Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 7, 1943 5 Fr amhaldssaga: | Líkið í ferðakistunni ...Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous . „Já, við' höfum þær í þrem stærðum. Ég skal sýna yður þær.“ Við fórum fram í búðina, þar sem á mjög áberandi stað stóðu þrjár mismunandi stórar kistur, sém allar líktust nákvæmlega þeirri, sem ég hafði séð á skrifstofu Frangois Dubert, nema hvað stærðina snerti. Ég benti á kistuna af mið- stærðinni. „Þessi er eins og' kista sú, sem um er að ræða, og það, sem mig langar til þess að vita, er, hvort þér hafio fyrir stuttu selt ungfrú Orr- Simpkinson svona kistu, og herra Harvey aðra, sennilega fyrir nokkuð lengri tíma síðan." „Fyrri hluta spurningar yðar get ég svarað strax eftir minni,“ sagði Elder án þess að hugsa sig um. „Fyrir um það bil viku seldum við stúlku frá Southend, sem heitir þessu nafni, eina svona kistu. Ég man, að hún skrifaði okkur til þess að biðja um kistuna og tók það fram, að kunn- ingi hennar hefði bent henni á verzlun okkar. Ég get sýnt yöur bréfið.“ Hann gekk að bréfamöppu, sem hékk á veggn- um í skrifstofu hans, og eftir dálitla leit kom hann með bréf, sem hann lagði sigri hrósandi á borðið fyrir framan mig. Bréfið var frá ungfrú Simpkinson, var dag- sett í Southend, og hafði aðeins að geyma beiðni um eina hinna hagkvæmu, svörtu ferðakistna verzlunarinnar, miðstærð, sem kostaði tuttugu og sjö krónur. Maður, sem fyrir stuttu hafði keypt svona kistu, hafði bent henni á verzlunina. Bréfið var enn ekki tíu daga gamalt. Eins og lesa mátti af eftirskriftinni, hafði hún sent ávís- un fyrir upphæðinni, og í annarri eftirskrift, sem mér fannst alveg óþörf, tók -hún það fram, að hún þyrfti kistu til þess að hafa myndavél í. „Með þessu er aðeins helmingi spurningar minnar svarað, og því miður þeim helmingi, sem skiptir mihna máli," sagði ég. „Svo við snúum okkur nú aftur að Harvey — getið þér gefið mér upplýsingar um tösku þá, er hann keypti?“ „Harvey, Harvey!" sagði forstjórinn og strauk með feitri hendi sinni yfir skallann. „Það hlýtur að vera langt síðan. Ég man ekki eftir nafninu." Hann tók þykka höfuðbók, sem lá fyrir framan hann og fór að blaða í henni. Hann lét fingur sinn renna hratt yfir hina löngu röð af nöfnum, og ég horfði ákafur á hann. Viðskipti ungfrú Simpkinson voru ekki mjög veigamikið atriði, ég hafði vitað fyrir um þau, en það var langtum þýðingarmeira að komast fyrir um eiganda hinn- ar kistunnar og hafa ef til vill upp á heimilis- fangi hans líka. Elder hnyklaði brúnirnar vandræðalega. „Ég finn ekki þetta nafn,“ sagði hann. „Kistan hlýtur að hafa verið keypt á síðastliðnu ári." Hann sótti aðra stóra bók og fór að leita i henni á sama hátt og áður. Allt í einu birti yfir svip hans. „Héma kemur nafnið Harvey," sagði hann. Ég var með ákafan hjartslátt, hann ýtti bókinni til mín og benti mér á staðinn. Fyrir fimmtán mánuðum hafði John Harvey skips- læknir keypt svarta tösku af minnstu stærðinni, og hafði hún verið send um borð í skip hans í Southampton. „Þetta er ekki sá, sem ég á við" sagði ég, en skrifaði þó nafn hans hjá mér, þótt ég væri sannfærður um, að það væri allt annar maður. „Og auk þess var þessi kista af minnstu stærð." Forsaga : íað ,er á riorSur-járh- ° brautarstoðmm í Paris. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst i ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja síns, sem er lög- reglustjór.i og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sína. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú SimpltinSon eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Elder leitaði yfir lengra timabil, en lokaði svo bókinni. „Það er tilgangslaust að leita lengra aftur í tímann," sagði hann, „því að þá voru kistur þess- ar ekki til hjá okkur; við höfðum þær ekki til fyrir hálfu öðru ári." Ég þakkaði honum vonsvikinn, og hugsaði með sjálfum mér, hvort honum hefði nú ekki getað sézt yfir einhvern þann stað í bókinni, þar sem þetta var skrifað. En það var samt ekki mjög sennilegt. „Getið þér ekki þekkt kisturnar hvora frá ann- arri?" spurði ég. „Eru lásarnir ekki mismun- andi?" „Jú,“ svaraði hann, „hver þeirra hefir sérstak- an lykil. Það eru aldrei