Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 9, 1943 11 Framhaldssaga: ............. GIFT eda ÓGIFT ................ Eftir Betsy Mary Croker Madeline bældi niður í sér hláturinn og gekk á eftir konunni upp stigann. Á leiðinni tók hún klútinn af sér og einnig kvöldkápuna. Gamla konan lét byrði sína frá sér á borð eitt í upp- lýstu herbergi. Hún snéri sér við, er hún heyrði fótatakið og skrjáf í silki, og sá nú háa og glæsi- lega stúlku í silkikjól, með demantsnál í hárinu og með fallegan blævæng í hendinni. Andartak stóð hún mállaus af undrun, svo sagði hún: ,,Nei, nú hefi ég aldrei séð annað eins!“ Nú kom leiguþjónninn einnig fram, undrun hans var jafnmikil, en hann kunni betur að leyna henni en gamia konan. Hann spurði kurteislega: „Hvaða nafn á ég að tilkynna?" ,,Þér getið tilkynnt ungfrú West,“ sagði Made- line brosandi og lagfærði knipplingana á kjól sinum. „Ungfrú West!“ tilkynnti þjónninn með hárri röddu, um leið og hann opnaði dyrnar svo mikið upp á gátt, að þær voru næstum því farnar af •hjörunum. Svo steig hann til hliðar til þess að sjá, hvaða áhrif koma. þessa nýja gests hefði á hina. Madeline varð ekki minnst hissa. Inni í herberginu sá hún vel búið borð með blómum og kertaljósum, sem voru hjúpuð bláum skermum og stóðu í fallegum kertastjökum. 1 Ijósi þessu virtist herbergið alls ekki fátæklegt, og við borðið sat Lawrence ásamt tveim vinum eínum, og Madeline sá sér til skelfingar, að hún þekkti annan þeirra. Henni hafði sízt af öllu komið til hugar, að hún myndi hitta á veizlu hjá Lawrence. Og hver getur iýst undrun mannanna þriggja. Þeir sátu í fjörugum samræðum við matinn og Lawrence var að enda við að láta i ljósi, hve sér þætti það leiðinlegt, að Jessop skyldi ekki geta komið, svo að sæti hans væri autt, og þeir höfðu svo farið að tala um eitthvað annað. Þeir litu allir upp, er ung, prúðbúin stúlka, ijóm- andi af demöntum stóð á þröskuldinum. Lawrence fannst hann stirðna upp. „Mádeiine", hvíslaði hann. Já, þetta var Made- line, sem leit út eins og kóngsdóttir í ævintýr- unum, en var sennilega alveg brjáluð. . Hvað átti hann að segja, hvað átti hann að Forsaea * Madeline er dóttir Wests ® * milljónamærings, sem grætt hefir fé i Ástralíu, en er nú kominn til Englands. Hún hefir, án vitundar föður- sins, gifzt Lawrence Wynne, fátækum lög- fræðingi. Vegna veikinda hans hafa þau átt við mikið basl að stríða. Þegar faðirinn boðaði komu sina til Englands og sendi Madeline peninga, fór hún með mann sinn og son upp í sveit og skilur þá þar eftir, þegar hún fer að hitta föður sinn, af því að hún þorir ekki annað en láta hann fyrst um sinn halda, að hún sé ógift. Hún býr við auð og allsnægtir hjá föður sínum, en þegar Lawrence er albata flytst hann til London og tekur upp fyrra starf sitt og gerist auk þess rithöfundur. Madeline þorir . ekki enn að segja föður sínum hið rétta, því að hann má ekki heyra annað en hún giftist aðalsmanni. Antony lávarður biður hennar og West er þess mjög fýsandi, að hún taki honum, en hún segir lávarðinum, að hún hafi enga löngun til að verða eigin- kona hans. Faðir hennar verður ákaflega reiður, þegar hann heyrir þetta, en ætlar þó að sjá, hverju fram vindur. West og gestir hans fara i smá skemmtiferð upp í hvilft eina þar nálægt, á leiðinni þaðan trúir Madeline Antony lávarði fyrir því, að hún sé gift. Madeline fer i skrifstofuna til Wynne, þegar hún kemur aftur til London, en hann er ekki við sjálfur. Hún skoðar heimkynni hans. Wynne verður hissa, er hann heyrir um heimsókn hennar. West gamli fer úr borginni og Madeline notar tækifærið til að heimsækja aftur mann sinn. gera ? Hann hefði auðvitað getað kynnt hana sem konu sína, en hún hafði eyðilagt það með því að láta þjóninn tilkynna sig sem ungfrú West. En eitthvað varð hann að gera, því að vinir hans og leiguþjónninn horfðu eftirvæntingarfullir á hann. Þeir héldu sennilega, að þetta væri einhver misskilningur. „Ungfrú West!