Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 9, 1943 Pósturinn Kæra Víka. Vilt þú ekki vera svo góð og segja mér, hvað orðið magister þýðir og er það islenzkt? Ein fáfróð. Svar: ..Magister" er latneskt orð og þýðir forstöðumaður eða formaður. Á há- skölamáli þýðir það: meistari. Hér við háskólann geta menn aðeins orð- ið „meistarar" í einni námsgrein, norrænu, hafa þeir þá tekið fulln- aðarpróf, skrifað „stóra", vísinda- lega ritgerð. En annarsstaðar geta menn orðið meistarar í ýmsum náms- greinum. Kæra Vika! Gætir þú gefið okkur upplýsingar um, hvort kvikmyndaleikarar muni svara bréfum, sem skrifuð væru til þeirra og ef svo er, geturðu þá sagt okkur, hvort það sé nóg að skrifa Hollyw'ood, án nokkurs annars heim- ilisfangs? Væntum svars i næsta blaði. Tvær forvitnar. Svar: Þið vitið vel, að ekki eru allir menn eins, þetta gildir einnig um kvikmyndaleikara. Sumir þeirra svara bréfunum sjálfir, aðrir láta einkaritara sína gera það, og enn aðrir svara þeim alls ekki. Það er vafasamt, að bréf, sem ekki eru bet- ur merkt, nái til þeirra. Annað hvort verður að setja heimilisfang þeirra eða þá að stíla þau á kvikmyndafé- lag það, er þeir starfa hjá. Kæra Vika! Víst eru góðar lopapeysurnar! En getur þú gjört. svo vel og sagt mér, hvort prjónað er úr Iopa annarsstaðar en á Islandi? Prjónakona. Svar: Eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið, mun svo vera. Kæra Vika! Mig langar til að senda þér nokkr- ar spurningar, sem ég bið þig að svara í „Póstinum." 1. Hvað eru eftirtaldar myntir mikið í íslenzkum peningum: Dollar, cent, sterlingspund, penny? 2. Hve margir menn eru i einni herdeild og hve margir í einu her- fylki ? 3. Hvað þýðir enska orðið „Rap- sody“? Við myndastyttu Abraham Lincolns. Mynd þessi er tekin í Washington fyrir framan myndastyttuna af Abraham Láncoln Bandaríkjaforseta. Var myndin tekin, er forseti Kúbu, Fulgencio Batista var í heimsókn i Washington og sést hann í miðjunni. Sjá grein á næstu blaðsíðu. 4. Hvort er réttara að segja he.im- skaut *eða heimsskaut ? Fyrirfram þökk. „Hr. L.“ Svar: 1. Dollarinn=: 6,50 kr.; cent = 6,5 eyrir; sterlingspund = 22,26 kr.; penny = 0,09 kr. 2. Islenzka orðið herdeild er venju- lega látið ná yfir squads, sections og platoon. 1 einni squad eru 12 menn eða færri; í section 20—25 menn og I platoon eru 40—55 menn. Herfylki er venjulega notað yfir division og i henni eru; í riddaraliðs-division um 10.000 manns. 1 nútíma fótgönguliðs- division eru venjulega 15.000 manns. 3. Með orðinu „Rapsody" er í nú- tíma tónlist átt við tónverk, sem sett er saman úr mörgum iögum, oftast þjóðlögum. 4. 1 orðabók Sigfúsar Blöndal er orðið heimskaut skrifað með einu s. Fimmtu spumingunni munum vér reyna að svara síðar. Kæra Vika! Okkur iangar tii þess að leggja fyrir þig eina spumingu, hvort sé réttara að segja „í fyrra sumar" eða ,,í hitteðfyrra sumar“, þegar við nú, í febrúar 1943, erum að tala um sumarið 1941? Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Nokkrir ósammála. Svar: Þar sem nú er komið fram yfir áramót, mun réttara að segja: í hitteðfyrra sumar. Vér vorum um daginn spurð um aldur kvikmyndaleikarans Clark Gable, en gátum ekki svaraö því, barst okkur svo þetta bréf og viijum vér þakka það. Kæra Vika! Yður var ekki kimnugur aldur kvikmyndaleikarans Clark Gable, en hann er fæddur 1. febrúar 1901. Þann fróðleik hefi ég úr Picture Show and Filrn Pictorial 30. jan. 1943. Yðar vinkona, Bugga. P.S. Nú getið þér sagt Bimu það. Nýjar bœkur Arbækur reykjavíkur 2. útg. aukln og endurskoðuð. VIII + 422 bls. + 32 heilsiðo- myndir — Árbækumar skýra frá öUu þvi markverðasta, er gerzt hefir í Reykjavfk s.l. 150 ár. TÍU SÖNGLÖG eftir Markús Kristjánsson. I>etta er heildarútgá-fa af sönglögfum tónskáldsins. — Upp- lagrið er mjög’ iítið. KaupiÖ því sönglögin frekar » (lag en á morgun. TARZAN STERKI. Þessi óviðjafnanlega drengjabók, með 384 myndum, er uú komin aftur f bókaverzlanir. Dragið ekki að kaupa Tarzan. TJpplagið er bráðum þrotið. h.f. leiftur. Svar til „Ástlangin“. Þetta er nú meiri vandaspumingin, sem þér leggið fyrir oss. Yfirleitt teljum vér, að ekki sé hægt að gera neinn ástfanginn af sér. Ástin kem- ur og fer, án þess að við ráðupi nokk- uð við það. Áreiðanlegt er, að minna væri um ástarsorgir í heimimím, ef hver og einn gæti stjómað leiðum ástarinnar eftir eigin vild. Þér getið auðvitað reynt að sýna piltinum yðar beztu kosti, en látið hann ekki sjá, að þér séuð neitt að reyna að veiða hann í net yðar. Elsku Vikan min góða! Svaraðu mér nú eins og svo oft áður. Hvemig á ég að fara að ná hárum af fótleggjunum á mér? Þú kannt ráð við öllu. Svo þakka ég þér fyrirfram. Þín einlæg vina, Elín Sv. Svar: Nú má fá í lyfjabúðum, og öðrum, háreyðandi krem, sem heitir Veet; skuluð þér fá yður það, en gætið þess að fara vandlega eftir notkunarreglunum. NUflX Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Simi 3183. ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©« Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundason, Kirkjuatræti 4, sími 5004, pósthólf 3ð6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.