Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 9, 1943 I . upimn m lnKimii.iv ■ Hvað liggur á? .... Eftir MILTON WRIGHT. *.*. Matseðillinn. Eggjasúpa. 4 1. vatn, 125 gr. sagómjöl, 8 egg, 375 gr. púðursykur, 1% dl. rabarbarasaft, kanill og sítrónu- börkur. Vatnið er soðið í nokkrar mínútur með kanilstöng og sítrónuberki og jafnað með sagómjöli, sem hrært hefir verið út í % 1. vatni. 8 eggja- rauður og 3 hvítur eru hrærðar ásamt púðursykrinum, þar til það er orðið hvítt, þá er heitri súpunni hellt sam- an við og stöðugt hrært í á meðan. 1 súpuna er látin 1% dl. rabarbara- saft, og ef vill % 1. sherry. Hakkað kjöt. % kg. svínakjöt, 400 gr. soðnar kartöflur, 75 gr. tvibökumylsna eða hveitibrauð, 1 egg, mjólk, salt, pipar, 50 gr. feiti, egg, tví- bökumylsna. Kjötið ér þvegið og hakkað einu sinni í hakkavél ásamt kartöflunum, blandað tvíbökumylsnunni eða hveiti- brauðinu, sem bleytt hefir verið í mjólk. Eggið, sem búið er að þeyta, salt og pipar látið saman við. Eins- laga stykki eru mynduð, vellt upp úr eggi og tvíbökumylsnu og steikt í feiti. Trifli. 250 gr. makarónur, 2 matskeiðar sherry, 2% dl. vanillukrem, 2 blöð matarlím, ávaxtamauk, 1% dl. þeyttur rjómi. Sherryinu er hellt yfir makarón- umar, er þær eru gegnblautar, eru þær látnar í glerskál og afan á þær þunnt lag af ávaxtamauki, siðan er vanillukreminu, sem matarlímið hefir verið látið í, hellt ofan á ávaxtamauk- ið. Triflíið er svo skreytt með þeytt- um rjóma. Snotur búningur. Þetta er eiginlega dragt, en má vel nota sem kjól á köldum vetrar- dögum. Dragtin er úr dökkbrúnu ull- arefni. Treyjan, sem er tvöföld fyrir neðan mitti, er hneppt með þrem huöppum. Pilsið er slétt að aftan, en vítt að framan. Munið, að nota ekki benzín það, sem nú fæst, til þess að hreinsa föt með. Hengið hvítt tau til þerris í sól, en mislitt í skugga, þegar þér þurrkið úti. Bifreiðar þjóta fram og aftur um götuna, er ung stúlka leggur af stað yfir hana. Hún kemst út á miðja götuna og verður að standa þar. Er hún er að reyna að verða ekki fyrir bifreiðunum, sem þjóta fram hjá, missir hún pakka. Þegar hún er búin að ná í hann, er lögreglu- þjónn búinn að gefa merki, og fólkið, sem staðið hafði á gangstéttinni er komið yfir, og unga stúlkan, sem var að flýta sér, er síðust yfir götuna. Er jámbrautarlest ein nálgast endastöð sína, stekkur maður einn á fætur og flýtir sér í áttina til dyranna. Þrjátíu farþegar koma á eftir honum. 1 tvær mínútur standa þeir þannig í röð áður en lestin nem- ur staðar. Þá kemur það í ljós, að það er ekki hægt að opna dyrnar. Allir verða að fara yfir í hinn enda vagnsins. Maðurinn, sem var fyrstur úr sæti sínu, kemst síðast út. Skrifstofumaðurinn lítur á klukk- una og sér, að hún er-4,40. Hann flýt- ir sér að þjóta yfir það, sem hann á að gera, skilur, að hann gerir nokkr- ar smávillur, en telur að þær séu mjög litilfjörlegar. .Það, sem honum finnst nauðsynlegast, er, að komast út, um leið og vísarnir á klukkunni benda á fimm. Hann stendur nú úti á götunni og veit ekki, hvernig hann á að drepa tímann. Nemandinn þýtur yfir prófverk- efni sin, gerir fljótfæmisvillur og lækkar þannig einkunn’ sína. Lagleg stúlka segir of fljótt já og situr svo uppi með eiginmann, sem hún kærir sig ekkert um. Þjófur, sem brotið hefir upp pen- ingaskáp, fer svo hratt yfir innihald- ið, að honum sést yfir 10,000 krónur í seðlum. Prestur flýtir sér svo mikið til kirkju einn sunnudagsmorgun, að hann gleymir skóhlífum sínum, fær svo mikið kvef, að hann getur ekki flutt hina góðu ræðu, sem hann var búinn að undirbúa fyrir kvöldið. Hvað liggur á? Ef fólk vildi aðeins vera dálítið rólegra, mundi það ljúka alveg eins miklu, án þess að nokkur hreyfing eða tími fari til spillis. Það er auð- vitað gott að vera snöggur í hreyf- ingum, ef maður þá hreyfir sig öruggt og jafnt, en flýtir útaf fyrir sig er oft gagnslaus og getur lika stundum verið óheillavænlegur. „Hver sá, sem flýtir sér, sýnir, að það, sem hann er i þann veginn að gera, er honum um megn.“ Það er mikið satt í þessu, sem Chesterfield lávarður sagði einu sinni. Flýtir sýnir, að þér eruð tauga- óstyrk, óörugg og hikandi. Munið að flýtir leiðir oft af sér meira illt en gott. Dr.lheol. JÓ\ HELGASOK: Árbækumar skýra frá ölíu því helzta, er gerzt hefir í Reykja- vík í 150 ár. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Síml 3183. flllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMJ f S 2 INGÓLFSBÚÐ H.F. j ! : I i 9 8 : HAFNARSTRÆTI 21 i 1 ■ ; Karlmannaföt kr. 250 : 5 E ; Dökklr vetrarfrakkar kr. 232 : i f niimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Minnstu ávallt j milcju sápunnar Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Regum f|s l(h tannpasta hreins- ar fágar og gerir i? r tennumar hvítar. X-0 c Skilur eftir hress- 2« 3 andi og friskandi lf 3 bragð. Heildsölubirgðir:. Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Simi 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.