Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 10, 1943 3 GECm&E KEIIT: ¥eiztu« hvað þú vilt? I>að er hægt að læra mikið af börnunum, meira en flestir fullorðnir gera sér ljóst, eins og sjá má á eftirfarandi grein. m kannist ef til vill við söguna um barnið, sem grét, af því að það vildi fá tunglið. Það grét svo hátt, að allir ná- graxmarnir vö'knuðu og komu til þess að reyna að hugga það. Sumir komu með sælgæti, aðrir með leikföng og enn aðrir með ghtrandi silfur, en ekkert fékk stöðv- að grát barnsins, fyrr en einn nágrann- aima dró upp lítinn spegil og lagði í lófa bamsins, þá hætti það að gráta. Það hafði fengiS þrá sinni fullnægt — í lófa þess lá tungíið. Við þráum öll tunglið, og með tunglinu er átt við allt það, sem okkur vanhagar um og við þráum að eignast — góð at- vinna, notalegt heimili eða falleg bifreið. Flest okkar reyna að svæfa þessa þrá sína, alveg gagnstætt því, sem barnið mundi gera. Heimurinn býður okkur kerti í stað tunglsins, sem við þráum svo ákaft, og við þiggjuna það. En ekki börnin. Þau eru ákveðin, sterk- og stolt, og þau vita, hvað þau vilja; og þar sem þau vita það skýrt og greinilega, þá fá þau það. Börn, eðlileg börn á aldr- inum til fjögurra ára, þjást ekki af þjóð- félagslegum ótta, fölsku stolti eða neinu öðru því, sem hindrar fullorðið fólk í því að fá það, sem það langar í. Þau sækja fram í frekar beinni línu, og þótt þeim kunni að vera mútað, eða þau tafin á ann- an hátt, þá gefast þau raunverulega aldrei upp og að lokum fá þau það, sem þau í upphafi sóttust eftir. Þetta er hin venju- lega regla, en auðvitað eru til undantekn- ingar. Þér vomð einu sinni barn, og er það var, voru hugsanir yðar og óskir skýrar og einbeittar, en nú er því lokið. Þér hafið glatað þessu einhvern tíma í baráttunni við að semja yður að umhverfinu. Aðeins þeir, sem komizt hafa hátt í lífinu hafa yarðveitt það. Ef þér virðið fyrir yður líf einhvers mikils manns, munuð þér komast að raun um, að hann hefir farið með vandamál sín með barnslegri einfeldni. Það bezta, sem við getum gert, er að virða dálitla stund fyrir okkur aðferðir barnanna. Hér er vera, sem tekur ekki nei sem gilt svar. Barnið er alltaf forvitið, aldrei lang- rækið, ávallt athugult, elskar samkeppni, lærir fljótt og man það, sem það lærir. Það er svo heiðarlegt, að það gengur næst því að það sé um of hreinskilið, oftast nær glaðlynt, hefir alltaf nóg sjálfstraust til að bera, dómar þess em skjótir og ná- kvæmir, það heldur góðri heilsu, vegna þess að það sefur, þegar það er þreytt, etur þegar það er svangt og er á sífelldri hreyfingu, á meðan það vakir. Hér er fyrirmynd góðra eiginleika og er fram- koma þess blandin töfrum og yndisþokka. Barnið breytist ekki úr þessu, fyrr en það smitast af sambúð sinni við fullorðið fólk. Það eru kannske einhverjar ýkjur í þessu. En það, sem mestu máli skiptir, er, að það er í aðalatriðum satt, og allt getur það kennt þeim yðar, sem þrá umbætur, ákaflega margt. Nú skulum við fyrst ræða um heilsuna og velja okkur fjögurra mánaða gamalt barn sem kennara. Það er vera, sem allt- af er í rúminu. Það getur ekki gengið, ekki hlaupið eða stokkið; það getur ekki einu sinni setzt upp. En samt tekst því að halda blóðinu á stöðugri rás um líkamann, roða í kinnunum og vöðvum styrkum. Virðið það fyrir yður, og þér munið hjá, að er það liggur á bakinu, hreyfir það stöð- ugt fætuma, eins og það sé að hjóla, krossleggur fæturna, ber þá upp að andlit- inu, til þess að koma einni eða tveim tám upp í sig. Það hvelfir bakið og allt í einu hvílir það á öxlunum og tánum — þannig að það myndar brú. Síðan veltir það sér á grúfu, reigir aftur höfuðið, lyftir hælunum upp til móts við það. Þannig heldur barnið áfram allan daginn, það veltir sér, sparkar, teygir sig og sperrir og tekst með því móti að halda öllum vöðvum á sífelldri hreyfingu. Og allt er þetta gert án þess að