Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr.. 7, 1943 7 Pað sem skeði á eyjunni Wake. Framhald af bls. 3. að segja berskjaldaðir gegn eldinum úr herskipum þeirha og flugvélum. Um hádegi daginn eftir komu 27 jap- anskar sprengjuflugvélar til þess að sjá fyrir sjúkrahúsinu, þar sem þeir vissu, að hinir særðu mundu vera. Ein flugvéla þeirra var skotin niður. Þriðja daginn komu aftur 27 flugvélar. En þar næsti dagur, 11. desember — er í Tokyo var skýrt frá landgöngu á Wake eyju — var dagur litla majórsins. Flug- vélar Putmans tilkynntu, að tólf óvinaskip væru á leiðinni til eyjarinnar. Voru þar með birgðaskip, nokkrir fallbyssubátar, tundurspillar og beitiskip. Nú leið Dev- ereux betur. Er hann var ungur liðsfor- ingi, hafði hann verið í strandvarnarskot- liði og nú voru fullbyssuskyttur hans vald- ir menn. Stærstu fallbyssur Devereux voru 5 þumlunga, jafnvel smá beitiskip mundi hafa 6 þumlunga eða jafnvel 8 þumlunga fallbyssur. Sjóliðsforingi einn, sem einu sinni var yfirmaður Devereux, er þeir voru saman í Kína, segir: „Þráinn hefir komið upp í Jimtay. Ég sé hann í huganum standa og beina sjónaukanum sínum að beitiskip- inu og biðja: T,Guð minn góður, láttu mig ráða niðurlögum þessa skips“.“ Hann sagði fallbyssumönnunum að skjóta ekki fyrr en hann gæfi skipun um það. Flotinn nálgaðist og hleypt var af stærstu fallbyssum hans. Þar sem þeir fengu ekkert svar, skaut beitiskipið úr öll- um fallbyssum sínum, er það sigldi inn lónið. Tundurspillar og fallbyssubátar hófu einnig skothríð, er þeir komust í færi. Sandur ög smásteinar þeyttust upp allt í kringum sjóliðana, og í loftinu yfir þeim ómaði gnýr hinna japönsku flugvéla. Allar flugvélar Putmans — þær voru f jórar — voru á lofti. „Þær gerðu alls tíu árásir,“ sagði hann í skýrslu sinni. „Þótt þær væru ofhíaðnar, stóðu þær sig með ágætum. Við sökktum einu skipi og stórskemmdum annað. Þær 'skutu einnig niður tvær spr eng juflugvélar. ‘ ‘ Á meðan beið Devereux ennþá. Og beiti- skipið færðist stöðugt nær. „Tíu þúsund metrar! ... Átta þúsund! ... Sex þúsund!“ Enn lét rólegi, litli maðurinn bíða, þótt hann vigsi, að menn hgns, sem vildu borga í sömu mynt, væru farnir að nöldra: „Eftir hverjum fjandanum er hann að bíða?“ Það var ekki fyrr en beitiskipið var í 4700 metra fjarlægð og tundurspillar og fallbyssubátar óvinarins ennþá nær, að hann gaf skipunina: ,,Skjótið!“ Nú kepptust skotliðarnir við. Kúlurnar í 5 þumlunga fallbyssur vega 50 pund. Dugleg áhöfn getur skotið fjórum eða fimm slíkum á mínútu, og allt að 30 á mínútu af 15 punda, 3 þumlunga kúlum. Þeir beindu skothríð sinni að beitiskipinu og sökktu því. Svo snéru þeir fallbyssum sínum að hinum skipmium. Já, þeir sökktu japanska beitiskipinu og ennfremur tveim tundurspillum og einum fallbyssubát. 1 stað þess að koma liði 1 land á Wake eyju, eins og útvarpið í Tokyo skýrði frá, þá hélt það, sem eftir var af japanska flotanum burtu. Og sjóliðarnir biðu ekki hið minnsta tjón. 1 Honolulu var sagt frá því, að er Devereux hafi verið spurður í gegn um útvarp, hvort hann óskaði nokk- urs sérstaks, hafi svar hans verið: „Sendið okkur fleiri Japani!