Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 5
s«HiiiHiitiiMn«iiiiumnf<mniiii VIKAN, nr.. 11, 1943 5 iiuiiiimiiiiiiiiiiuimitmuiuHiitiHiuiiiiiiiiiMiiiiiiiitti Fr amhaldssaga: iiiiuiiiummmumuiiui Líkið í ferðakistunni Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous 11 iiiuiuHiiiiiiuiiiHuuiiuiuuiiHUUuuuiiiimiiuiiiiuuiiiuiituuuuuuuumimuuuuuuuimiuuiumMiuuuuu „Þú neitar því þá ekki, aö þú hafir verið ölvaður?" „Nei.“ „Svo ölvaður, að þú vissir ekki, hvað þú gerð- ir — því hefir oft verið þannig farið með þig, ▼eslings bróðir minn.“ Nú þagði Philipp að því er mér skildist. „Heyrðu,“ sagði Austin, en Philipp greip fram í fyrir honum. „Veit Edith nokkuð um allt þetta?“ spurði hann ákafur. „Hún veit auðvitað mest allt. Þú ætlar þó ekki að neita því, að þú hafir oft sagt, að þú ætlaðir að drepa gömlu konuna, ef hún héldi áfram að reyna að siða þig? Þú hefir sjálfur sagt það við Edith.“ „Já,“ svaraði Philipp, „eins og maður segir slíkt í gamni." „Jæja,“ sagði Austin. „Sunnudagskvöldið komstu drukkinn heim; þú lentir í orðasennu við' frænku og ýttir við henni til þess að fá hana út úr herbergi þínu — þú játar allt þetta?“ „Já,“ sagði Philipp lágt. „Alla nóttina varst þú einn i námunda við hana, og morguninn eftir var hún horfin. Við yfirgáfum húsið saman, og nokkrum klukku- stundum seinna finnst líkið í ferðakistu þinni. Þetta síðasta er staðreynd, hvort sem þú neitar því eða ekki.“ Nú þagði Philipp. „Og nú neitar þú þvi, að þú hafir látið líkið í kistuna, en vissir þó, að það var í henni — það skiist af bréfi þínu.“ „Austin,“ sagði Philipp hásri röddu, „ég hefi aUtaf elskað þig og virt sem eldri bróður minn, og að því er ég veit, hefi ég aldrei logið, hversu margir sem gallar mínir kunna nú að vera. Ég sver, að ég vissi ekkert um dauða Elísabetar frænku fyrr en þú komst hingað inn í herbergið rétt áðan." „Hvers vegna skrifaðirðu mér þá þetta bréf til París?“ spurði Austin hvasst. Nú varð dálitU þögn, siðan sagði Philipp greinilega: „Ég ætla heldur að segja þér allt að svo miklu ieyti sem ég man það, en eins og þú getur skilið, er mér það ekki allt vel ljóst. En — það er víst engin von fyrir mig hjá Edith?“ „Nei, auðvitað ekki!" sagði Austin ákafur. „Hún er unnusta mín — hvemig vogarðu þér að nefna slíkt? Hefir ungfrú Simpkinson ekki sagt þér allt?“ „Jú, — ég veit það vel, en — en maður gerir sér oft ýmsar hugmyndir. Jæja, þegar ungfrú Simpkinson hafði sagt mér allt, var ég engu að síður ákveðinn í því áð slíta öilu sambandi við Lucie litlu í tóbaksbúðinni, sem ég hafði verið að gera gælur við. Ég sagði henni það og skrif- aði það einnig og fékk nokkur bréf frá henni, þar sem hún harmaði þetta sáran og kallaði mig vondan mann — bréf hennar voru mjög áköf og gremjuleg. Er ég svo kom heim á sunnudags- kvöldið, var ég búinn að láta allt niður I kistu mína, og í frakkavasa mínum var ég með síð- asta bréfið frá henni ásamt mynd af henni og hárlokk, sem hún hafði sent mér. Svo kastaði ég þessu ofan í kistuna og lokaði henni. Ég vissi því, að það lá efst í kistunni, og þótt bónorði minu hafi nú verið neitað, þá kærði ég mig ekki um að við Edith yrðum óvinir, og ef hún hefðl opnað kistuna, þá hefði hún auðvitað séð þetta Kj1 n |,c n o* n , Það er á norður-jám- fUISdgd. brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að þvi, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja sins, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar likið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem limt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sína. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Leynilögreglu- maðurinn skeðar íbúð þá, sem ungfrú Simpkinson hefir leigt og finnur þar nafn- spjald Philipp Harvey. Síðan fer hann þang- að, sem hin myrta hafði búið. Þar kemst hann að ýmsu um Philipp Harvey. Hann fær bréf frá Austin þar sem hann segist vera búnin að aðvara Philipp um að fara frá Dover, en hann fer þangað engu að síður og hittir Philipp Harvey. Hann talar við hann, en gerir hann reiðan. Morgunin eftir kemur Austin að hitta bróður sinn og taka þeir tal saman. rusl og hugsað sitt um það. Mér fannst, að ég vildi heldur deyja en að Edith fyrirliti mig — sennilega lika vegna þess, að hún á að veröa eiginkona þín Austin." „En sú saga!