Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 9, 1943 EVA ROSS var dóttir frægs vísinda- manns, prófessors í efnafræði. Á vinnustofu hans, sém namsménn allra þjóða sóttu, menntuðust duglegustu efnafræðingar landsins. Ef prófessorhum geðjaðist sérlega vél að einhverjum hinná ungu og efnilegu nem- enda sinna, þá bauð hann honum oft á heimili sitt, sem var rétt hjá efnafræðis- stofnuninni. Heimili hans var mjög gestrisið og vin- gjamlegt. Kona prófessorsíns var lagleg og mjög mikið gefin fyrir hljóðfæraslátt, og Eva, sem var nýbúin að ljúka góðu stúdents- prófi, var mjög lík móður sinni. Hið rauð- gullna hár féll sem geislabaugur um höfuð hennar, hin stóru, dökku augu hennar voru ýmist dreymandi eða glettin og hið barns- lega, fríða andlit hennar töfraði alla. Það var aðeins einn, sem virtist ósnortinn af fegurð hennar — það var einn hinna ungu efnafræðinga, aðal-aðstoðarmaður prófess- orsins, Holger Forsom. Hann var hár, dökkhærður og mjög Iag- legur, gáfaður, duglegur og alúðlegur. Hann hafði verið tíður gestur á heimili prófessorsins í nokkur ár, og spilaði þar oft á fiðlu, en prófessorsfrúin lék undir á píanó. Eva hafði þegar orðið ástfangin af pilt- inum, en gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að leyna því. Og hann lét alltaf eins og hann væri hrifnari af prófessors- frúnni. Eva hafði mikið yndi af því að sitja í einu homi stofunnar, er móðir hennar og Forsom Iéku. Þá gat hún. í næði horft á hinn karlmannlega vangasvip hans, hrokk- ið, svart hárið og glæsilegt vaxtarlag hans. Er hann spilaði, var hann svo fallegur á svipinn, að Eva þreyttist aldrei á því að horfa á hann. Evu varð alltaf svo undarlega órótt, er hann kom inn í stofuna, hún varð allt v einu svo vandræðaleg, annað hvort þögul eða óeðlilega kát, en hann var alltaf ró- legur og stillilegur. Eva hugsaði ekki um annað en Holger Forsom allan daginn og hana dreymdi hann á nætumar. Á kvöldin grét hún sig í svefn, því að henni fannst ást sín svo vonlaus. Oft virtist hann alls ekki gefa henni neinn gaum. En stundum gat hann verið svo vingjarnlegur og góður, þá sett- ist hann hjá henni og talaði um allt hugs- anlegt. Og þá hvarf feimni hennar smátt og smátt. Hann vissi svo margt og hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar, svo að það var ákaflega gaman að tala við hann, og Eva spurði hann ófeimin. Á sumrin léku þau stundum tennis, en Forsom var svo duglegur, að Eva tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum, og var oft komin að því að gráta. Hún fann vanmátt sinn á öllum sviðum, og það kvaldi hana. Hún var heldur ekki gefin fyrir hljómlist. Er hún var lítil, hafði hún aldrei nennt að æfa sig, og afleiðing- in var nú sú, að hún gat ekki leikið eitt einasta lag með þessum vini sínum. Kvöld eitt, er Eva og Forsom voru að koma heim frá tennisleik sínum, gengu þau í gegnum garðinn, þar sem alla vega litar rósir blómstruðu. Kvöld þetta var kyrrlátt og friðsælt, flugurnar suðuðu, og alla vega litar rósimar sendu angan um allan garð- inn. „Hvaða rós þykir yður vænzt um?“ spurði hann og nam staðar fyrir framan stórt blómabeð á miðjum grasfletinum. „Prince noir“, svaraði hún án þess að hugsa sig um, En allt í einu roðnaði hún — ‘henni fannst hann brosa dálítið háðs- lega. Hún hafði oft kallað hann, sem var svo dökkur yfirlitum, sinn „Prince noir“ í huganum. Hún fór að útskýra þetta: „Frá því ég var smábam hefir mér alltaf þótt vænzt um dökkrauðu rósimar. Mér finnst þær fallegastar — og liturinn svo hrífandi." „Já — rauðu liturinn táknar ást, — er það ekki, ungfrú Eva?