Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 9, 1943 ^irWWWHWWMWMHHMIM'HIHIHMIIHIHHHmWt'HHMIHIMHIHHIHimHHIIHHWWtl^ í £ i Dægrastytting 5 ?' ............... MMMMMMtMiiiMMMMtMMMMMiiiMi^ Ævintýri Georgs í kínverska sjóræningjabænum. 2. I síðasta blaði sögðum við frá því, hvemig Geörg stalzt í land af vöruflutningaskipi í kín- verskum sjóræningjabæ. Georg tókst að láta skípstjórann vita, með ,,morse'‘-merkjum, hvar hann var í haldi. En þegar skipverjar komu i land, til þess að frelsa hann, var búið að flytja hann eitthvað annað og urðu þeir að fara aftur um borð, án þess að hafa Georg með sér. Nokkru frfðar sá skipstjórinn ný ijósmerki og var það Mýtt skeyti frá Georg, svohljóðandi: •• r • • • • • 1 • • Sjá lausn á bls. 14. HyUinga-tilraunir álfa. Bjarni Thorarensen og álfamir. Eftirfarandi aaga er sögð um þjóðskáld vort, Bjama Thorar- eásen. Hann ólst upp á Hlíðarenda; en þegar hann var lítill drengur, hvarf hann einu sinni, og fannst ekki í 3 eða 4 daga. Loksins fannst hann langt Uppi á heiði, upp með Merkjaá, þvi að hann hafði farið upp frá bænum á Hlíðarenda. Sat hann þar uppi á hárri klettasnös, með rauða húfu á höfði. Vyrst héldu menn, að þetta væri örn; svo hátt ‘*ar upp þangað, er hann sat. Þegar búið var að ná honum þar ofan af, með mikilli fyrirhöfn, Bagði hann, að hún móðir sin hefði farið þangað Upp með sig. Sæmnndur á Staðarstað. Nálægt Staðarstað er hðll einn, sem sögumaðurinn man ekki, hvort heMur heitir Berghóll eða Dverghóll. Einu sinni var Sæmundur, sonur séra Guðmundar á Staðar- atað, heillaður þangað áleiðis. Var hann eltur og náöist í mýrinni. Þegar að honum var komið, var 'hann að biðja kvenmann, sem hann sagði að gengi á undan sér, að ljá sér fallega gullið, sem hún héldi á. Sæmundur var þá hér um bil 14 vetra. Prestsonurinn á Itnappsstöðum. Það er fært I frásögur, að einhvem tima hafi horfið prests- eonur frá Knappsstöðum í Stíflu. Var hann burtu í mörg ár. Þegar hann kom aftur, sagðist hann hafa verið hjá huldufólki I Tungudal, og voru lcirkjusiðir þess likir vorum. (Þjóðsögur Jóns Ámasonar). Lamna, Þessum leik er svo skipað, að þeir, sem leika, Sitja í hring og sem þéttast þeir mega. Allir halda þeir höndum fyrir aftan bakið, og einn héldur á einhverju í höndunum. Einn maöur stend- tir innan í miðjum hringnum. Réttir nú sá, er á hlutnum heldur, hann að næsta manni og svo hver að öðrum, en það er fimleikur þeirra að láta enga hreyfingu sjást á handleggjunum, því að sá, sem er í miðjum hringnum, á að hitta á, hvar hluturinn er, og er það vinningurinn, að verða sem fyrstur að hitta það. Þennan leik má hæði hafa úti og inni og i honum geta verið svo margir sem vilja. Sumir kalla leik þennan músarleik og enn áðrir h ú f u 1 e i k, en þá dregur hann nafn af þýi, áð leikendur sitja í hring á velli eða fleti, inéttum beinum og setja upp hnén. Haldá þeir þá Prince Noir. Framhald af bls. 4. handa einhverri annarri en henni! Hann horfði bara á rósir hennar — og talaði kurteislega við hana!-----En það var einhver önnur, sem átti að fá rósirnar dökkrauðu*— Ut lífsins og ástarinnar — einhver önnur. Eva fór ekki niður til kvöldverðar. Hún lét stúlkuna segja, að hún væri með höfuð- verk, hefði tekið inn asperín og ætlaði að hvíla sig dálítið. Hún vildi nú samt geta farið niður áður en Forsom færi, ef hana langaði til þess. Er klukkutími var liðinn, byrjaði hljóð- færaslátturinn niðri í stofunni. Það var eins og fiðlutónarnir væru að heilla hana og kalla hana til sín. — Eva gat ekki legið kyrr. Hún baðaði grátbólgin augu sín úr köldu vatni, lagaði hár sitt og fór niður. Hún opnaði dyrnar hljóðalaust og sett- ist í sófann í horninu, þar sem hún var alltaf vön að sitja, þegar Forsom spilaði. — Þarna var hann — hennar „prince noir“ — útitekinn, dökkhærður — allur með hugann við hljóðfærið. — Það var eins og hann fyndi, að hún væri að horfa á hann — því alt í einu snéri hann sér að henni og kinkaði kolli. Er þau hættu að spila, kom hann til hennar. „Er höfuðverkurinn batnaður ?