Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 7, 1943 13 | Dægrastytting | .....iiiiiiimmimiiiMi iHUiiiliiaiillillMiliiiiiiMiiiiiiitnn^ Rautt, blátt og hvítt. H6, auðvelcl brögð eru eins leyndardómsfuil og þetta. F>ér fáið éinhverjum í hópnum þrjá pappírs- miða, sem eru alveg eins hvað snertir stærð og St, en á þá er skrifað sitt á hvem miðann orðin: rautt, blátt og hvítt. Þér segið: „Á meðan ég Ser út, skaltu taka einn miðann, sýna öllum hann, láta hann síðan í umslag og loka þvi aftur.“ Þegar þér komið inn aftur, takið þér umslagið og segið: „Ég verð að fá disk.“ Einhver segir þá: „Geturðu notað undirskál?“ Þér segið: ,,Já“. Slðan kemur sá, sem spurði spumingarinnar, með undirskál. Þér takið við henni, haldið bréfinu yfir henni og kveikið í því, látið það brenna upp til agna og öskuna falla á undirskálina. Síðan brettið þér upp ermamar og segið: „Nú skulum við láta öskuna segja okkur, hvaða orð var skrifað á mlðann." Þér takið öskuna og nuddið henni á handlegg yðar. Eftir fáeinar sekúndur mun birt- asfc á handlegg yðar órðið: rautt, blátt eða hvítt. Hér kemur skýringin á því, hvemig þetta er ge»t. Þér verðið að hafa einhvem úr hópnum í vitorði með yður, og á hann að vita, hvaða miði er látinn í umslagið. Þér verðið einnig að imdir- búa handlegg yðar. Á ýmsa staði á handlegg yðar skrifið þér með hvítri sápu orðin: rautt, blátt og hvítt. Er þér komið aftur inn í herbergið, segir sá, sem er í vitorði með yður: „Geturðu notað undir- skál?" Ef einhver annar skyldi stinga upp á ein- bverju öðm, þá skulið þér bara segja: „Ég held, að undirskál yrði bezt.“ Þá fer vitorðsmaður yðar fBano og nær í undirskál. Ef hann réttir yður hana með hægri hendinni, þá er orðið: rautt. Ef hann notar vinstri höndina, er orðið: hvítt. En láti hann hana á borðið, þá er orðið: blátt. Þar sem þér nú vitið, hvað orðið var, þá takið þér ðskuna og berið hana á þann stað, þar sem þér héfðuö áður skrifað viðeigandi orð. Askan mun festast við sápuna, en ekki við hömnd yðar, og oirðið verður því greinilega sýnilegt. Birnuleikur. Leiksvið er helzt valið þar, sem fylgsni em í grennd, og geta verið svo margir í leilmum, sem vilja. Sá, sem sterkastur er af leiksmönnum, er bima, en tveir, sem yngstir eru eða krafta- minnstir, em húnar hennar; fer biman með þá i bæli sitt, en það er einhver tiltekinn staður á Ieiksviðinu. Aðrir leikmenn em til og frá um leik- sviðið, annað hvort fyrir allra augum eða þá í felum. Þegar biman hefir verið stundarkom í bæli sínu, fara húnamir að verða innantómir. Biman fer á veiðar til að afla þeim bráðar, og á nú að ná einhverjum leikmanna. Ef það tekst, fer hún þegar með hann heim í bæli sitt. Hún- amir verða honum fegnir og kvelja hann og klípa af fremsta megni. Biman fer þegar á veiðar aft- «r og á að draga sem flesta heim I bæli sitt, en meðan hún er að heiman, leitast hinir, sem í leikn- um em, mennimir, við að draga húnana, eða þá, s«n biman hefir þegar veitt, út úr bælinu, því að þá verða þeir að mönnum aftur. Sælast því sumir leikmanna til að vera í felum sem næst bælinu, svo að þeir eigi sem hægast með að ræna það, meðan biman er að ,cltast við hina. Biman ver aftur unga sína eftir föngum, og sleppir stundum bráð sinni í miðju kafi, ef húnarnir em í hættu staddir. Þetta gengur koll af kolli, þangað tll biman hefir annað hvort veitt alla mennina, eða þeir hafa rænt öllu úr bælinu. Ekki mega húnamir, eða þeir, sem biman hefir veitt, fara úr bælinu af sjálfsdáðum, en aftur er mönnunum heimilt að veitast að bimunni, og reyna til að *ö þeim af henni, sem hún hefir þegar klófest. Ef fleiri en einn em í bælinu í einu, auk húnanna, hjálpa þeir húnunúm til að þröngva kosti þeirra, sem biman kann að ná framvegis. Hver veit nema leikur þessi standi í sambandi við þá trú, að bjamdýr séu menn í álögum, því að hér verða menn að húnum, en húnamir aftur að mönnum, ef svo vill verkast. (Islenzkar skemmtanir). Uraskiptingar. Einkum er álfum gjamt til að ná til sin böm- um, bæði með þvi að skipta um þau, meðan þau em í vöggu, og með því að laða þau að sér, hylla þau eða heilla, þegar þau era komin á legg og geta gengið úti við. Fyrir því varast menn að skilja nýfædd böm mannlaus eftir, nema krossað sé bæði yfir bamið og undir það, áður en það er lagt í vögguna, til að vama þeim ófögnuði, að um þau verði skipt. Þess er og við getið, að kona ein i Básum í Grímsey hafi aldrei gengið svo frá syni sínum, meðan hann var ungur, að hún skildi ekki eftir hjá honum Jóns postillu opna, til að verja hann umskipting og öðm illu. Þegar skipt er um