“ En það átti eftir að reyna meira á hann. Óvinirnir vissu, að hann hafði 5 þuml- unga fallbyssur og hvar þær voru. Þeir mundu ekki hætta á að verða fyrir fall- byssuskothríð háns aftur eða flugvélum Putmans, án þess að gera fyrst ýtarlega loftárás á eyjuna. Þeir mundu reyna að mala allt mjölinu smærra á Wake. Og ef Devereux beitti ekki fallbyssum sínum, sem eyddu dýrmætum skotfærabirgðum, mundu þær fljúga í minni hæð og miða bet- ur með vélbyssum sínum. Daginn eftir, 12. desember, vörpuðu 27 flugvélar sprengjum á Wake úr 22.000 feta hæð. 14. desember komu 32 flugvélar til þess að sjá fyrir því, sem eftir var af flugvellinum. Þótt þeir misstu eina flug- vél, skutu þeir eina niður og skemmdu aðra á jörðu niðri. Þá voru tvær eftir. 15. desember sendu þeir 31 flugvél og misstu þrjár. Daginn eftir beittu 41 flugvél öllu því, sem þær áttu, til þess að ráða niður- lögum fallbyssanna og aðalbækistöðvanna. 17. desember sendu þeir 32 flugvélar, sem flugu mjög lágt til þess að ljúka verkinu. Þeir misstu eina. 18. desember kom aðeins ein könnunar- flugvél til þess að taka myndir. Hvað sem þær kunna að hafa sýnt, þá hafa þær að minnsta kosti ekki sýnt, hvers vegna ame- rísku flugvélamar komu alltaf upp aftur, þótt búið væri að skjóta þær niður. Nokkrir sjóliðanna vom vanir að vinna mikið úr litlu. Þótt verkstæði þeirra væri í rústum og verkfærin eyðilögð, þá tókst þeim að leysa af hendi furðuleg afrek til þess að halda flugvélunum í loftinu. Þann 20. desember hafði Putman skpífað: „Að- eins ein flugvél var eftir. En vélamenn- irnir sköpuðu aðra.“ Devereux vissi, að hann gat ekki haldið út mikið lengur. Aðfaranótt 19. desember lenti einn amerískur flugbátur á lóninu. Hann hafði hætt á að fara þangað til þess að koma með Waiter L. J. Bayler majór, var hann flugforingi sá, sem byggt hafði flugvéllinn, og var hann með í vasa sínum skýrslur þær, sem Putman hafði í skyndi hripað niður um aðgerðimar. Hann var síðasti fyrirliðinn, sem starfaði með Dev- ereux og Putman og komst' undan. Flug- vélin var með lista yfir þá, sem særzt höfðu til 20. desember. Meðal annars pósts, fór hún með bréf frá Ðevereux til konu hans, sem var í New York ásamt átta ára göml- um syni þeirra. Mennirnir á Wake eyju sáu stóra flug- bátinn hefja sig á loft. Þeir urðu kyrrir. Þeir voru enn ekki búnir að ljúka starfi sínu. 22. desember blakti ameríski fáninn enn við hún og þeir höfðu tvær flugvélar, þótt önnur væri varla flugfær. Þennan dag flugu tveir menn þeirra á móti 60 japönsk- um flugvélum. Annar var skotinn niður og særðist. Hinn kom ekki aftur. 23. desember tilkynnti sjóherinn: „Áköf loftárás var enn gerð á Wake eyju 22. Hersveit óvinanna hóf landgöngu á Wake morguninn 23. desember." 24. desember var skýrt svo frá: „Út- varpssamband hefir náðst við Wake eyju. Tveim tundurspillum óvinanna var sökkt við lokalandgöngutilraunina.“ Tjaldið fellur. Bak við það er þögn, að undanskildum fréttabrotum af föngum í japanska útvarpinu. Þegar þetta er skrif- að, veit enginn nema Japanir um örlög Devereux. Roosevelt Bandaríkjaforseti skrifar um Devereux og Putman og undirmenn þeirra: „Hin djarfa framganga manna þeirra, er vörðu Wake eyju gegn ofurefli liðs óvin- anna 8. til 22. desember, hefir vakið al- menna aðdáun landa þeirra og alls heims- ins. Á meðan hugrekki og hetjudáð er í heiðri höfð, mun þetta aldrei gleymast.“ Frá Rússlandi. Mynd þessi er tekin í Rúss- landi. Sjást á henni tveir Þjóð- verjar, sem eru að flýja burt frá brennandi oliulindum, sem Rússar hafa kveikt í á bak við hemaðarlínu Þjóðverja hjá Krasnodar. — Smáskæruflolckar, sem eftir urðu á bak við línur Þjóðverja, frömdu þar ýms skemmdarverk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.