“ sagði nú Wynne. „Hvað gét ég gert fyrir yður? Það er vonandi ekkert að heima hjá yður?“ Og hann gekk til hennar og tók í höndina á henni. „Nei, nei,“ sagði hún og reyndi að vera róleg og finna einhverja ástæðu, sem skýrt gæti komu hennar. „Ég vonaðist eftir að hitta yður einan, það er að segja.“ bætti hún við og roðnaði, „ég átti við, að ég vonaðist eftir að þér væruð ekki öðru að sinna, því að ég — ætlaði að leita ráða hjá yður í máli, sem snertir fjölskyldu mina.“ „Ef þér viljið veita mér þann heiður að setjast við borð mitt og borða með okkur, þá mun ég hjálpa yður á eftir,“ sagði Wynne og leiddi hana að stól, sem var beint á móti stól hans. „Má ég kynna yður fyrir vini mínum, Treherne (sami ungi maðurinn, sem við fyrstu heimsókn Madeline hafði hitt hana í stiganum og snúið sér við til þess að horfa á eftir henni), og starfsbróður mín- um, Fitzherbert." „Ég held, að ég hafi fyrr haft þá ánægju að kynnast ungfrú West,“ sagði sá síðarnefndi, er hann hafði hneigt sig brosandi og sezt aftur. Þetta var sannarlega skemmtilegt. Hin ríka og fallega ungfrú West kemur í kyrrþey til að heim- sækja dyggðaljósið Wynne og hittir sér til skelf- ingar á veizlu hjá honum. Þetta er ómetanlegur brandari. En pilturinn hélt öllum sínum hugsunum hjá sér, og þar sem hann var fullkominn samkvæmis- maður, var hann brátt kominn í fjörugar sam- ræður við ungfrúna um sameiginlega kunningja, svo að öll feimni vék. Súpa var borin fram fyrir síðasta gestinn, og maturinn, sem keyptur var á nálægu veitinga- húsi, var að öllu leyti prýðilegur. En Lawrence leið ekki vel. Þvert á móti. Hvað skyldu nú þessir tveir vinir hans hugsa um Made- line? Ef sagt yrði frá þessum atburði í klúbbn- um, væri mannorð hennar ekki framar flekklaust. Hvers vegna hafði hún lika komið til hans á þessum tima og svona klædd? Hann leit á hana, þar sem hún sat og ræddi frjálslega við Teherne, sem virtist vera heillaður af fegurð hennar. En hvernig var hægt að bera saman þessa lag- legu stúlku og hina ungu eiginkonu hans, sem var niðurbeygð af skorti og erfiðisvinnu ? Nei, þessi glæsilega tízkustúlka hlaut að vera einhver önnur, hlaut að vera honum ókunn. Og þarna sat nú þessi töfrandi stúlka og borð- aði í Temple með þrem ungum og ógiftum mönn- um eins og ekkert væri við það að athuga. Sannleikurinn var sá, að er Madeline hafði jafn- að sig eftir hræðsluna, skemmti hún sér prýði- lega. Þögn manns herinar og alvara sýndi hennl að vísu, að hann leit alls ekki á þetta sem gaman, skulið þér væta eldspýtu i þann enda, sem brennisteinn er, og nudda blett- ina með honum. EQro.Qfcc>r>. Ef þér eigið suðupott úr gleri, þá skuluð þér gæta þess að láta hann ekki verða fyrir of snöggum hita- breytingum. Taka hann ekki úr ís- köldum stað og láta hann beint yfir eldinn. Notið POND’S heims- þekktu snyrtivörur — og þér haflð fegurðina á yðar valdi. Húsráð. Ef þér haldið hátíðlegan afmælis- dag bams yðar, þá skulið þér fá yður glös úr pappa og mála á þau alls- konar myndir og láta síðan börnin drekka gosdrykki úr þeim. Munu þau vekja mikla hrifningu. -Ef blekblettir koma á fingur yðar, •meiðLfiiBHJi áam jöassoa. BifBAim. •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.