Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 11, 1943 gestum, í notalegu, litlu móttökuherbergi; þar rœddi hún við gestina og veitti þeim af rausn. Jessop hafði einsett sér það að fara ekki, fyrr en allir hinir gestirnir væru famir, og það gerði hann heldur ekki. Er hann var orðinn einn með Maddeline, færði hann stól sinn nær henni og spurði: „Hvað segir Lawrence við þessu ferðalagi?" „Hann hefir ekki svarað bréfi minu, og þér vitið, að þögn er sama og samþykki," svaraði hún brosandi. „Þér virðizt vera hissa á þvi,“ bætti hún við og leit einarðlega á hann. „Já, í sannleika sagt er ég mjög hissa á því.“ „Þér munduð þá ekki hafa verið eins þolin- móður og Lawrence undir sömu kringumstæð- um?“ „Nei. Þvert á móti. Ég yrði sennilega kærður fyrir misþyrmingu á konu minni.“ „Herra Jessop!" „Frú Wynne." „Þegið, í guðanna bænum," sagði hún skelfd. „Gott, ég skal þegja, fyrst þér krefjizt þess. En brátt munu allir tala um þetta. Ég furða mig á því, að þér skulið hafa getað varðveitt þetta leyndarmál svona lengi, jafnvel gamlir vinir Wynne vita ekkert um það. Ættingjar hans hafa nú sætzt við hann, vegna þess að þeir halda, að þessi fátæka kennslukona eða búðarstúlka, hem hann kvæntist, sé nú dáin og hann sé nú ekkjumaður og ekki óhuggandi." Það var ekki fallegt af honum að segja þetta, en hann var í slæmu skapi, og varð ofsareiður, er hann hugsaði um hið gleðisnauða lif vinar síns og sá Madeline í allri þessarri dýrð. „Hvers vegna eruð þér svona vondur við mig?“ sagði hún. „Hvenær sáuð þér Lawrence síðast?" spurði hann í stað þess að svara henni. „Það er óratími síðan. Ég hefi ekki séð hann síðan um kvöldið, er ég borðaði kvöldverð hjá honum." „Jæja, Lawrence er ekki í bænum sem stendur, hann er í einhverjum málaflutningserindum. Hann vinnur mikið, alltof mikið. En Harry?" „Honum líður vel.“ „Á ég að færa honum einhver skilaboð?" „Nei, þökk. Eg er hrædd um, að þér séuð ekki réttur boðberi. Verið þér sælir." Þau tókust í hendur, fremur kuldalega,. og Jessop fór. Er dyrnar lokuðust á eftir honum, andaði Made- line léttara og ætlaði að fara að setjast fyrir framan arininn, er hún heyrði lágt hljóð. Það var eins og eitthváð hefði dottið á gólfið, fingur- björg eða nál, á bak við þykka dyratjaldið, sem var fyrir dyrunum inn að litlu herbergi, sem var þama við hliðina. Madeline stökk á fætur, dró tjaldið til hliðar og sá bak við það frú Leach, sem hélt á þerri- blaði í hendinni og vat hálf vandræðaleg á svip- inn. „Ég var að skrifa nokkur bréf, svo missti ég pennann, sem mér finnst beztur. Viljið þér hjálpa mér að leita að honum, elsku Madeline." „Hérna er hann,“ sagði Madeline, tók pennann upp og rétti fní Leach, sem nú var komin alveg fram í stofuna. Augu þeirra mættust. Madeline las úr augum ekkjunnar, að hún hefði staðið á hleri við dyratjaldið. Átti hún að nefna það eða ekki? Frú Leach, sem var slungin i þvi að lesa úr svip manna, sá, að komizt hafði verið að prettum hennar, en hún sá, að Madeline var hrædd við það og reyndi að sjá, hvort hún hefði komizt að nokkru. Þetta var erfið aðstaða, en hún ákvað að tefla djarflega, yppti því öxlum og sagði: „Ég veit, hvað þér haldið, kæra Madeline," sagði hún, „þér haldið, að ég hafi verið að hlusta." Hún hafði líka í tíu mínútur lagt sig alla fram til þess að reyna að heyra samtal þeirra, en dyra- tjaldið dró svo úr hljóðinu, að henni hafði ekki tekizt að heyra neitt nafn. Hún var alveg sann- færð um, að hún hafði verið að því komin, að komast að leyndarmáli elsku Madeline sinnar. En í rauninni vissi hún ekkert, hún hafði einungis heyrt einstöku orð og svo þessar- setningar: „Ég furða mig á því, að þér skulið hafa getað varðveitt þetta leyndarmál svona lengi," og: „Á ég að færa honum einhver skilaboð?" Hún vissi ekki vel, hvort hann hefði sagt „hon- um“ eða eitthvert annað orð; en í það minnsta hlaut hann með þessu að eiga við einhvern mann, sem skipti Madeline einhverju máli. Sennilega var það ekki maður, sem taldist til heldra fólks. Léti Madeline til leiðast að giftast honum eða strjúka með honum, þá væri frú Leach búin að vinna sig- ur, og það gæti ekki orðið henni erfitt að kom- ast í hið auða sæti. Nú var um að gera, að láta Madeline vera örugga, sefa grun hennar og láta hana ganga enn lengra, gefa henni með öðrum orðum