Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 9, 1943 Fögur lýsing á lögrum stað. Hér fer á eftir kafli úr lýsingu Björns B. Bjömssonar á Yellowstone Park. Þessi landi vor er eins og fleiri Vestur-lslendingar prýðilega ritfær og athugull. Björn var fæddur 1870 að Ási í Norður-Þingeyjar- sýslu, en fluttist vestur um haf 1876 og varð síðar prestur og ritstjóri. Yellowstone Park iiggur í norðvesturhorninu á ríkinu Wyoming að mestu, en yztu jaðrar hans ná þó bæði inn í Montana og Idaho. Vegalengd þangað frá St. Paul er rétt um 1000 mílur. Land- spilda þessi er 62 mílur á lengd frá norðri til suð- urs og 54 mílur á breidd frá austri til vesturs. Hún nær yfir 3,412 ferhymingsmílur. Með sér- stakri löggjöf kongressins 1872 var land þetta um aldur og ævi gert að ríkiseign, og er það alger- lega undir stjórn þingsins, sem áriega leggur fram mikla peningaupphæð til vegagerðar og hirðingar á því. Allt árið um krirtg era þar flokkar'her- manna, sem líta eftir, að ekkert sé þar skemmt, né skotin dýrin þar. Að eins f jóra sumarmánuðina er „parkinn" opinn fyrir ferðafólk. Ferðin um Yellowstone Park tekur sex daga, ef farið er eftir hinni venjulegu ferðaáætlun. Vilji maður haga ferðum sínum öðruvisi og vera leng- ur, borgar maður 8 dollara fyrír hvem dag, sem umfram er. En þessir sex dagar nægja til að sjá allt hið helzta, ef maður notar vel tímann. Alls ekur maður í „parkinum" 152 mílur. Vegurinn, sem stjórnin hefir látið gera þar, er sannkallað stórvirki. Hann liggur æ hærra eftir því sem sunnar dregur, þar til komið er um 10.000 fet yfir sjávarmál. Sumsstaðar er vegurinn höggvinn inn i kietta og ekið eftir fárra feta breiðum stöllum; er þá stundum annars vegar himinhátt hamra- berg, en hinsvegar hyldýpis gjá. En þó sumum þyki stundum nóg um, er þetta þó engin sérleg glæfraför, og ökumaðurinn stýrir hestunum af mikilli list. Þótt svona sé hátt farið og öldótt þar uppi, er þó Yellowstone Park eiginlega dalverpi uppi í fjöllunum. Og öll náttúruumbrotin þar held ég séu aðeins dauðateygjur ógurlegs eldgígs, sem þar hefir á umliðnum öldum verið með miklu meira og hrikalegra lífi en nú er. Enda þykjast menn hafa veitt því eftirtekt, að alltaf sé að draga af kröftum umbrotanna. Tvær „höfuð- skepnur", eldur og vatn, eru valdar að flestu, bæði því fagra og hrikalega, sem hér gefur að líta. Eldurinn, hitinn í jörðinni, er voldugastur herra í riki þessu. Einkum ber á því við fyrsta áfangastaðinn, Mammoth Hot Sþrings (heitu laugamar stóru). Þar eru klettamir og jarðkúp- an full af kalki og brennisteini. Hefir þar aug- sýnilega lengi logað eldur, en við það að kólna og storkna hefir svo jarðlagið fengið á sig ótal ein- kennilegar kynjamyndir. Enn þá rýkur á þessum stöðvum víða upp úr jörðinni og víða er hin megnasta brennisteinssvæla. Af því stafar það þá einnig, að flest örnefni um þær slóðir em kennd við djöfulinn. Var okkur lika af fylgdarmanni okkar sögð mjög kímileg saga um það, hvernig djöfullinn hefði hafzt þar við, áður en hann flutti sig til Chicago! Af híbýlum hins foma óvinar þama á brennisteins-svæðinu nefni ég ekkert nema eldhúsið hans — „The Devils Kitchen". Því nafni heitir hellir einn niðri i jörðinni. Er farið þangað niður í stiga 30 fet gegnum ofurlitla rifu, sem er á