seldir tveir eins lyklar frá vinnustofu okkar. Aðalatriðið við kistur þess- ar er líka eiginlega það, að þrátt fyrir hið lága verð látum við ágæta lása á þær. Lásarnir eru allir tölusettir. Ég þarf aðeins að rétta höndina út í myrkri, ef einhver viðskiptavinur biður um aukalykil." „Tölusetjið þér lásana eða lyklana?" spurði ég. „Einungis lyklana. Það er öruggara en að tölu- setja lásana." Þetta skýrði það, að ég hafði ekkert númer fundið, því að það var varla hugsanlegt, að mér hefði getað sézt yfir það. En þetta hafði allt svo fjarska litla þýðingu. Hvað þennan Philipp minn snerti, virtist hann verða meira og meira leyndardómsfull persóna, og þó gat ég ekki hætt að hugsa um það, hve stafirnir P.H. á kistunni voru líkir stöfunum i bréfinu — það gat ekki verið um neina tilviljun að ræða. Það eina, sem ég hagnaðist um í leður- vöruverzluninni, var heimilisfang ungfrú Simp- kinson í Southend. XII. KAFLI. Bögglaða nafnspjaldið. Þegar sama dag fór ég til Southend og gat á leiðinni þangað hugsað um málið í ró og næði. Allur skilningur minn á málinu hvíldi á þeim grun, að svarta ferðakistan með líkinu tilheyrði einhverjum Philipp Harvey, en sem stóð hafði ég engar sannanir fyrir þvi að sá maður væri til, aðrar en stafina tvo, sem krotaðir voru á kistuna og nafnið „Philipp" í bréfi til Austin — og' það voru ekki stórkostlegar sannanir. Er ég kom til Southend, fór ég strax á Strand- götu 23, fyrri bústað ungfrú Reynell. Það var venjulegt gistihús, sem mikið er af við hvern baðstað; yfir dyrum hússins hékk skilti, sem á stóð „Herbergi með húsgögnum". En þar sem ég sá hvergi í gluggum hússins miða með orðunum „Til leigu“, hlutu öll herbergin að vera leigð út. Ég togaði samt í klukkustrenginn og forstöðu- konan birtist strax, hún leit athugandi á mig, þar sem hún stóð við stigahandriðið og kallaði siðan hátt á einhverja Sally, sem virtist vera önn- um kafin á neðri hæðinni. Sally, sem sennilega var eina þjónustustúlkan þarna, flýtti sér strax til húsmóður sinnar, og loks ákvað frúin að fara niður stigann og opna dyrnar sjálf, og reyndi hún að setja á sig mikil- mennskusvip. „Hvers óskið þér?“ spurði hún. Ég komst brátt að því, að hún hét frú Bun- bury, og sé hún enn lifandi, mæli ég ákaft með herbergjum hennar. „Ég er að leita mér að herbergi og ætlaði að spyrja —“ „Herbergi mín eru öll leigð út," svaraði hún stuttaralega. Ég hefi oft hugsað um það, hvort með ein- hverjum dýraflokki sé til eins mikill mismunur milli hinna mismunandi tegunda og er milli þeirra veitingakvenna, sem hafa auð herbergi, og þeirra, sem liafa öll sin herbergi leigð út. „Það var leiðinlegt," sagði ég kuldalega, „ég hefi heyrt farið svo góðum orðum um gistihús yðar. Að því er ég bezt veit, bjuggú hér nýlega hjá yður í þrjár vikur mæðgur að nafni Orr- Simpkinson." „Það er rétt," svaraði frú Bunbury. Hún var augsýnilega ekki mjög margorð. „Voru þær ekki elskulegir leigjendur?" „Ja, það er nú eftir þvi, hvernig á það er litið," sagði hún. „Ég mundi ekki kalla þær elskulegar, en heldur ekki það gagnstæða. Ég hefi haft leigj- endur, sem voni betri, en einnig þá, sem verri hafa verið. Unga stúlkan var mjög viðfeldin; hún gerði okkur ekki mikið ónæði, þótt hún hefði sín sérstöku einkenni; en gamla konan var það, sem hjá ríku fólki er kallað taugaóstyrk, en hjá fá- tæku geðvond og erfið." Þetta var óvenju löng ræða hjá frú Bunbury, og er hún hafði lokið henni, lokaði hún munn- inum fast aftur. „Og þér eruð því búhi að leigja út herbergi þeirra?" sagði ég elskulega. „Mér þykir það leitt — mín vegna auðvitað." Þetta var satt, því að ég var búin að ætla mér að sjá þessi herbergi, og hafði auk þess reiknað með því að hitta fyrir mjög málgefna veitingakonu, sem brynni að löngun til þess að segja allt það, sem hún vissi. En í þetta skipti var heppnin augsýnilega ekki með mér. „Já, þau eru leigð," sagði frú Bunbury. „Og þau verða þá ekki laus bráðlega?" „Þau eru leigð til hálfs mánaðar; fólkið kemur frá London. — Hálfur mánuður er ekki langur tími, en herbergi mín standa aldrei lengi auð." „Aðeins hálfan mánuð," sagði ég fljótt. „Gæti ég fengið þau eftir þann tíma? Það væri senni-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.