“ spurði hann og gerði sér augsýnilega far um að vera alvarlegur á svipinn. „Já, næstum því.“ „Við höfðum leikið tennis of lengi,“ sagði hann, „og ég lék svo ákaft — ég skal vera betri á morgun.“ „Ef ég get þá leikið á morgun,“ sagði hún. „Það getið þér,“ sagði hann bara. En hve hann var öruggur------en það var nú líka henni að kenna. En hann skyldi nú bara bíða----hún ætlaði að sýna hon- um, að hún gat vel verið án hans. „Þér eruð annars nokkuð fölar í kvöld, ungfrú Eva — þér líkist einni af fallegustu rósunum í garðinum.“ „Hvaða rós er það?“ spurði hún for- vitin. höndunum undir hnjám sér og rétta hlutinn, sem þá er oftast húfa, undir hnjám sér, hvér að öðr- um- (Islenzkar skemmtanir). Orðaþraut. AT AR S N A R ÓLIN AMAR S T A R OKIÐ NAÐS AKUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niðureftir myndast nýtt orð. Er það nafn á óhófsmanni. Sjá svar á bls. 14. 1S „Snjódrottningin! “ Nokkrum dögum seinna var átján ára afmælisdagur Evu, og það átti að halda mikla veizlu. Unga fólkið var boðið til kvöldverðar og svo átti að dansa. Eva hafði fengið margar gjafir og mikið af blómum. Allan morgiminn hafði hún verið önnum kafin við að undirbúa veizl- una. Holger Forsom hafði ekkert látið frá sér heyra, en um fjögurleytið kom maður frá efnafræðisstofunni með stór- an bakka, sem á var gegnsær klaki, og inni í honum voru dásamlegar, dökkrauðar rósir. Forsom hafði beðið manninn að spyrja, hvort ekki mætti nota þetta til skrauts á borðinu. „Eva, Eva!“ kallaði prófessorinn, „komdu og sjáðu, hvað Forsom hefir búið út handa þér — er það ekki dásamlega fallegt? ísjaki með frystum rósum.“ Eva horfði á gjöfina undrandi og glöð í senn. „Nei, sjáðu,“ sagði prófessorsfrúin, „þetta eru eftirlætisrósirnar þínar.“ „Já,“ svaraði Eva og brosti — „þær eru allar rauðar! — Veslings blómin — en hve mig langar til þess að leysa þær.“ „Nei, nei. Njóttu þess fyrst að horfa 4 þær — þú færð þær, þegar ísinn bráðnar. Það er gott að hafa eitthvað að hlakka til, Eva.“ „Heldurðu ekki, að þær deyi af kulda, mamma?" „Nei — barnið mitt — þær haldast bet- ur í kuldanum en of heitu sólskini. Þú ert hamingjusöm. 1 dag hefir þú þessa fallegu sýn, á morgun ilmandi rósirnar. En hér er nafnspjald, sem við höfum ekki tekið eftir." Eva flýtti sér að taka nafnspjaldið. Á það hafði Forsom skrifað: „Með kærri kveðju til „Snjódrottningar- innar.“ Forsom sat við hlið Evu við borðið. Allir dáðust að gjöf hans, sem bæði var falleg og sjaldgæf. „Nú vitið þér, hver það var, sem átti að fá rauðu rósirnar," sagði hann og leit bros- andi á Evu, „ég gat ekki sagt yður það, þegar þér spurðuð, því þær áttu að koma yður á óvænt á afmælisdaginn.“ „Ef þér hefðuð sagt mér það, þá hefði ég ekki fengið höfuðverk," sagði Eva og hló. „Það held ég líka,“ svaraði Forsom -— „en það má ekki segja allt strax — þá á maður ekkert afgangs.“ „Er það þess vegna, sem rósir yðar eru frystar?" spurði Eva. „Já,“ svaraði hann. „1 dag er hér hátíð og enginn, nema við tvö, vitum, hvað rós- irnar þarna inni í ísnum segja. Það er leyndarmál okkar.“ „En á morgun?“ spurði hún og,leit á hann. „Á morgun," sagði hann lágt, „á morg- un er „prince noir“ yðar eign.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.