jarðskorpunni. Að neðan er hellir- inn miklu víðari um sig og áfar-langur. Þar niðri er áköf hita- og brennisteins-svæla, og flýta því flestir sér upp aftur. Margt er þar í útsýninu, sem lengi verður minnisstætt þeim, sem um Yellowstone Park aka. Margir em þar tignarlegir fjallahnúkar, svo sem eins og „Electric Peak“ — hann á að vera þrunginn af rafmagni, — og glerhóllinn, „Obsi- dian Cliff“. Þá er heldur ekki sízt að sjá kletta- brúna, „The National Bridge", sem liggur milli tveggja kletta yfir djúpa gjá, og til að sjá skyldi enginn öðru trúa en að hún væri gerð af manna- höndum. Tvisvar liggur leiðin gegnum skínandi falleg „hlið“ — svo em nefnd opin, þar sem veg- urinn hefir verið sprengdur gegnum björg. Annað hliðið heitir „Silfurhliðið", en hitt „Gullhliðið'1 og draga þau nöfn sín af litunum á berginu, sem á öðrum staðnum er silfurgrátt, en á hinum sem gull að lit. En ekki get ég látið mér til hugar koma að lýsa útsýninu hér í þessu stutta máli. Ég segi hér ekkert um ána, Yellowstone River, svo fögur sem hún er; ekkert um lækina, sem hvarvetna buna eftir giljunum, og ekkert um silunginn í ánni og lækjunum; stöðuvatninu fagra þarna uppi i fjöllunum, Yellowstone Lake, og gufuskipsferðinni eftir því, sleppi ég. Ekki heldur minnist ég neitt á dýrin í Yellowstone Park; minnist jafnvel ekki á nafna mína, birnina, sem voru svo gæfir og góðlyndir og stóðu kyrrir fáa faðma frá okkur, meðan við vorum að taka mynd- ir af þeim. En ómögulegt er að minnast svo á Yellowstone Park, að maður geti ekki um heitu laugarnar, hverana og geysana. I þessum undrahelmi, Yellow- stone Park, eru yfir 4000 sjóðandi hverar og 100 geysar. Heil svæði eni þar, þar sem allt vellur og sýður. Sumsstaðar eru feiknastórar skálar, þar sem aur og leðja vella og sjóða. Eru slikir staðir kallaðir „Mud Pools" (leirhverar). 1 klettaskál- um sér maður víða kalkkennda leðju, með ýmsum litum, vella og sjóða. Þær skálar eru kallaðar „Paint Pots”. En lang-merkilegast er sjálft hið heita, tæra vatn. Hvarvetna verða á vegi manns ýmist smáar eða feikna-stórar skálar úr alls- konar og marglitum málmtegundum, fullar af tærasta vatni, sjóðandi heitu. Ég hefi aldrei séð litadýrð fyrr en ég sá þessa vatnspolla. Sumar þessar ,,skálar“ virtust samsettar úr óteljandi smáögnum, hver smáögn með sínum sérstaka lit. Vatnið er tært eins og tár, og svo heitt, að lá við suðu, og var því ávallt eins og titringur á því, en titringurinn vlrtist ekki vera á vatninu sjálfu, heldur sýndust allar hinar marglitu agnir í börm- urn og botni skálarinnar iða, og var því á að horfa eins og verið væci að hrista óteljandi dem- anta fast' við augu manns. Þegar svo sólin glamp- aði á þessa gimsteinaspegla, þá varð litfegurðin svo dásamleg og dýrðleg, að henni verður við ekkert líkt. Regnboga-litirnir eru ónógir til sam- anburðar. Enginn málari hefir blandað svo litum; aðeins guð og náttúran geta málað svona. — Sumsstaðar sér maður eins og „skálar“ þessar á hvolfi og brotið gat á botninn. Vatnið vellur og sýður undir skálunum og spýtist við og við upp um gatið; því stærri sem skálatnar eru, þvi hærra spýtist upp úr. Þetta er þá kallað „Baby Geysers" (Geysa-ungar), og minnir þetta mig á það, sem mörgum þykir tilkorriumest í Yellow- stone Park, geysana. Hvergi