Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 15
VJKAN, nr. 9, 1943 15 En endurbættu sjálfan þig fyrst. Vertu ekki að jagast um snjóinn á þekju nágranna þíns, sagði Confusius, með- an ekki er mokað frá dyrum sjálfs þín. Við skulum minnast þess í umgengni okkar við aðra menn, að við erum ekki að fást við.fólk, sem hirðir mest um rökrétta hugsun, heldur við fólk, sem fer eftir til- finningum sínum, fólk, sem er fleytifullt af hleypidómum og lætur stjórnast af stolti og hégómaskap. Gagnrýni er hættulegur gneisti, gneisti, sem getur valdið sprengingu, banvænni sprengingu, í púðurgeymslu stórmennsk- unnar. Vægðarlaus gagnrýni varð til þess, að Thomas Hardy, sem var bezta söguskáld, sem nokkurn tíma hefir prýtt enskar bók- menntir, hætti fyrir fullt og allt að skrifa skáldsögur. Gagnrýni rak enska skáldið Thomas Chatterton út í dauðann. Benjamín Franklín, sem var ruddalegur í æsku, varð svo mikið Ijúfmenni og lipur- menni, að hann var gerður að sendiherra Ameríku í Frakklandi. Og hver var leynd- ardómur gengis hans ? Ég tala ekki illa um nokkurn mann, sagði hann, en segi allt það gott um hann, sem ég veit. Hver kjáninn getur gagnrýnt — fundið að og kvartað — og flestir kjánar gera það. En það þarf skapfestu og sjálfsstjórn til þess, að geta skilið aðra og fyrirgefið þeim. Mikilmennin sýna mikilleik sinn í því, sagði Carlyle, hvernig þeir fara með sér minni menn. 1 stað þess að áfellast aðra, skulum við reyna að skilja þá. Við skulum reyna að gera okkur grein fyrir því, hvers vegna þeir gera það, sem þeir gera. Það er miklu affarasælla en aðfinnslurnar. Það vekur samúð, umburðarlyndi og ástúð. „Að skilja allt, er að fyrirgefa allt.“ Eða eins og doktor Johnson sagði: Sjálfur guð gerir ekki ráð fyrir því að dæma manninn fyrr en æfi hans er úti. Því skyldum við þá gera það, þú og ég. Fasteignaskattar til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1943 : (húsaskattur, lóðarskattur, vatnsskattur, svo og lóðar- : leiga féllu í gjalddaga 2. janúar þ. á. Af óviðráðanlegum orsökum, vegna þess að skattamir j e.m nú lagðir á samkv. nýju og breyttu fasteignamati, m : hefir ekki verið unnt að senda gjaldseðla fyrr en nú þessa : dagana. Vegna dráttarins á útsendingu gjaldseðla hefir • * : bæjarráð samþykkt, að krefja ekki dráttarvexti af fram- S anskráðum fasteignagjöldum fyrr en eftir 1. apríl. * Em gjaldendur því minntir á, að greiða gjöldin fyrir ■ j þann tíma og jafnframt beðnir að gera skrifstofunni að- j vart (í síma 1200 eða 2755) hafi þeir ekki fengið gjald- s seðla í hendur. I I' | Skrifstofa borgarstjóra. iT AUGLYSIÐ 1 VIKUNNI Hermenn að vegagerð. Amerískir og ástralskir hermenn ryðja braut fyrir létta bíla, sem flytja birgðir um frumskóga og yfir fjöll á Nýju Guineu. HJALMAR SÖDERBERG: Glas lœknir ÞÓRARINN GUÐNASON læknir þýddi. Ef þér þekkið ekki bókina GLAS LÆKN5R, þá spyrjið einhvern kunningja yðar, sem hlustaði á lestur hennar í útvarpið, hvort hún sé ekki óviðjafnanleg að frásagnar- snilld og stíl. — Nú er fátt um nýjar bækur. — GLAS LÆKNIR þurfið þér að eignast. — Kaupið hana því strax í dag — á morgun er það ef til vill um seinan. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. .♦•»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>:.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.