hreyfa sig úr rúminu. Ef yður vantar hreyfingu, þá takið eitt blað úr bók barnsins og hringið yður og veltið eins og barn í fimmtán mínútur. Ef þér getið ímyndað yður, að þér séuð barn, munuð þér græða meira á þessarri þjálf- un, vegna þess að þá mun hún verða skemmtilegri, og samfara hreyfingunum munuð þér njóta hvíldar. Hafið þér sjónarmið barnsins í huga, er þér komið inn í skrifstofuna og munið, að fyrirmynd yðar veit alltaf, hvað hún viH, og lætur ekkert utanaðkomandi letja sig, en heldur markviss að settu takmarki. Ef barnið vildi fá kauphækkun, mundi það skríða inn á skrifstofu forstjórans og biðja um hana alveg blátt áfram, án þess að klóra sér á handarbakinu, fikta við föt sín eða slá fingrunum í skrifborðið. Barnið mundi einungis vita, að það vildi fá kaup- hækkun og ekki efast um, að það væri fært um að öðlast hana. Jæja, nú gerið þér það, alveg á þennan hátt, rólega en einbeitt. Svarið er — nei. Ástæðan kann að vera sú, að fyrirtækið hefir ekki efni á því, eða að þér hafið ekki staðið yður vel upp á síðkastið. Yfirmaður yðar kami að benda á ýms mistök hjá yður og þá staðreynd, að þér hafið komið þrisvar sinnum of seint til vinnu síðast- liðna viku. Yður kann að sárna þetta og þér verðið ef til vill niðurdreginn og latur, það sem eftir er dagsins. En það mundi barnið ekki vera. Barn, sem neitað er um beiðni þess, ger- ist sjaldan latt, ef því ér bent á það, að það gæti fengið þetta seinna sem laun fyrir góða framkomu eða einhverjar sérstakar gjörðir. Og fáir yfirmenn neita beiðni um kauphækkun án þess að gefa einhver ja von um hana í framtíðinni. Ef barnið á'von á því, að geta öðiazt það, sem það þráir, þá vinnur það að því einbeitt og óhikandi, og fórnar mörgu fyrir þetta eina takmark, sem það keppir að. Ef yður er því neitað um kauphækkun, þá minnist barnanna, og ef þér breytið eins og þau, þá munið þér vissulega fá hana. Þetta kann að kosta meiri vinnu en þér hafið nokkru sinni lagt á yður áður. Þér verðið kannske að standast þá freist- ingu, að fara í ktfikmyndahús á kvöldin. Það kann að vera, að þér þurfið að bjxrja að nema að nýju. Drengur, sem hefir unnið að því í eitt ár að eignast reiðhjól, sér ekki eftir vinnunni, sem hann hefir lagt í það, er hann þýtur áfram á reiðhjóli sínu. Börn frá eins mánaðar aldri hafa til að bera hæfileika, sem hver kaupsýslumaður hefði gott af að tileinka sér, það er hæfi- leiki þeirra til að láta sér sjást yfir orðið nei. Þér segið „nei“ við barn, og það biður yður aftur. Nei, nei og þúsund sinnum néi er ekki neitt nei fyrir þessar litlu verur. Séuð þér sölumaður, þá skulið þér hafa þetta hugfast, því að lokum snúa þessar litlu verur neiinu í já. Það er í rauninni ógerlegt að standast þessa stöðugu beiðni þeirra. Blandið hæfileika þennan kurteisi, lipurmennsku og rökfærslu og þér munið ekki þekkja hugtakið mistök. Ég held, að hverjum einasta manni vegnaði betur, ef hann hefði alltaf hugfasta mynd í huga sér af bami, sem er að biðja um köku. Svo er það einnig forvitni þeirra og at- hyglisgáfa. Látið þau í herbergi, sem er þeim ókunnugt, og áður en langt er um liðið, þekkja þa.u hvern hlut; þau hafa handleikið og skoðað allt. Og það, sem þau ekki skilja, hafa þau spurzt fyrir um. Á skrifstofu mundi barnið ekki einungis þekkja sitt starf til hlítar, heldur og störf samverkamanna sinna, og aðferðina við rekstur viðskiptanna. Þessi forvitni er f jársjóður í hendi þeirra fullorðnu manna, sem kunna að hagnýta hana. Þér eruð að reyna að komast eins fljótt áfram í heiminum og unnt er. Ef þér ætlið að verða meira en einn liður í verkfærinu, þá verðið þér að skilja til hlít- ar alla hina hluta verkfærisins. Slíkri vitnesku mun verða veitt athygli, ef þér eigið hana til að bera, munuð þér vera fær um að stinga upp á nýjum að- ferðum og vekja þannig athygli yfirmanna yðar á yður. Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.