Vikan


Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 11.03.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 10, 1943 DEMANTSNÁLIN Hópur af ungu fólki var saman kom- inn á heimili Andersen stórkaup- manns. Samræðurnar voru fjörugar og komu margir með háværar athugasemdir. Umæðuefnið var „konan“. Piltamir — þá sérstaklega einn þeirra — hafði leyft sér að tala frekar niðrandi um „veika kynið“ og studdist þar við um- mæli frægs rithöfundar. Einkadóttir stórkaupmannsíns, Ellen, sem var lagleg stúlka, var rauð í kinnum og augsýnilega mjög æst. Sérstaklega var hún gröm í garð rithöfundarins, sem Kaj Brandt, félagi hennar og samstarfsmaður í bankanum, var sífellt að vitna í. Ellen hafði ekki lesið neitt eftir þennan höfund, henni fannst alveg nóg um það, sem henni var sagt úr Bókum hans. í þeim sagði hann, að konan væri sálarlaus og álgjörlega ábyrgðarlaus, og því ættu karl- menn að vera umburðarlyndir við hana, vegna þessa veikleika herrnar. Ellen sagði, mjög gröm yfir þessu: „Ég kæri mig nú ekki mikið um það, sem svona maður segir, sem hefir fengið flengingu hjá móður sinni eftir að hann að eigin áliti var vaxinn upp úr slíku. Nú hefnir hann sín á aliri kvenþjóðinni. Sá, sem ver keimingar hans er ekki meira virði en hann.“ Að svo mæltu leit hún á Kaj, sem bjóst til að svara harðlega, er ein stúlkan hrópaði: „Nei, hættum nú þessu, þetta er alls ekki skemmtilegt iengur, og auk þess er þetta eintómt bull. Ellen, þú ættir heldur að sýna okkur hattnálina, sem hann frændi þinn gaf þér, þegar hann kom í heimsókn hing- að í sumar." Ellen var strax fús til þess að hætta þessum viðræðum. „Já,“ sagði hún glaðlega, „hugsið ykk- ur bara, ég var næstum búinn að gleyma henni, og þó hlakkaði ég svo mikið til þess a<ð goi*ta af henni.“ Hún fór og sótti nálina, sem lá í fallegu hylki. I henni var stór og fallegur demant. Nálin gekk manna á milli og allir dáð- ust að henni. öllum fannst það mjög mikið óhóf að láta svona stóran demant í eina hattnál. Ellen hló ánægjulega. „Já, mér finnst hún allt of dýr til þess að ganga með hana að staðaldri, ég nota hana aðeins við hátíðleg tækifæri, eins og þegar ég fer á hljómleika eða í leikhúsið, þar sem hægt er að sitja inni með hattinn. Svo er ég nú búin að fá nýjan, fallegan, svartan hatt til þess að hafa hana í. „Það er hættulegt, Ellen," sagði Kaj, sem einmitt nú hélt á nálinni. „Þér gætuð misst hana, og það væri leiðinlegt. Hve mikils virði haldið; þér að hún sé?“ SmáscLfyCL Qj(tbi E. „Það veit ég ekki, en þegar frændi gaf mér hana, sagði hann: „Þetta er bara svo- lítill minjagripur, vina mín; en ef þú lendir einhvem tíma í peningavandræðum, þá ættirðu alltaf að geta fengið nokkur þús- und krónur fyrir hana.“ Kaj hrökk við og allir lustu upp undr- unarópi. „Já, svona er hann,“ sagði Ellen. „Og ég held, að hann hafi ekki verið að ýkja, en ég ætla einhvem tíma að láta meta hana.“ Kaj sat með nálina í hendinni. Ósjálf- rátt fór hann að hugsa um skuld sína og sem samanborið við aðstæður hans var geysimikil. Já — það var óveðursskýið, sem hvíldi yfir bænum og enginn annar en hann vissi um, — hún yrði sennilega þess valdandi, að hann missti stöðu sína í bankanum. Þessi hlutur gæti gert hann að frjálsum manni aftur. Hann svimaði. Hann rétti Ellen nálina aftur náfölur og sagði með annarlegri röddu: „Hérna, takið þér hana. I yðar sporum mundi ég ekki ganga með hana.“ „ó, bara einu sinni enn,“ sagði Ellen og lézt ekki taka eftir breytingunni á rödd hans. „Ég ætla að fara með hana á fmm- sýningu í Þjóðleikhúsið í kvöld, en svo ætla ég líka að geyma hana.