böm, er það bamið, sem álfar láta í stað hins rétta barns, ávallt illa lynt og óvært, og er sú orsök til þess, að álfar velja úr sínum hóp afgamla og útlifaða karla óg kerlingar, og láta í stað hins bamsins í vöggunni; það heitir umskiptingur. Af því að það em ævagamlar karl- hrotur, tannlausar, sem álfar leggja aftur i vögg- una, taka umskiptingar aldrei tennur. Ekki er held- ur hætt yið, að skipt verði um það bam, sem búið er að taka tennur, og er til þess sú saga, að einu sinni var þess vart, að tvær álfkonur vom komn- ar að barnsvöggu. En á meðan önnur þeirra var að koma í lag hnósanum, sem þær ætluðu að leggja í vögguna fyrir hið réíta bam, fór hin upp í það með fingrinum, og fann, að það var búið að taka eina tönn. Segir hún þá við hina: „Upp er komin tillitá og takt’ á; sjóvettlingur situr hjá og segir frá"; Snjónum fylgir . . . Framhald af forsíðu. á jöklum snjóar við og við allt sumarið. Samkvæmt athugunum í 30 ár snjóar að, meðaltali á ári 84 daga í Stykkishólmi, 44 daga í Vestmannaeyjum, 50 daga á Beru- firði, 45 daga á Papey og 64dagaíGrímsey. Snjókoma er ákaflega mismunandi eftir árferði, í harðænim hefir fé oft fennt þús- undum saman og drepist í snjóhríðum. Hvað snævarhæðin hefir verið mikil er einnig mjög mismunandi. Um sérstaklega mikla snjóa er helzt getið á eftirfylgjandi árum: 1405 var kallaður snjóavetur hinn mikli. 1562 kom á kyndilmessu snjór svo mikill, að hann varð á dýpt manni í öxl, en hesti í klyfberaf jöl á sléttu. 1581 dreif svo mikinn snjó niður á Suðurlandi á góu- þrælinn, að hann var hesti í miðjar síður, sá snjór lá fram yfir sumarmál. ,,Þá varð ekki farinn utan ferillinn bæ frá bæ suður á Bakka, því að ekki sá til neinnar þúfu.“ 1633 var kallaður „hvíti vetur“, þá var hið harðasta árferði, fólk komst ekki til kirkju og ekki að sjó fyrir ófærðum, menn komust varla milli fjárhúsa og bæja og sumsstaðar fennti fjárhús, svo að þau fundust eigi. Á Kjalarnesi fennti 100 hesta og ein 7 hross lifðu eftir í Skálholti. Þá féllu 1200 kýr frá Borgarfirði austur að Rangá. 1 annarri viku þorra kom svo mikið þvi að hjá vöggubaminu átti að sitja annaö eldra, sem sagði frá aðfömm áifkonanna og nam þessi orð, og fóm þær þá óðar burt með króann sinn við svo búið. En ekki var hættan minni, þó að börn væru vel á legg komin; því að þá höfðu álfkonumar þær brellur í frammi, að þær bmgðu á sig mynd móður bamsins eða fóstru, eða ein- hvers þess, sem bamið var að elskast, og heilluðu þau á eftir sér eða til sín á þann hátt. Stundum ginntu þau böm á gullum nokkrum, sem böm sóttust eftir. Sagt er, að sum börn, sem álfar hafa hyllt til sín, hafi dvalið hjá þeim skemur, sum lengur og sum aldrei átt afturkvæmt til mannheima. (Þjóðsögur Jóns Ámasonar). Orðaþraut. ALD A OKIÐ SNAR NAÐS O T A R ÓL AR EKUR ARM A S K A R ÓM AR Fyrir framan hvert þessarra orða skal setja einn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niðureftir myndast nýtt orð, er það nafn á grjóttegund. Sjá svar á bls. 14. Allar skoðanir manna breytast nema sú, sem hver hefir á sjálfum sér. — Anonymous. Litlar bárar kitluðu róðrarbátinn imdir hök- una!! — E. B. White. snjófall, að hesta kaffennti á sléttum velli og enginn mundi slíkt snjófall. Þá fennti bæ vestur á Ströndum, svo að ekki fannst fyrr en um vorið og .var allt fólkið and- vana inni. 1648 var kallaður glerimgs- vetur eða rolluvetur, þá féll svo djúpur snjór 5. dag jóla, að hestum varð kafhlaup á sléttu, og hinn 21. apríl kom um Suður- nes og Kjós, utanvert Akranes og Mela- sveit, og eigi víðar, snjór svo mikill, að tók mönnum í mitti. 1686 kom um miðjan vetur 5 daga drífa í Borgarfirði og Þing- vallasveit, svo hross fennti á sléttu og var mæld 3 álna þykkt snjóarins á sléttum velli, „komust menn eigi til f járhúsa nema skríðandi". Veturinn 1696 var kallaður hestabani, þá kom fjúk um vorið 12. júní og svo mikill snjór, að fjölda fjár fennti á Norðurlandi og varð að moka fyrir naut- um. Mánudaginn í 3. viku góu árið 1701 féll svo mikill lognsnjór fyrir vestan Kvíslir í Húnavatnssýslu, að á þriðjudagsmorg- uninn óðu menn þar í geirvörtu, sem á sunnudagskvöldið var bláís snjólaus. 1740 kom mikill snjór um allt Suðurland í 12. viku sumars. 1756 voru oft hörkufrost og snjóar á Norðurlandi í júlí og ágúst og 26. júlí kom álnardjúpur snjór. Þá var eigi farið að slá fyrr en 25. ágúst vegna snjóa. 1761 gerði nyrðra í ágúst mánaðarhret með kaföldum og fönnum, sem aldrei leysti aftur upp um haustið, á Vatnsnesi og Ströndum varð þá að gefa kúm inni.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.