Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 6
£ VIKAN, nr. 9, 1943 Br ég hafði lesið bréf þetta, tók ég hatt minn, fór beina leið til Charing Cross og fékk mér far- miða til Dover. Það eina, sem lá mér á hjarta þessa stundina, var spumingin, hvar Philipp Harvey byggi, eða hvar hann hafði búið á meðan hann dvaldi í Dover. Ég var alltaf að hugsa um „Gamla negr- ann‘‘, en komst auðvitað ekki að neinni niður- stöðu. Þegar ég, er ég var kominn til Dover, gekk um jámbrautarstöðina, varð mér litið á stórt spjald, með allskonar tilkynningum og auglýs- ingum. Á miðju spjaldinu voru tvö hlæjandi negraandlit, og áttu að tákna skiltið yfir litlu veitingahúsi, sem hét „Saracen-höfuðið.“ Ég tók mér nú leiguvagn og bað ökumanninn að aka til gistihúss, sem verzlunarmenn em vanir að gista á. Þótt ég hefði oft og mörgum sinnum ferðazt um Dover, þá hafði ég þó aldrei dvalið þar og þekkti ekkert til salarkynna þar; ég vissi aðeins af tilviljun, að „Lord Warden“, var fyrsta flokks gistihús og mjög dýrt. Er vagninn ók í gegnum bæinn, mundi ég aftur eftir hinni áberandi auglýsingu og spurði því ökumanninn um „Saracen-höfuðið". Hann kannaðist mjög vel við það; það var mjög mikið sótt veitingahús með bjórstofu og lítil- fjörlegri veitingastofu, en á efri hæðinni voru herbergi, sem leigð voru út yfir nóttina. „Þetta hentar mér einmitt," sagði ég, og öku- maðurinn fór þangað með mig. XV. Philipp Harvey. Það var þegar orðið mjög dimmt, er við kom- um til veitingahússins „Saracanhöfuðið", og ein- mitt í því að vagninn ók að gistihúsinu, kom maður þjótandi út um dymar. Ég hallaði mér í skyndi út i horn vagnsins, svo að ég sæist ekki .-— þetta var Austin Harvey, sem var augsýnilega mjög æstur og skundaði út á götuna,, án þess að líta tii hægri eða vinstri. Á sama augnabliki og ég kom auga á hann, datt mér allt i einu í hug samhengið — „gamli negrinn" — Saracan-höfuðið" — og ég skamm- aðist mín fyrir heimsku mína. — Einhver góð dís hafði leitt mig til þessa húss, sem Philipp Harvey hafði skrifað bréfið góða í, stórt negra- höfuð blasti við mér yfir inngöngudyrum veit- ingahússins. Nærvera Austin Harvey benti tii þess, að bróð- irinn mundi einnig vera staddur þama. Ég hafði ekki efazt um, að ég mundi finna hann eftir tvo til þrjá daga, en gladdist nú yfir því, að geta sparað mér þann tíma og það erfiði. „Sko til, Austin Harvey kann þá lika að skrökva!" hugsaði ég, en sagði svo strax við sjálfan mig, að þessi ásökun væri ekki sann- gjöm. Hann hefir sennilega ætlað sér að vera kyrr í París, eins og hann skrifaði, og hann hefir sennilega breytt ákvörðun sinni seinna. Senni- legast var, að hann hefði komizt að raun um, að bróðir hans hefði ekki farið að ráði hans og komið til hans til þess að hjálpa honum. Veitingahúsið var rpjög lítilfjörlegt og óbrotið. Ég lét sýna mér herbergi, og stuttu seinna fór ég fram í borðstofuna og bað um rifjasteik. „Býr nokkur annar hér í húsinu þessa stund- ina?“ spurði ég þjóninn, er hann var í þann veginn að fara. ' 1 gær höfðu verið margir hérna, en í dag hafði gestunum fækkað mjög. — „Ég mætti rétt áðan manni, sem ég held helzt að búi hérna,“ sagði ég. „Hann er hár, ljóshærð- ur og frekar fölur. Haldið þér að þér skiljið, við hvem ég á, og getið þér sagt mér, hvort hann muni ekki heita Thompson?" Þjónninn leit undrandi á mig og sagði svo, að það byggi að vísu maður hér, sem lýsing mín gæti átt við, en hann héti ekki Thompson, heldur Harvey og hefði auk þess dvaliö allan daginn á herbergi sínu og væri þar enn. Nú hafði ég komizt að nægilegu. „Nei, það hefir þá ekki verið sá maður, en það gerir ekkert til," sagði ég og lét svo þjóninn fara. — Philipp Harvey var þá í sama húsi og ég og bar hið rétta nafn sitt. Ég hefði komizt að raun um hið ranga nafn hans