einmitt þig. Ég er búinn að vera í Paris í tæpa viku. ... Nei, ég hefi engan heimsótt. Mig langaði til þess að sjá þig . . . þig — og ég þorði það ekki fyrr . . . en á . morgun fer' ég aftur ...“ Hann þagnaði, en eftir dálitla þögn hélt hann hægt áfram, eins og hann væri að hugsa upphátt:: ■ ,,Mig langaði til þess að segja þér, að nú veit ég ... já, nú veit ég það, sérðu til. Ég veit, hvernig ég hefi verið, og hvemig þú ert ... Ég hefi smátt og smátt séð það ... Ég hefi skilið sannleikann ... skilið þig. Á tímum hættunnar og þjáning- anna, er ég særðist. .. er ég var veikburða og óhamingjusamur ... og er ég barðist í orustunum ... Maður verður að eiga eirv hverja hugsun, skilurðu, hugsun, sem fylg- ir manni, hughreystir og örvar hugrekki manns .. . og — og það varst þú ...“ Hann þagnaði örlitla stund, en hélt svo áfram: „En það er ekki nóg að eiga hugsunina, maður verður líka að vita með vissu, að einhverjum þyki vænt um mann. Maður verður að vita, að heima bíði einhver kær vinur ... sem þráir og er áhyggjufullur .,. það er sem von og loforð ... að seinna meir ... allir í kringum mig áttu þetta á einn eða annan hátt ... ég öfundáði þá svo mikið ...“ Frú Presles faldi andlitið í höndum sér, hún leit ekki upp, en sagði lágt: „Ég hefi líka öfundað aðra ...“ „Seinna . .. seinna, er maður þekkir lífið betur... þá er lifað öðruvísi... Þess vegna kom ég til þess að spyrja þig . .. til þess að vita ...“ „Þú veizt það vel,“ hvíslaði hún og leit svo upp, er hún hafði þagað lengi. Hann varð fölur, svipur hans breyttist, en hann vildi ekki láta undan tárunum, til þess að leyna geðshræringu sinni, benti hann á prjóna hennar og reyndi að hlæja. „Þú hefir ekkert breytzt ... alltaf jafn iðin ... En þú mátt ekki senda þessa vetl- inga .. . þú ætlar að gefa mér þá, er það ekki?“ Þá fór frú Presíes að gráta og kastaði sér í faðm honum. „Og þú ferð ... þú ferð á morgun?“ sagði hún svo dapurlega, að hann fór að hughreysta hana. „Þarna sérðu,“ hvíslaði hann, „ég er svo sjálfselskur ... Ég baka þér sorg nú eins og svo oft áður.“ Hún hristi höfuðið, án þess að svara, til þess að láta hann vita, að þetta væri ekki samskonar sorg. Það var ekki hægt að bera það saman .. . Það vissi hún of vel. Og hún vissi það ennþá betur, er hann fór daginn eftir, og hún sat heima hjá sér við lampann og arineldinn, þar sem ekki var ónotalegt og einmanalegt framar. Og hún taldi hamingjusöm lykkjurnar í bláu vettl-. ingunum, sem vory handa þ o n u m,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.