“ sagði Austin háðslega. „Ég ætla að vona, að þú getir sannfært lögregluna um þetta, en þú færð okkur Edith ekki til að trúa henni. Kista þín var þá .full af bókum, er þú forst frá Southend, og ástarbréfið með hinum sælu endurminningum lá efst.“ „Já, það veit guð,“ sagði Philipp. „Leyfist mér að spyrja á hvaða stöð milli Southend og London gamla konan hefir sltriðið niður í kistuna?" Ekkert svar. „Nú skulum við setja sem svo, að þú sért i rauninni sannfærður um, að það sem þú segir sé rétt, svo skal ég segja þér, hvemig málinu er í raun réttri varið. En svaraðu fyrst þessarri spurningu minni: Hvers vegna varstu þá svo áhyggjufullur út af Elisabetu frænku?" „Vegna þess að ég hafði lent í rifrildi við hana, eins og ég er áður búinn að segja þér, og ýtti henni út úr dvrunum, svo hún gat hafa meitt sig við það. Morguninn eftir var hún farin, og nú kvelur sú hugsun mig að ég hafi ef til vill á einn eða annan hátt slasað hana alvarlega." „Því virðist líka vera þannig farið,“- sagði Austin hörkulega. „Hlustaðu nú á mig. Er þú komst heim, réðist þú ofsareiður að frænku, vegna þess að þú ímyndaðir þér, að Edith Simp- kinson mundi hafa tekið þér en ekkl mér, ef gamla konan hefði gert þig að erfingja sínum. Þú lentir í rifrildl við hana, ýttir við henni, eins og þú segir, en t rauninni hefir þú sleglð hana niður." „Nei,“ sagði Philipp, „það gerði ég ekki." „Þú ýttir við henni og hún datt — neitarðu þvf?“ ,,Ég heyrði hana ekki detta. — Það var ekki fyrr en morguninn eftir, að mér kom til hugar, að hún kynni að hafa dottið." „Þetta eru útúrsnúningar, Philipp," sagði Austin reiðilega. Ég var sannfærður um, að því værl ekki þannig farið; Philipp var aðeins að reyna að' muna öll einstök atvik í sambandi við þetta, og það gekk ekki sem bezt vegna þess, hvernig ástand hans hafði verið. „Þú ýttir þá við henni? Og svo manstu ekki meira, að því er þú segir sjálfur. Nú skulum við halda áfram. Er þú sást, að gamla konan gat ekki staðið á fætur, hefir þú orðið hræddur; þú reyndir að koma henni til meðvitundar en það tókst ekki. Loks hefir þú tekið allt upp úr ferða- kistu þinni og látið líkið í hana í þeirri von, að þú gætir losnað við hana einhvers staðar á leið- inni. 1 Charing Cross urðu svo skipti á kistunum — og hitt veizt þú núna.“ „Ég man ekki eftir neinu af þessu,“ sagðl Philipp ákveðinn. „Manstu þá að öðru leyti, hvað fyrii- kom þessa. nótt? Er önnur skýring hugsanleg? Þú ert að gorta þig af því að þú hafir aldrei ságt ósann- indi, en segðu mér nú, hvort þú hafir ekki oft breytt eins og í draumi, þegar þú hefir verið ölvaður. Segðu mér, hvort þú hafir ekki þetta kvöld tekið inn þetta andstyggilega svefnlyf, sein þú ert svo oft með?“ „Jú, það gerði ég, og ef þú vissir, hver svefn- leysi er óþolandi fyrir ölvaðan og óstyrkan mann, þá mundir þú skilja það.“ „Og telurðu þig alveg meðvitandi um gjörðir þínar, þegar þú ert í slíku ástandi? Manstu ekki, að fyrir viku eða hálfum mánuði sagðirðu mér sjálfur, að undir eins og þú værir búinn að taka inn of stóran skammt af þessu svefnlyfi, þá sæ- irðu ósýnilega hluti og gerðir ýmislegt það, sem þú hefðir ekki hugmynd um morguninn eftir?“ Svaraði Philipp? Ég heyrði ekkert. „Ég skal segja þér eitt,“ hélt Austin áfram. „Ég hefi upplifað það, að maður einn kom dauð- hræddur þjótandi inn í herbergi mitt og hélt því fram, að þjófar hefðu brotizt inn til hans og að einn þeirra hefði sært hann með hníf svo að blóðið rynni niður eftir skyrtu hans. Ég athugaði hann, en sá ekkert blóð, ég fór með honum inn í herbergi hans, en sá engan þar inni." „Já, já," stundi Philip. „Ég hefi líka séð svona ofsjónir, en ég gleymi aldrei þvi, sem raunveru- lega hefir átt sér stað.“ „Er þá svo mikill munur á því? Ég þekki mann, sem einu sinni sagði mér, að hann-hefði legið í rúmi sinu alla nóttina, en samt sá ég hann sjálfur vera að tina rósir í garðinum í tunglsljósi." „Þegiðu, þegiðu!“ hrópaði Philipp. „Og seinna fundum við rósirnar inni í her- bergi einu.“ Philipp stundi hátt. „Segðu mér nú eitt,“ hélt Austin ákafui1 áfram. „Lögreglan er á hælum okkar. Þetta kemst bráðum allt upp — segðu mér nú enn eitt: hvað heldurðu, að þú hafir aðhafzt þessa nótt?“ „Er ég hafði tekið svefnmeðalið, sofnaði ég.“ ; „Dreymdi þig eitthvað?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.