Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 9, 1943 5 uuminaMHiiMiiMHiWiii IIIJUIIlltltlHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIItlllMMIIIUMUIII Framhaldssaga: Líkið í ferðakistunni UHIIMIIIHH Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous 9 IIIIllllllIIlllll•tlll•llllllllltlllll•lllllll•lllllll!l•lll■tlll•IIlll••lll•ll•l•l••l•l••llll•lllllllllll11111111111lllllllllIIlllllllllll svipinn. „Ég skipa ykkur báðum í nafni lag- anna að þegja yfir þessu! — Ef einhverjir aðrir skyldu gera rannsókn hér, þá er ykkur bezt að segja sem allra minnst. — Munið það vel — ef eitt einasta orð um þetta kemst tii almenn- ings, þá er það ykkur að kenna, því að fyrir utan Austin Harvey og mig veit enginn neitt um þetta, og við munum strax láta ykkur sæta ábyrgð fyrir það. Sverjið, að þið skulið vera þögular sem gröfiri! Ef þið segið eitt orð um það, sem hér hefir átt sér stað, þá verður ykkur hegnt fyrir það. Sverjið — „Guð minn góður, já, já,‘ stamaði frú Jessop. „Ég skal vera þögul sem gröfin,“ sagði Polly óttaslegin. Eg hefi alltaf gaman af að gera heimskt fólk reglulega hrætt. „Jæja, nú geta lögregluþjónamir farlð heim og lagt sig,“ hugsaði ég. „Verði ykkur að góðu, kæru- starfsbræður. Þetta morð er mín einka- skemmtun, og ég hefi þegar tvo þriðju hluta þráðsins í hendi mér.“ XIV. KAEXI. 1 „Gamla negranum“. Etnu hafði ég komizt að gegnum orðaflóð frú Jessop — Philipp hlaut að hafa drukkið meira vín en hann þoldi kvöld þetta. „Segið mér, frú Jessop, er þessi Philipp ef til viH örvhentur?" spurði ég allt í einu, er ég var í þann veginn að fara. „Það get ég ekki sagt yður, góði maður — hm, hm -—, ég hefi aldrei veitt því athygli.“ „En þér, ungfrú Polly?" Polly vissi það ekki heldur, en henni fannst það ekki mjög sennilegt. „Og hvað á ég að segja, þegar ungfrú Raynell kemur heim?" spurði frú Jessop. „Hvernig — hm, hm — á ég að láta yður vita það?“ „Þér getið skrifað til Austin Harvey," hrópaði ég um leið og ég flýtti mér niður tröppumar. Mér fannst óþægilegt að hlusta á gömlu kon- una tala um hina myrtu eins og hún væri enn á lifi. Á heimleiðinni var ég alls ekki i slæmu skapi, heldur lá óvenju vel á mér. Ég er hræddur um, að ég megi teljast meðal hinna bjartsýnu, en hver maður hlaut líka að játa, að ég hafði gert miklar uppgötvanir, og það var ósennilegt, að franska og enska lögreglan mundi ná mér, þótt hún væri sennilega rétt á hælum mér. Eina vanda- málið, sem ég átti nú eftir að ráða fram úr, var að komast að dvalarstað morðingjans. Frú Jessop hafði fullvissað mig um, að rúm ungfrú Raynell hefði verið notað síðustu nóttina, sem hún hafði verið heima, og það leiddi mig á þá skoðun, að morðið hefði ekki verið framið fyrr en snemma á föstudagsmorguninn og ekki, eins og hinir frönsku læknar höfðu álitið, á sunnu- dagskvöldið. Mér var það alveg ljóst, að þessi Harvey hafði komið heim á sunnudagskvöldið annað hvort full- ur eða látizt vera það. Hann hafði farið upp i herbergi sitt, sofið þ a r og hafði svo snemma morguns farið inn í herbergi frænku sinnar, sem þá var nýkomin á fætur. Það var líka hugsan- legt, að ungfrú Raynell hefðl sjálf drukklð mjólk sina eins og hún var vön. Frændi hennar hafði slegið hana niður og svæft hana síðan með klóró- Forsaga: Það er á norður-járn- brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaðUr, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja sins, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sína. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Leynilögreglu- maðurinn skoðar íbúð . þá, sem ungfrú Simpkinson hefir leigt og finnur þar nafn- spjald Philipp Harvey. Síðan fer hann þang- að, sem hin myrta hafði búið. bjarga bröður sínum frá gálganum, sem hann slapp áreiðanlega ekki við — ég þurfti aðeins að toga í lykkju þá, sem þegar var komin um háls honum. I jámbrautarlestinni tók ég bréf Philipps upp úr vasanum og las það aftur og aftur til þess að vita, hvort ég gæti ekki einhvem veginn komizt að dvalarstað hans í gegnum það. ,,Á hinum venjulega stað, hjá „Gamla negran- um“,“ — það var allt og sumt. „Negrann," átti sennilega ekki að skilja í orðs- ins fyllstu merkingu; en ef það var raunverulega negri, sem um var að ræða, þá mundi það létta mjög undir með uppgötvun minni, því negrar eru ekki á hverju strái í Dover. En það var miklu sennilegra, að negrinn