í heimi eru eins margir geysar saman komnir ehis og í Yellowstone Park, og hvergi eru þeir eins stórir eins og þeir stærstu þar. Þeir eru oftast margir á sama stað, en svo langt bil á milli byggða þeirra. Auðvitað gjósa þeir ekki allir í einu og enginn einn maður getur séð þá alla. Margir geysanna gjósa með reglulegu milli- bili, og getur maður þvi setið um þá. — „Excel- sior“ heitir stærsti geysirinn í Yellówstone Park og er hann sagður stærstur í heimi. En því miður lætur hann ekkert á sér bera á síðari árum; hefir ekki gosið svo menn viti siðan 1881. Næstir að stærð eru þeir „Giant'1, „Giantess", „Beehive" og „Old Faithful". Þeir eru allir sífellt á ferðinni. „Giant" spýr vatninu 250 fet upp í loftið, „Bee- hive" 200 fet, og hinir tveir, sem nefndir voru, nálega eins hátt. öllum þykir vist vænst um „Old Faithful", því hann ber nafn með rentu og bregzt aldrei. Hann gýs nákvæmlega einu sinni á hverri klukkustund. Fyrst heyrast dunur og dynkir niðrí í skálinni, þegar hann er að taka sig til; svo fara smámsaman að koma stórar hvítfyssandi gusur af sjóðanda .vatni upp úr skál- aropinu, og svo allt i einu gýs hann i háa loft. þráðbeint upp í loftið, nærri 200 fet. Svona stend- ur úr honum strokan 5—6 mínútur í einu. Hálfri annarri millíón gallóna af vatni spýr hann í hvert sinn. Smámsaman fer ofsinn í honum að sefast og hann missir mátt sinn, sígur hægt og hægt og hverfur ofan í skálina, og er þá borð á henni eftir. Fjórum sinnum sá ég „Old Faithful" leika leik sinn, og þótti mér ávallt tilkomumeira í hvert sinn. Marga fleiri geysa sá ég í algleym- ingi, en sleppi að lýsa þeim. Aðeins einu undri enn skal ég reyna að lýsa. Það er hin mikla gjá — „The Grand Canyon". Hún er eitthvað 20 mílna löng, og er varið næni heilum degi til að skoða hana. Er það þó aðai- lega um svo sem 4 milna svæði, að farið er. Þar sem hún er mest, er hún hér um bil 1,200 feta djúp, undur mjó að neðan, og rennur þar Yellowstone-áin og sýnist svolítil spræna. Gjáin víkkar alltaf eftir þvi sem ofar kemur, og er fjarska breitt milli gjárbarmanna. Veggirnir eru að sjá sem væru þeir úr kristalli og eru með allskonar lagi og litum og gljá og glitra í sól- skininu. Maður gengur fram á klettasnös í gjái- barminum og horfir upp og ofan gjána, svo langt sem augað eygir, og þá er eins og blasi við manni allsstaðar í gjárhlíðunum óteljandi hallir með turnum og portum og kastalar úr gimsteinuni og gulli. Tveir voldugir fossar eru i ánni með nokkru millibili þarna í gjánni; er annar hærri en hinn, og þegar horft er eftir gjánni, ber þá hvorn í annan. Neðri fossinn fellur á fimmta hundrað fet, og er það hin dýrðlegasta sjón i sjálfu sér, en þó miklu meiri sökum litadýrðar gjárinnar, sem blandast saman við dýrð fossins. Ein klettasnösin, sem skagar fram í gjárbarm- inn og maður stendur á til að horfa eftir gjánni, heitir „Inspiration Point" (Innblásturs-oddi). Það ætti einnig að vera réttnefni, því enginn sjón getur hugsazt meir „inspirerandi" en þessi vold- uga, tignarlega, dýrðlega mynd. ..." Fljúgandl virki. Amerískt fljúgandi virki á flugvelli einum, sem amerískar hersveitir hafa búið til á Guadalcanal, er hersveitirnar höfðu unnið eyjuna frá Japönum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.