hjá þjóninum. Ég borðaði nú rifjasteik mína, sem .reyndist ágæt, og þar sem ég var í mjög góðu skapi, drakk ég sherry með. Rannsóknir þessar höfðu heppnazt mér svo vel, að þær hlutu að gera mig frægan. Á meðan franska og enska lögreglan slóst um svörtu ferðakistuna og kvöldu ungfrú Simpkinson, var ég þegar búinn að ná þræðinum í mínar hendur. — Philipp Harvey gat að vísu sloppið, áður en ég var búinn að beina laga- legri ákæru á hendur honum, en áður en ég lét hann sleppa burt, skyldi fjölskyldan sannarlega fá að borga — það var ekki nema sanngjarnt. Er ég hafði lokið við að borða, sat ég enn yfir víninu, og hefði sennilega blundað dálítið í hinu notalega herbergi, hefði dyrunum ekki allt í einu verið hrundið upp. Ég hrökk við, og þóttist strax sjá, að sá, sem inn kom, hlyti að vera Philipp Harvey. Hann var hár eins og bróðirinn, grannvaxinn og ljóshærður, en að öðru leyti voru þeir ekki líkir. Hörundslitur hans var ekkí eins hraustlegur og prestsins og augun ekki eins skærblá — hann var fölur og augu hans voru flóttaleg. Hann togaði eins ákaft í bjöllustrenginn og hann háfði hrundið hurðinni upp og fór að ganga fram og aftur um gólfið, sem var stráð sandi. Er þjónninn leit inn, bað hann um „annað glas, heitt og sterkt"; hann hlaut þegar að hafa drukkið meira en æskilegt var af drykk þessum. Hann gaut oft homauga til min, loks nam hann snögglega staðar fyrir framan mig, eins og mað- ur, sem skyndilega hefir tekið einhverja ákvörð- un. „Hafið þér nokkuð á móti stuttum viðræðum?" spurði hann. „Eruð þér ekki félagslyndur ? Maður getur ekkert gert í svona kotbæ til þess að drepa tímann." „Ég var einmitt að hugsa þetta," sagði ég mjög vingjamlega, „og ég er mjög feginn því að kynn- ast yðun Eigum við ekki að setjast þama í hornið?" Philipp Harvey kastaði sér strax á legubekk, sem stóð upp við vegginn, en ég settist á stól; lítið borð var á milli okkar. Stuttu seinna kom þjónninn inn með rjúkandi rommblöndu. „Það er ekki slæm lyktin af þessu," sagði ég glaðlega. „Ég get heldur ekki gert neitt betra en að tala við yður.“ Harvey bölvaði aftur og skipaði þjóninum að koma með enn eitt glas; hann smellti alltaf nokkmm óþarfa blótsyrðum inn í mál sitt. Hann tautaði enn dálitla stund yfir þessum auma stað og þessu andstyggðar veðri, sem hafði nú annars verið óvenju gott allan daginn, og er ég reyndi að leiða umræðumar að dagleg- um atburðum, þá sagði hann svo ákaft; „Fjand- inn hirði öll stjórnmál," að ég reyndi ekki við það aftur. Það var alls ekki þægilegt að vera með Philipp Harvey; maður, sem þjáist af samvizku- biti, er ekki skemmtilegur kunningi. „Nafn mitt er Spence," sagði ég, er mér fannst timi til þess kominn að kynna mig. „Spence frá London. Má ég spyrja, hvað nafn yðar er?“ „Já, fjandinn hafi það, auðvitað megið þér það. Ég heiti Harvey, Philipp Harvey, og skamm- ast mín alls ekki fyrir það.“ „Nei, hvers vegna ættuð þér að skammast yðar fyrir það ? Má ég ennfremur spyrja, hvort þér séuð skyldur Austin Harvey, presti í South- end? Mér fannst þér minna mig á hann undir eins og ég sá yður." „Það er bróðir minn," sagði Philipp. Erla og unnusí- inn. Oddur: Hérna á ég þrjátíu krónur. Ég ætla að Erla: En hve þú ert indæll, vinur minn. Já, ástin mín, ég kem til hringja til Erlu og bjóða henni í miðdegisverð á þín á skrifstofuna klukkan tólf. Ég skal ekki koma of seint. veitingahúsi. , Sendisveinninn: .... og tveir menn, annar er klæðskerinn þinn og hinn er skósalinn. Og forstjórinn vill fá að tala við þig strax. Ég man nú ekki eftir fleiru sem stendur. Oddur: Skelfing er ég hamingju- samur að eiga Erlu, en hún er nú lika hamingjusöm. Sendisveinninn: Ungfrú Erla er í móttökuher- berginu .... Oddur: Er ég ekki finn?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.