“ „Jú.“ Hún fann, að hana sjóðhitaði í kinnarnar. „Ef maður gefur ástvini sínum rósir, eiga þær þá að vera rauðar?“ „Já — það er víst,“ svaraði hún og reyndi að brosa, en það misheppnaðist. Henni datt allt í einu í hug, hvers vegna hann vildí vita þetta — hvort hann væri ef til vill ástfanginn í einhverri stúlku og ætlaði að gefa henni rauðar rósir. tmmiimimiiiiiiiiiiHiiiiiHimiuninmiHniniiiiiHiiiimiiuimdiiiiiiiiNMHimn r 1 Vitið þér það? I 1. Hvenær voru bændur leystir úr ánauð \ | í Rússlandi? 2. Hvaða höfundur skrifaOi undir nafninu i I Þorskabítur ? I c | 3. Hvaða borg stendur hæst i heiminum ? \ | 4. Hvenær geisaði Svarti dauði? | 5. Hvað heitir höfuðborg Argentinu? 1 6. Hvenær var Alþingi háð í síðasta sinn 1 á Þingvöllum? í 7. Hvenær var striðið rhilli Japana ög I Rússa ? I 8. Hvenær var biskupsstóll og skóli flutt- ur burt frá Skálholti til Reykjavíkur? | I 9. Hvaða loftskip flaug fyrst milli Evrópu og Ameríku? ! 10. Hvaða merkisatburður Skeði i Sögu I okkar 1911? Sjá svör á bls. Í4. | ■iniHimiiininminiiiiimiHiimwnmiimHmiMHiitoH—inmawirtnwÉAwÉ „Ég þarf nefnilega bráðum að senda stúlku, sem ég þekki, blómavönd," sagði hann, „og ég er feginn, að ég skuli nú vita, að rauði liturinn táknar svona mikið. Mað- ur verður þá að vera viss í sinni sök, áður en hann er valinn?“ „Já — ef maður ætlar þá ekki að vekja fálskar vonir,“ svaraði hún. „Eg held næstum því, að það væri bezt, að ég velji heldur gular eða hvítar rósir." „Já, gerið það heldur,“ sagði hún hugs- unarlaust. Hún tók ekki eftir því, hvað hún hafði sagt, fyrr en hún sá sama brosið og áður á andliti hans. Hún varð svo óhamingjusöm, að tárin komu fram í augu hennar. Hvað skyldi hann nú hugsa um hana. Nú var hún hvað eftir annað búin að koma upp um sjálfa sig. Og hann skildi hana — hann hafði augsýnilega gaman af þessari óhamingju- sömu ást hennar. Hún varð svo reið — svo gröm sjálfri sér, að hún beit á vörina og sló allt í einu í runna einn með tennisspaðanum, svo að blöðin fuku í allar áttir. „Nú skal ég bera spaðann yðar heim,“ sagði hann rólega og tók hann úr hendi hennar. Augu þeirra mættust — augu hans voru glettnisleg, en hennar full af tárum. „Hver á að fá rósimar?" spurði hún gegn vilja sínum — en henni fannst nauð- synlegt að vita það. Hann leit brosandi á hana. „Þetta er nú nokkuð nærgöngul spum- ing, ungfrú Eva,“ sagði hann. „Fyrirgefið," sagði hún. „Mér stendur líka alveg á sama.“ „Það er fyrirgefið — en þér verðið að afsaka, ég get ekki svarað strax.“ Eva hljóp upp tröppumar og upp í her- bergi sitt. Þar kastaði hún sér á rúmið. Hún gróf andlitið niður í koddann og grét. Aldrei hafði hún skammast sín eins mikið og núna! Án þess að ætla sér það — hún vissi ekki, hvemig það hafði atvikazt — hafði hún komið upp um sig. Nú vissi hann, að hún var ástfangin af honum — hann vissi nú þetta dýrmætasta leyndarmál hennar, sem hún hafði ekki trúað neinum fyrir. Og hann kærði sig ekkert um hana. Því annars hefði hann tekið hönd hennar og sagt eitthvað — eða bara horft ástúðlega á hana-------en hann hafði bara brosað. — Þetta hálfháðslega og kalda bros — sem virtist leyna svo mörgu — en hve hún hat- aði það! — Nei — nei — hún elskaði það líka — — það líka--------! Og Eva grét, eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Svo var hann að hugsa um rósavönd Framhald & bls. 13. Smásaga efíír (zlíe/i f/feumert

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.