væri aðeins viðumefni, eða að það ætti við eitthvað, sem aðeins bróðirinn skildi. En ég varð nú að fara til Dover, hvemig sem þessu var farið. Það var enn eitt atriði, sem var mér óljóst. Philipp Harvey hafði farið frá Southehd tU London með svörtu kistuna, sem hafði að geyma lík frænku hans. Hvemig gat það verið, að á kistu þeirri, sem strax hafði veriö flutt frá Lon- don til Parísar, sáust engin merki um þetta fyrra ferðalag, alls engin farangursseðill,- sem bar merkið „London" eða „frá Southend til London"? formi, en við það hafði lækniskunnátta hans komið honum að gagni. Síðan hafði hann -látið líkið í hina svokölluðu bókakistu sína, og komið henni þannig á brautarstöðina, en þar hafði hún af einhverju óláni ruglast saman við farangur ungfrú Simpkinson. Síðari hluti þessa sorgarleiks hafði svo átt sér stað að mér viðstöddum. Þetta var þessa stundina — föstudaginn eftir að morðið var framið — skoðun min á morðmáli þessu. Ég sagði áðan, að ég ætti nú ekki aðra ráðgátu að leysa en að finna dvalarstað morðingjans. En mér hafði þá sézt yfir annað atriði — enn vissi ég ekki um ástæðumar til morðsins, og á með- an ég vissi ekki hvaða ástæður lágu til einhvers verknaðar, þá varð ég að líta á hann sem óráð- inn. Af frásögn frú Jessop hafði ég ekki komizt að neinu viðvíkjandi því. Gamla þjónustustúlk- an var ekkert margorð, og veitingakonan vissi ekki hið minnsta um fortíð leigjenda sinna. Á þessu sviði gat morðinginn einn gefið upplýsing- ar, og ég ákvað að fara til Dover þegar þetta kvöld. I því skapi, sem ég nú var, var ég á þeirri skoðun, að mér mundi lánast allt, sem ég tækist á hendur. Philipp Harwey hafði verið í Dover á þriðju- daginn, það kom 1 ljós af bréfi hans, og senni- lega var hann þar enn, því hann hlaut að biða þar áhyggjufullur eftir ferðakistu sinni, sem bróðir hans gat ekki sent honum. Mundi nú Austin senda honum aðvömn? Það var erfitt að svara þessarri spurningu. Mér fannst það áberandi, að er ég átti fyrst samtal við hann á „gistihúsinu", þar sem ung- frú Simpkinson hafði verlð komið fyrir, hafði hann sagt, að frænka hans byggi ein í húsi númer sautján á Strandgötu. Hann hafði augsýnilega ekki talið það nauðsjmlegt að minnast á dvöl bróður sins í húsinu, ef til vill vegna þess, að hann dvaldi þar ekki að staðaldri, en var þar aðeins eins og gestur. Það var einnig mjög eðli- legt, að Austin gerði allt hugsanlegt til þess að Ég fór ekki beint til Dover, heldur fór ég úr lestinni í London og inn á skrifstofu mína þar, og var ég seinna mjög feginn, að ég skyldi gera það, því þar var bréf til mín frá Austin Harvey. Það hafði komið um morguninn, skömmu eftir að ég hafði lagt af stað til London. „Kæri herra Spence,“ þannig hljóðaði bréfið, „mér er það stöðugt ljósara og ljósara, að síðan hin heimskulega hegðun mín, eða elns og það virðist, hið hegnandi réttlæti guðs hefir fengið yður mál okkar í hendur og falið okkur miskunn yðar, hafa allar mínar tilraunir til þess að leyna yður sannleikanum verið árangurslausar og heimskulegar. Þér vitið allt of mikið — þér vitið í það minnsta nóg til þess að geta skilið það, hvaða angist og áhyggjur ég á við að stríða. En nú er ég samt staðráðinn í því að gera skyldu mína — hverjar sem afleiðingamar kunna að verða. Og þér megið ekki fordæma mig, þótt ég, eftir ákafa innri baráttu hafi komizt að þeirri nlður- stöðu, að samvizka mín skipi mér- eða réttara sagt leyfi mér að gera það, sem ég get, til þess að bjarga þeim manni, sem er mér náskyldur og mér þykir ákaflega vænt um. Ég verð að játa það sem ég hefi gert og taka afleiðingunum. —• Stuttu eftir samtal mitt við yður sendi ég sím- skeyti til ,Philipp‘, aðvaraði hann og ráðlagði honum að flýja, og ég vona, að hann sé nú á öruggum stað. Hafi ég breytt ranglega, þá verl guð mér náðugur — ég gat ekki annað. Farið ekki til Dover, það væri ekki ómaksins vert — þér munuð ekki finna neinn þar. Ég efast ekki um, að þér þekkið þqgar annan helming þessa sorgarleiks; að hinum helmingnum munuð þér komast að í Southend — mér er það gagns- laust að blekkja sjálfan mig lengur. Þér vitið það eins vel og ég. Ég verð kyrr i París, og bíð hér rás atburðanna. Er þér dæmið mig, þá gleymið ekki að taka tillit til hinnar hörmulegu aðstöðu minnar. Guð veri okkur öllum náðugur. Austin Harvey."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.