tækifæri til þess að fara á leynileg stefnu- mót, látast ekki sjá neitt, en fylgjast samt með öllu. Maður sá, sem nýfarinn var, Jessop hét hann, vissi um leyndarmál það, sem Madeline hafði varðveitt svona einkennilega lengi. Ef hún, frú Leach, breytti kænskulega, gat verið, að hún gæti líka komizt að leyndarmálinu. „Ég fullvissa yður um það, kæra Madeline, að ég heyrði ekki eitt einasta orð," hélt hún áfram, „ég er dálítið heymarsljó eftir lasleika minn, og þér getið þvx verið alveg rólegar, því að ég heyrði ekkert." Madeline svaraði ekki, en gekk að aminum með hnyklaðar brúnir. Hún reyndi að minnast alls samtals síns við Jessop, en að því er hún mundi, höfðu þau ekki sagt neitt, sem komið gæti upp um hana. Hún trúði frú Leach ekki hót. Tunga hennar talaði blíðu máli, en augu hennar sögðu allt annað. Grunur frú Leach var vakinn, en Madeline kunni einnig að hegða sér I slíku. „Auðvitað. Engin sönn hefðarkona leyfir sér að standa á hleri,“ sagði hún rólega. „Herra Jessop og ég urðum ósátt, það verðum við oft. Hann hefir sanna ánægju af þvi, að koma fólki út á hálan ís.“ „Nú, hét hann Jessop, þessi maður. Hann er eitthvað svo háðslegur og ónotalegur á svipinn. Hvemig hafið þér kynnzt honum?" „Ég var kynnt fyrir honum, og síðan hefir hann oft komið í heimsóknir hingað; hann getur verið mjög elskulegur, þegar hann er í góðu skapi." „Hvað er hann?“ „Málaflutningsmaður. Mjög duglegur mála- flutningsmaður, en hann hefir litið að gera." „Ó, hann er þá lögfræðingur. Mér geðjast eig- inlega vel að lögfræðingunx. Skyldi hann ekkl vilja fara með okkur til Temple einhvem tima og sýna okkur allt þar? Þér hefðuð áreiðanlega gaman af því.“ „Nei, ég hefi enga löngun til þess,“ svaraði Madeline með uppgerðar kæruleysi. Madeline settist nú við píanóið og á méðan hún spilaði, lét hún hugann reika; hún vantreysti frú Leach, og henni duttu nú í hug ýmsir smámunir, þar sem frú Leach reyndi á ofur sakleysislegan hátt að hnýsast í hluti, sem henni komu ekkert. við, til dæmis um dvöl Madeline hjá fni Harper síðustu tvö árin. Hún athugaði einnig í laumi öll bréf, sem komu til hennar. j Einn fyrstu dagana, er West var á batavegi, en var samt enn hálf slappur og skapið breyti- legt, sat Madeline ein með Tony lávarði i lestrar- salnum. Þau ræddu saman um leikhúsin, og hann var alltaf að biðja hana um að leyfa sér að bjóða henni og lafði Rachel í Háymarket-leikhúsið. „Þessi ógurlega snjókoma er alveg að binda enda á dýraveiðarnar. Hvers vegna viljið þér ekki koma með okkur?" sagði hann og gekk um gólf með hendurnar i vösunum. „Faðir yðar er orð- inn næstum því hress og auk þess er frú Leach héma. Það er svo fallegt leikrit og — en ég var alveg búinn að gleyma —,“ sagði hann allt í einu og staðnæmdist. „Hverju gleymduð þér?" spurði Madeline og leit upp frá hannyrðum sínum. „Að þér eruð búin að sjá leikinn." „Við hvað eigið þér?“ spurði hún og leit rólega á hann. „Ég á við, að þetta er sami leikurinn, sem sýnd- ur var, þegar ég hitti yður í leikhúsinu. Ég sá yður sitja í stúkunni og þekkti yður strax, þótt þér snemð baki að áhorfendunum, en ég gáði árangurslaust að fylgdarmanni yðar. Þér þurfið ekki að verða svona skelfd af þessu. Maðurinn,- sem sat í stúkunni með yður, var mjög tígulegur." „Ég veit ekkí, um hvað þér emð að tala." „Hugsið yður nú um. Þér virtuzt hafa gaman af leiknum, en það var eins og vini yðar leiddist, Ég hitti yður í stiganum og talaði við yður. Hvaða maður var þetta?" „Hann var þá á svipinn eins og honum leidd- ist. Af þvi einu getið þér getið yður til um sam- band okkar," sagði hún brosandi. „Það var þó ekki — ekki — maður —•?“ „Jú, að vísu." MAGGI og R AGGI. 1. Raggi: Hérna eru eldspýtumar, sem þú baðst um, Afi. Afi: Þakka þér kærlega fyrir hugulsemina. 2. Afi: Hvað hef- irðu gert við eld- spýturnar? Hvað er þetta límefni, sem er á þeim? Raggi: Ha, það er bara málning. 3. Afi: Græn málning! Einmitt það. Hvers vegna gerðirðu þetta ? Líttu á hendurn- ar á mér! Þetta er alls ekkert gaman. Raggi: Ég var ekkert að reyna að vera fyndinn, afi. En stóra systir er alltaf að láta mig tína upp eldspýt- urnar héma eftir að þú ert búinn að reykja pípuna þína hérna úti. 4. Raggi: Svo mér datt í hug að mála þær, svo að það bæri ekki á þeim.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.