“ Foreldrar Ellenar voru fremar vel efnuð, en heldur ekki meira. Dóttirin var eftirlæti þeirra, og ekkert var sparað til uppeldis hennar. Hún var góðum gáfum gædd og hag- nýtti sér þær vel. Hún hafði lokið stúdents- ......... .....■nfrimiiiTnminniinininiiniiinninnnnOT : a 1 Vitið þér það? I - -...—" — ' ——» : 3 3 I 1. Hver fann upp talsímann ? I 2. j Hvaða sjúkdóm ber tsetse-flugan sér? með | . 3. Hver skrifaði Annála Islands frá —1645 ? 1400 1 4. i Hvaða bók taldi Dickens beztu sína? bók i 5. Hvers son var Bólu-Hjálmar og nær var hann uppi ? hve- I 6. Hvaða land er þekkt undir nafninu „Þúsund vatna landið"? I 7. Hverjir gáfu Niagara-fossinum sitt, og hvað þýðir það ? nafn I 8. Hve lengi var Oddur Einarsson biskup í Skálholti ? = 9- Hverjjr voru ,,Austgotar" ? i 10. Hvað er „afætu-dý" ? 3 Liwminii Sjá svör á bls. 14. prófi með góðri einkunn, og fékk að því loknu stöðu þá í banka, er hún enn hafði. I bankanum hafði hún kynnzt Kaj Brandt, sem hafði verið ráðinn um sama leyti og hún. — Móðir hans var ekkja og var fremur fátæk, en faðir hans hafði stuttu fyrir dauða sinn komið honum fyrir í bankanum með aðstoð vinar síns. . Ellen hafði því kynnzt honum þegar er hann kom úr sveitinni í kaupstaðinn til þess að hefja starf sitt þar. Þau höfðu strax orðið góðir kunningjar, en meira var ekki milli þeirra — í það minnsta ekki frá hans hálfu. — Hann sá að vísu, að Ellen var mjög lagleg stúlka, sem auk þess var ákaflega dugleg, en hann var svo niðursokkinn í nýjar kenningar, sem hann sótti sér með lestri nútíma bók- mennta, að hann hafði ekki tíma til þess að hugsa um að vera ástfanginn. En því var öðruvísi farið með Ellen. Hún leyndi því ekki fyrir sjálfri sér, að þetta var meira en vinátta frá hennar hálfu, og hún horfði með áhyggjum á það, að skoð- anir hans og framkoma breyttist eftir því sem hann vandist höfuðstaðnum betur og eignaðist vini. Hún vissi, að hann eyddi meiri peping- um en hann hafði efni á, jafnvel áður en hann vissi það sjálfur, og hún vissi einnig, að þessar lífsskoðanir hans voru ekki sprottnar af hans eigin hugsun, heldur hafði hann fengið þær að láni úr ýmsum bókum. Henni sárnaði að sjá hann látast vera allur annar en hann í rauninni var, en henni þótti ekki síður vænt um hann fyrir það, og hún beið vongóð eftir því, að fyrir kæmi eitthvað, sem fengi hann til þess að átta sig. Daginn eftir að Ellen hafði sýnt kunn- ingjum sínum hina dýrmætu hattnál, hitt- ust þau eins og venjulega í bankanum. Hún tók eftir því, að hann var aumingjalegur, eins og hann hefði ekki sofið vel um nótt- ina. Kaj hafði heldur ekki komið dúr á auga alla nóttina. Hugsun sú, er skotið hafði upp hjá honum, er hann sá demantsnálina, hafði elt hann svo þrálátlega, að hann var alveg örvinglaður. Það var ekkert glæpamannseðli í Kaj Brandt. Hann var að eðlisfari heiðarlegur og réttsýnn piltur, en hann hafði nú lifað lengi í óheilnæmu andrúmslofti. Hugsun sú, er skotið hafði upp hjá honum, er hánn sá nálina, var orðin svo rík í huga hans, að honum fannst nú, að hún mundi framkvæmanleg, þótt hann í fyrstu hefði orðið skelfdur við þana. Til réttlætingar honum verður þó að segja það, að þessi svefnlausa nótt stafaði frekar af óttanum við það hyldýpi, sem honum fannst stöðugt nálgast meir og meir, en af neinum föstum. ásetningi um að drýgja glæp, auk þess fannst honum fram- kvæmd háns ógjörleg og var alls ekki fær um að ráðgera hana,. Ellen leit á hann óróleg. Hún sá, að eitt- Framháld á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.