Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 11, 1943 7 Hjálp í viðlögum. Nýlega er komin út 3. útgáfa af bókinni Hjálp í viðlögum eftir Jón Oddgeir Jóns- son, fulltrúa Slysavamafélags Islands. Kaflar eru í henni um heimahjúkrun og bráða sjúkdóma, samdir af Jóhanni Sæ- mundssyni yfirlækni, en formála hefir rit- að próf. Guðmundur Thoroddsen. Isafold- arprentsmiðja gefur bókina út. Hjálp í viðlögum er ákaflega nauðsynleg bók, sem bætir úr brýnni þörf. Hún er í fjöldamörgum köflum og sægur af ágæt- um myndum til skýringar. Svona bók þyrfti í rauninni að vera til á hverju heim- ili, því að aldrei er að vita, hvenær slys bera að höndum. En það er ekki nóg að eiga hana, hún verður að lesast vandlega og margt í henni að lærast utanað, svo að þekkingin sé fyrir hendi, þegar á henni þarf að halda. Hér fer á eftir örstuttur kafli úr bók- inni: „KaL Við mikil kuldaáhrif lækkar likamshit- inn og getur lækkað allt niður í 24,6 stig, án þess að likamann kali til dauða. Kál er aðgreint í 3 mismunandi stig. 1. Við fyrsta stig gætir áhrifa kuldans einkum A háræðamar í húðinni, þær þenjast við kuldann, en við það hindrast blóðrásin og húðin fölnar í fyrstu, en verður síðan blárauð. Algengt er að sjá kal á þessu stigi (t. d. hvíta bletti) á nefi og eyrum. Svokallaðir kuldapollar geta myndast, ef sami líkamshluti verður oft fyrir kali á 1. stigi. 2. Við sterkari kuldaáhrif skaddast æðavegg- imir og blóðið síast út úr þeim. I húðinni mynd- ast blöðrur og er innihald þeirra mengað blóð- vessa. Húðin verður rauðleit eða bláleit og í hold- inu myndast kuldabólga og bjúgur. '3. Við enn sterkari kuldaáhrif helkelur heila líkamshluta, eða allan líkamann. Hold og hör- und verður blásvart að lit, en bein og vefir stökkir. Meðferð kals, þar til nsest i lækni. Yfirleitt er meðferð kals fólgin I þvl að þíða kalið úr hold- inu með köldum bökstrum, snjó eða kaldri laug. Nánar tiltekið er meðferð til bráðabirgða við hvert stig sem hér segir: 1. Nuddið fyrst húðina gætilega með snjó eða klút undnum úr köldu vatni. Síðan má nudda kalblettinn með hreinni feiti, þar til eðlilegur litur er kominn & húðina. 2. Leggið kalda bakstra við holdið, en hyljið síðan sár og blöðrur með hreinum umbúðum. 3. Para skal varlega, þegar helkalinn maður er fluttur til, því að limir allir eru mjög stökkir og gætu brotnað af, ef ekki er gætt fyllstu varúðar. Ekki skal átt við að færa manninn úr skóm eða ytri fatnaði þegar í stað, en þíða það ásamt frostinu I líkamanum með isköldu vatni eða snjó. Bezt er að geta síðan lagt sjúklinginn i ca. 10 st. heitt bað, sem síðan er smáhitað upp 1 allt að 30 st. Ef ekki er hægt að koma við baði, má nota bakstra. — Jafnframt þessu skal likaminn nuddaður hátt og lágt. Sé andardrátt- ur og púls mjög veikur, skal hefja lífgunartil- raunir, en þó ekki fyrr en liðamótin séu vel hreyfanleg. Kalsár, sem sjúklingur kynni að hafa hlotið, skal búa um eins og segir við 2. stig. Að lokum skal gefa sjúklingnum hressandi lyf, þegar hann hefir fengið rænu.“ Einkennileg Fóstra mín kenndi mér að trúa öllum draugasögum og ævintýrum, sem hún sagði mér. Þegar ég varð eldri og lærði meira varð ég mjög vantrúaður á slíkt. Þó get ég ekki rengt sumt af þessu, því að það hefir komið fram við fólk, sem ég þekki mjög vel. Þegar mamma var tíu ára heimsótti hún ömmu sína, er bjó í gömlu húsi í Oxford- shire. Fyrstu nóttina, sem hún var þar, vaknaði hún við hávaða, og þegar hún leit út um gluggann, sá hún mann standa við mokstur úti í garðinum. Um morguninn, er hún sagði fólkinu frá þessu, hló það, og sagði þetta eintóma ímyndun í baminu. Næstu nótt sá hún það sama, og þegar hún gat þess morguninn eftir, vildi enginn trúa því. Þess sæust engin verksummerki að það hefði verið mokað í garðinum. Að lokum var móðir mín orðin hugsjúk út af þessu, því að hún sá manninn á hverri nóttu. Að lokum lét amma hennar grafa upp þetta svæði í garðinum, og fannst þar pottur með peningum, og ártalið 1665 á honum, en þá geisaði plágan mikla í London. Fólk flúði þá borgina unnvörpum og tók með sér þá fjármuni, sem það komst með, en margir dóu og mun svo hafa verið með þá, er áttu þessa peninga. Aðra sögu sagði góð vinkona mín mér. fyrirbrigði. Hún var á ferð í Bretlandi með skólasyst- kinum sínum. Farartækin voru reiðhjól. Dag nokkum komu þau að hæð einni, og er þau vom komin miðja vegu upp, stanz- aði ein stúlkan og sagði. „Það er skrítið, en ég veit nákvæmlega, hvernig allt er út- lits hinumegin við hæðina.“ Hún lýsti því öllu fyrir þeim, kirkjunni, kirkjugarðinum, þarna væm tré, þama hús og allt eftir þessu. Lýsingin var alveg rétt. Af þessu þorpi voru engar myndir til, svo að hún gat ekki hafa séð þær. Seinna sá hún í kirkjugarðinum 200 ára gamla legsteina, sem báru nöfn ættfeðra hennar. Forfeður hennar höfðu búið þarna fyrir langa löngu, án þess að hún eða aðrir lifandi ættingjar hennar hefðu haft hugmynd um það. Skrítlur. Það er skrítið, að þegar karlmennirhir hafa engar áhyggjur, þá kvænast þeir. Tommi var sendur í heimavistarskóla, og eftir þrjá daga skrifaði hann pabba sinum og sagði: „Elsku pabbi, ævin er stutt, eigum við ekki að eyða henni saman. Þinn elskandi Tomrni." Konan: Hér eru auglýstar skyrtur án hnappa, það hlýtur að vera þægilegt. Maðurinn (hæðnislega): Það er nú ekkert nýtt; ég hefi verið í svoleiðis skyrtum mörg imdan- farin ár. Þessi súlumynd er úr bókinni „Portrait of Iceland" eftir D. A. Langhome, en Óskar Bjamason hefir tekið myndirnar í henni. Bóltin er á ensku, eins og nafnið bendir til, og mun ætluð til gjafa enskumælandi mönnum. 1 henni em um þrjátíu myndir og kort af tslandi. Lesmálið virðist ritað af hlýleik og skilningi í garð lands og þjóðar, og mynd- irnar em yfirleitt fallegar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.